Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 24. október, var haldinn 5287. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Ebba Schram, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Hallur Símonarson og Hrólfur Jónsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 27. september og 14. október 2013. R13020044
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 15. október 2013. R13010009
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 10. október 2013. R13010010
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 15. október 2013. R13010011
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 7. október 2013. R13010017
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 17. september 2013. R13010019
7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 18. október 2013. R13010020
8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 14. og 21. október 2013. R13010030
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11. október 2013. R13010034
10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. október 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar var samþykktur.
11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R13090117
12. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs, dags. 16. október 2013, varðandi tillögu um sameiningu Minjasafns Reykjavíkur, Ljósmyndsafns Reykjavíkur, Víkurinnar–Sjóminjasafns og Viðeyjar, ásamt fylgigögnum. R13100365
Vísað til umsagnar fjármálaskrifstofu, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, borgarlögmanns, Faxaflóahafna, þjóðminjavarðar og safnaráðs.
13. Lagt fram bréf SITUS ehf., dags. 15. október 2013, um að auglýsa reit nr. 6 á svæði Austurhafnar til sölu í samræmi við leiðbeiningarreglur skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Jafnframt lögð fram bréf Landsbankans frá 16. ágúst sl., umsögn skipulagslagsfulltrúa frá 21. ágúst sl. og bréf skrifstofu borgarstjórnar frá 23. ágúst sl. R13080042
Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðs:
Borgarráð tekur undir ákvörðun SITUSAR um að bjóða út umrædda lóð en leggur áherslu á að fyrirliggjandi forsögn um breytingar á deiliskipulagi verði hluti forsendna þegar lóðin er auglýst.
14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra SSH, dags. 5. júní 2013, varðandi forval vegna sameiginlegs útboðs á akstri fyrir fatlað fólk og sameiginlegar reglur fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt lagðar fram umsagnir velferðarráðs frá 28. júní og 22. ágúst 2013. R13060016
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins og vísar til bókunar fulltrúa Vinstri grænna í velferðarráði. Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til bókana sinna fulltrúa í velferðarráði.
15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. október 2013, með tillögu um að borgarráð heimili skrifstofunni að ganga inn í kaup Grundar Markarinnar ehf. (GM efh.) á lóðinni nr. 68 við Suðurlandsbraut og jafnframt leysa aftur til sín lóðina nr. 70 við Suðurlandsbraut. Greinargerð fylgir tillögunni. R13020035
Samþykkt.
16. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs um niðurstöðu fundar með heilbrigðisráðherra 9. október sl., um uppbyggingu hjúkrunarheimila. R12120040
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Á fundi fulltrúa Reykjavíkurborgar og Hrafnistu með heilbrigðisráðherra 9. október sl. kom skýrt fram að samningur velferðarráðuneytisins við Reykjavíkurborg og Hrafnistu um uppbyggingu hjúkrunarrýma við Sléttuveg verður ekki gerður á næstunni. Það eru alvarlegar fréttir því þar með er mikilvæg uppbygging í þágu aldraðra í uppnámi. Þörf fyrir ný hjúkrunarrými í Reykjavík er brýn. Lítið hefur bæst við af nýjum hjúkrunarrýmum í Reykjavík síðustu ár og sú fjölgun sem er fyrirsjáanleg í hópi aldraðra næstu árin gerir það að verkum að mjög brýnt er að hjúkrunarrýmum í Reykjavík fjölgi. Á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu eru 116 einstaklingar, þ.a. 84 eða 73#PR sem búsettir eru í Reykjavík, en reynslan hefur sýnt að nánast undantekningarlaust óska Reykvíkingar eftir að komast á hjúkrunarheimili í Reykjavík. Fjölgun aldraðra næstu árin mun hafa það í för með sér að þörf fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík mun aukast hratt þrátt fyrir að sú öfluga heimahjúkrun og heimaþjónusta sem veitt er í Reykjavík geri fólki kleift að búa lengur heima. Sé miðað við sambærilega þjónustu og verið er að veita í dag, stöðu biðlista og fjölgun aldraðra næstu árin, að teknu tilliti til þeirrar uppbyggingar hjúkrunarrýma sem þegar hefur verið samþykkt, er áætlað að þörf fyrir ný hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu verði u.þ.b. 250 rými fram til ársins 2015 og yfir 500 rými sé horft til ársins 2025. Í apríl sl. undirrituðu þáverandi velferðarráðherra og formaður borgarráðs viljayfirlýsingu þar sem m.a. er fjallað um uppbyggingu á Sléttuvegi. Reykjavíkurborg og Sjómannadagsráð/Hrafnista undirrituðu árið 2011 þjónustusamning vegna rekstrar þjónustumiðstöðvar og uppbyggingar 100 þjónustu- og öryggisíbúða fyrir aldraða við Sléttuveg. Við fyrirhugaðar framkvæmdir hefur verið horft til byggingar hjúkrunarheimilis samhliða en það verður að teljast forsenda fyrir því að fyrirhuguð uppbygging á Sléttuvegi nýtist til fulls. Hrafnista er nú tilbúin til að ráðast í byggingu á 88 rýma hjúkrunarheimili. Borgarráð telur ekki forsendu fyrir uppbyggingu þjónustumiðstöðvar við Sléttuveg ef ekki næst samningur við velferðarráðuneytið um uppbyggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg samhliða. Uppbygging á öflugri þjónustu við aldraða við Sléttuveg er því í uppnámi.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mjög brýnt er að fjölga hjúkrunarrýmum í Reykjavík vegna uppsafnaðrar þarfar og frekari fjölgunar aldraðra á næstu árum. Á dögum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna sýndi meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins þessum málaflokki lítinn sem engan áhuga þar til fjórum dögum fyrir Alþingiskosningar í apríl sl. Var þá rokið til og undirrituð viljayfirlýsing um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Reykjavík þar sem fram kom vilji þessara aðila til þess að reisa 88 hjúkrunarrými við Sléttuveg. Þegar viljayfirlýsingin var undirrituð lágu engar áætlanir fyrir um fjármögnun framkvæmdanna en stofnkostnaður heimilis af þessari stærð nemur um 2,5 milljörðum króna. Ekkert lá heldur fyrir um fjármögnun rekstrarkostnaðar heimilisins sem myndi nema um 750 milljónum króna á ári. Árið 2009 tók ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvörðun um að leita samninga við níu sveitarfélög um uppbyggingu hjúkrunarheimila á landsvísu samkvæmt svokallaðri leiguleið. Áform um uppbyggingu við Sléttuveg var hvergi að finna í þessari áætlanagerð. Það lýsir miklu ábyrgðarleysi að umrædd yfirlýsing var undirrituð án þess að nokkur áætlun lægi fyrir um fjármögnun viðkomandi framkvæmda. Aðgerðaleysi vinstrimanna í búsetumálum aldraðra í Reykjavík 2009-2013 jók mjög á uppsafnaðan vanda í málaflokknum og við því ber að bregðast með því að leita leiða til að fjölga hjúkrunarrýmum í borginni í góðu samstarfi við nýja ríkisstjórn.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er vandræðalegt að sjálfstæðismenn í borgarráði hlaupi nú í vörn fyrir metnaðarleysi heilbrigðisráðherra sama flokks í málefnum hjúkrunarheimila og aldraðra í stað þess að taka sér stöðu með borgarbúum og öldruðum sem hafa ásamt Reykjavíkurborg og Hrafnistu sótt það fast að hjúkrunarrými rísi við Sléttuveg, sbr. samþykktir borgarráðs þess efnis frá 2012 og 2013. Sjálfstæðismenn í borgarráði tóku reyndar undir þær samþykktir og samþykktu viljayfirlýsinguna sem gerð var við velferðarráðuneytið sl í vor án þess að gera við hana athugasemdir. Það er ljóst að einhvers konar flokkapólitík er þeim efst í huga í málefnum aldraðra frekar en brýn og nauðsynleg uppbygging í málaflokknum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Skýrt kemur fram í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að leita beri leiða til að fjölga hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Æskilegt er að hjúkrunarheimili rísi við Sléttuveg en mikilvægt er að sú framkvæmd verði fjármögnuð í góðu samstarfi við nýja ríkisstjórn.
17. Lagt fram bréf stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. til heilbrigðisráðsherra, dags. 21. október 2013, um verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu, ásamt fylgigögnum. R09090169
Jón Viðar Matthíasson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks ásamt greinargerð, dags. 4. apríl 2013, um að skipaður verði átakshópur til að bregðast við neikvæðri íbúaþróun í Reykjavík. Einnig lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. september 2013. R13040012
Samþykkt að vísa tillögunni frá.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fyrir liggur að grannsveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið stærri hlutdeild í íbúafjölgun á síðustu árum en Reykjavík. Til þess liggja án vafa margar ástæður, s.s. framboð af mun ódýrara húsnæði en boðist hefur í borginni. Þrátt fyrir þetta getur Reykjavík vel við unað hvað varðar íbúafjölda og aldurssamsetningu íbúa. Rúmlega fjórðungur íbúa er undir tvítugsaldri, tæplega 70#PR eru undir fimmtugsaldri og ríflega 90#PR undir sjötugsaldri. Þessi aldurssamsetning myndi þykja eftirsóknarverð í flestum borgum Evrópu og Norður -Ameríku. Í samanburði við grannsveitarfélögin er hlutfall fólks í borginni á vinnufærum aldri, 18-66 ára, á þessu ári 67#PR af íbúum og hlutfall íbúa 18-45 ára er 43#PR en þessi hlutföll eru 63#PR og 38#PR í grannbyggðunum. Þá fjölgar nú barnafjölskyldum í borginni og hafið er nettóinnstreymi íbúa til borgarinnar. Sóknartækifæri borgarinnar eru mikil. Í skipulagsmálum er unnið markvisst að því að nýta tækifærin sem þétting byggðar felur í sér. Vaxandi samgöngukostnaður og ódýr og góð þjónusta borgarinnar laða til sín stöðugt fleira fólk. Í könnun Capacent frá desember 2011 kemur vel fram mikill áhugi á íbúðarhúsnæði í borginni, einkum miðlægt staðsettum leiguíbúðum. Til að bregðast við þessum aðstæðum er nú verið að leggja fram tillögur um nýja húsnæðisstefnu. En mikil vinna var einnig lögð í að greina sóknarfærin við undirbúning á atvinnustefnunni og þar var sett fram framtíðarsýn fyrir hin margþættu hlutverk höfuðborgarinnar í atvinnu- og menningarlegu tilliti.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðsluna og leggja fram svohljóðandi bókun:
Íbúafjölgun í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu var í jafnvægi á árunum 1981 til 2000. Eftir það verður íbúafjölgun neikvæð í borginni í þessum samanburði og íbúum fjölgar mun hraðar í nágrannasveitarfélögum heldur en í borginni. Auk þess hefur fólksfjölgun í borginni verið undir landsmeðaltali. Rík ástæða er til að bregðast við og tryggja eðlilegan vöxt borgarinnar. Nýtt aðalskipulag mun ekki svara þörfum ungra fjölskyldna og mun ýta undir frekari dreifingu byggða á höfuðborgarsvæðinu, þvert á yfirlýstan tilgang skipulagsins um þéttingu byggðar. Aðalskipulag Reykjavíkur mun vísa uppbygginu til ársins 2030 inn á þéttingarreiti í eldri byggð en könnun um búsetuóskir sem gerð var á þessu ári sýnir að lítill áhugi eða 4#PR er á því að búa á þéttingarreitum í miðborginni.
Flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að endurskoða sínar aðalskipulagsáætlanir og stefna að vexti með því að bjóða ný svæði til uppbyggingar fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Nýtt svæðisskipulag sem nú er í vinnslu mun gera lítið annað en að staðfesta þær aðalskipulagsáætlanir. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að gert verði átak til þess að snúa við neikvæðri íbúaþróun en fyrir því er ekki áhugi hjá þeim flokkum sem mynda meirihluta í borgarstjórn.
19. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 16. október 2013, sbr. 4. dagskrárlið fundargerðar borgarstjórnar frá 15. október sl., þar sem lagt er til að óskað verði eftir viðræðum við ríkið um framtíð Sundabrautar og/eða Sundagangna.
R13100350
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
20. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir gegn veggjakroti í borginni, dags. 17. október 2013. R09090152
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.
21. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 20. ágúst 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um fjölda barna sem neitað hefur verið um þátttöku í sumarfrístund, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní 2013. R11090110
22. Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 23. október 2013, varðandi greiðsluskilmála gatnagerðagjalda vegna nýbyggingar á eignarlóðinni Bauganes 31a. Jafnframt lagt fram bréf eigenda, dags. 21. október 2013, með fylgigögnum. R13100334
Erindinu hafnað með vísan til umsagnar borgarlögmanns.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
23. Kynnt dagskrá kynningarfundar fyrir þingmenn Reykjavíkurkjördæma norður og suður sem haldinn verður 24. október í Ráðhúsinu. R13100401
24. Lagt fram að nýju bréf stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar um áfangaskil hópsins, dags. 14. október 2013, ásamt séráliti fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og skýrslu vinnuhóps um stefnumótun húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar 2020, dags. 30. september 2011. R13010108
25. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um uppbyggingaráætlun um eflingu leigumarkaðar, ásamt fylgigögnum. R13010108
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur.
26. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um ný húsnæðissamvinnufélög. R13010108
Samþykkt.
Jafnframt er samþykkt að óska eftir tilnefningum frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, fjármálaskrifstofu og velferðarsviði í starfshóp vegna verkefnisins. Hópurinn starfar á ábyrgð og undir verkstjórn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.
27. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um hönnun íbúða - Ný Reykjavíkuríbúð 21. aldarinnar, ásamt fylgigögnum. R13010108
Samþykkt.
Samþykkt að skipa Pál Hjalta Hjaltason formann verkefnisstjórnar og að óska eftir tilnefningum frá Hönnunarmiðstöð og Samtökum iðnaðarins.
Borgarráð felur verkefnisstjórninni jafnframt að hafa virkt samráð við fagfélög og stéttarfélög á þessu sviði, auk fagaðila sem eru að vinna að skyldum verkefnum. Borgarráð óskar eftir því að fjárhags- og framkvæmdaáætlun verkefnisins verði lögð fram í borgarráði.
28. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um nýju Reykjavíkurhúsin – samstarf um uppbyggingu leiguhúsnæðis, ásamt fylgigögnum. R13010108
Vísað til umsagnar hjá stjórn Félagsbústaða, velferðarráði, fjármálaskrifstofu og borgarlögmanni.
29. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um eigendastefnu fyrir Félagsbústaði hf., ásamt fylgigögnum. R13010108
Vísað til umsagnar hjá stjórn Félagsbústaða, velferðarráði, fjármálaskrifstofu og borgarlögmanni. Borgarráð felur jafnframt stjórn Félagsbústaða að kynna tillögu að eigendastefnu fyrir leigjendum fyrirtækisins og bjóða þeim að koma athugasemdum sínum á framfæri.
30. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um átak í byggingu leigu- og búseturéttaríbúða – lóðaúthlutanir. Uppbygging stúdentaíbúða – Félagsstofnun stúdenta (FS). R13010108
Samþykkt.
31. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um átak í byggingu leigu- og búseturéttaríbúða – lóðaúthlutanir. Uppbygging stúdentaíbúða – Háskólinn í Reykjavík. R13010108
Samþykkt.
32. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um átak í byggingu leigu- og búseturéttaríbúða – lóðaúthlutanir. Uppbygging stúdentaíbúða – Byggingarfélag námsmanna. R13010108
Samþykkt.
33. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um átak í byggingu leigu- og búseturéttaríbúða – lóðaúthlutanir. Uppbygging í þágu aldraðra. Félag eldri borgara. R13010108
Samþykkt.
34. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um átak í byggingu leigu- og búseturéttaríbúða – lóðaúthlutanir. Uppbygging í þágu aldraðra. Samtök aldraðra (SA). R13010108
Samþykkt.
35. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um átak í byggingu leigu- og búseturéttaríbúða - lóðaúthlutanir. Uppbygging í þágu aldraðra. Búmenn. R13010108
Samþykkt.
36. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um uppbyggingu hjúkrunarrýma –Hrafnista, hjúkrunarheimili við Sléttuveg. R13010108
Samþykkt.
37. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um lóðir fyrir búseturéttaríbúðir – Búseti. R13010108
Samþykkt.
38. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um lóðir fyrir búseturéttaríbúðir – Grund. R13010108
Samþykkt.
39. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um íbúðir og búsetauppbyggingu fyrir fatlaða. R13010108
Samþykkt.
40. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um almenn leigufélög til langs tíma – nýir samstarfsmöguleikar og úthlutunarskilmálar. R13010108
Samþykkt.
Vísað til meðferðar hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.
41. Lögð fram að nýju tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um ábendingar um rekstrarumhverfi leigufélaga, ásamt fylgigögnum. R13010108
Samþykkt.
42. Fram fer kynning á málefnum Björgunar ehf. vegna starfsleyfis að Sævarhöfða 33.
Haraldur Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Ólöf Vilbergsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13100342
43. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. október 2013, með tillögu að eigendasamkomulagi aðildarsveitarfélaga Sorpu bs. um framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar úrgangs. R11040019
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
44. Fram fer umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014. Kynntar eru fjárhagsáætlanir Sorpu, skóla- og frístundasviðs, velferðarsviðs, umhverfis- og skipulagsviðs og á fjárfestingaáætlun skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. R13010213
Björn Halldórsson, Ragnar Þorsteinsson, Kristján Gunnarsson, Björk Vilhelmsdóttir, Stella K. Víðisdóttir, Hjálmar Sveinsson, Hreinn Ólafsson, Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson og Guðlaug S. Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12.55 víkur Sóley Tómasdóttir af fundinum.
- Kl. 13.17 víkur borgarstjóri af fundinum.
45. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð samþykkir að beina því til stjórnar Sorpu að endurvinnslustöð verði opnuð í Grafarvogi að nýju. Meðal annars verði skoðað hvort unnt sé að opna slíka stöð í tengslum við móttöku- og flokkunarstöðina í Gufunesi. R13100427
Frestað.
Fundi slitið kl. 13.15
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir