Borgarráð - Fundur nr. 5286

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, fimmtudaginn 17. október, var haldinn 5286. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Karl Sigurðsson, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hallur Símonarson, Hrólfur Jónsson og Ebba Schram.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 8. október 2013. R13010008

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 12. september 2013. R13010009

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 10. október 2013. R13010016

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 10. október 2013. R13010018

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 10. október 2013. R13010019

6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 11. október 2013. R13010020

7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. október 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R13090117

9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 11 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13100014

10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R13010039
Samþykkt að veita Íbúasamtökum Kjalarness styrk að fjárhæð kr. 350.000 vegna útgáfu hverfisblaðs Kjalnesinga.
Öðrum styrkbeiðnum er hafnað.

- Kl. 9.16 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

11. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna, dags. 11. júlí 2013, um að Orkuveita Reykjavíkur opinberi tilboð og samning vegna sölu á skuldabréfi Magma Energy Sweden. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15. október 2013. R13060112
Hildigunnur Thorsteinsson og Hálfdan Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að vísa tillögunni frá með vísan til umsagnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðsluna.

12. Lagt fram að nýju bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 30. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir staðfestingu eigenda á samþykkt stjórnar vegna fyrirhugaðrar tengingar Hellisheiðarvirkjunar við borholur í Hverahlíð, ásamt umsögn fjármálastjóra, dags. 15. október 2013. R13090004
Hildigunnur Thorsteinsson og Hálfdan Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði á móti og leggur fram svohljóðandi bókun:
Tenging borholanna í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun er skammtímalausn sem tekur ekki á hinum raunverulega vanda sem alltof miklar væntingar til afkastagetu á svæðinu hafa skapað. Tenging þessara háhitavirkjana getur hljómað freistandi miðað við gefnar forsendur og til skamms tíma. Hún er þó alls ekki áhættulaus og miklar líkur á að hún fresti aðeins vandanum sem mun halda áfram að vaxa. Lausnin er auk þess sett fram án þess að kannaðir hafi verið kostir þess að endursemja um verð eða gera tilraun til að fá önnur orkufyrirtæki til að yfirtaka einhvern hluta samninganna sem Orkuveitan hefur ekki getað staðið við. Um orkuöflun á svæðinu ríkir mikil óvissa, það er engan veginn víst að þaðan fáist þau 45 MW sem nú er gert ráð fyrir. Ljóst er að OR mun þurfa að fara í frekari tilraunir, boranir og tengingar til að halda afkastagetunni uppi með tilheyrandi kostnaði og raski. Tillagan felur sumsé í sér áframhaldandi áhættusækni og ágenga nýtingu jarðhitakerfisins í anda úr sér genginnar stóriðjustefnu og einnig frekari tilraunir á kostnað umhverfis, almennings og komandi kynslóða. Raunafkastageta Hellisheiðarvirkjunar er ekki og verður aldrei 303 MW til lengri tíma. Neiti meirihlutinn að horfast í augu við það mun svæðið verða þurrausið innan örfárra áratuga. Þá fyrst verða góð ráð dýr og ósanngjarnt með öllu að sá kostnaður falli á afkomendur okkar. Það er löngu tímabært að snúa af braut stóriðjustefnunnar og fara að nýta jarðvarmann af varúð og skynsemi í þágu almennings. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði gegn tillögunni og lýsir yfir vonbrigðum með afgreiðslu meirihluta Besta flokks og Samfylkingar, flokka sem á tyllidögum hafa kennt sig við græna framtíð og sjálfbærni.

Málið fer til staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. október 2013, þar sem lagt er til að borgarráð staðfesti að gengið verði frá samningi um gatnagerð við Gömlu höfnina í Reykjavík. R12110164
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. október 2013, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að auglýsa eftir samstarfsaðilum um endurgerð hluta húsnæðis í Nauthólsvík. R13090001
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, dags. 14. október 2013, þar sem lagt er til að eignasjóði verði heimilað að framlengja núverandi leigusamning við Einherja, víkingafélag í Reykjavík, í bragga við Nauthólsvík 100. R13100328
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. október 2013, þar sem lagt til að borgarráð hafni forkaupsrétti sínum og samþykki framsal byggingarréttar á lóð að Nönnubrunni 1. R09040098
Samþykkt.

17. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 8. október 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um undirbúning fyrir minjasafn í Perlunni, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. september 2013. R12110049

18. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. október 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um afgreiðslu fyrirspurna og tillagna, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. september 2013. R13090101

19. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 16. október 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um utanlandsferðir starfsmanna og kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar árið 2012. R13070114

20. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 16. október 2013, við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um framvindu tillagna starfshóps um aukið lóðaframboð fyrir þjónustuíbúðir í þágu eldri borgara, sbr. 16. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 1. október sl. R13010108

21. Lagt fram minnisblað velferðarsviðs, dags. 16. október 2013, um nýtt húsnæði fyrir gistiskýli karla, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 19. september sl., ásamt drögum að kynningarbréfi. R13010187
Stella K. Víðisdóttir og Ellý A. Þorsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Nýtt og stærra húsnæði fyrir gistiskýli er löngu tímabært enda hafa aðstæður heimilislausra karla verið óásættanlegar um langt skeið. Nýja húsnæðið verður þó ekki tilbúið fyrr en með vorinu. Fram að því verður að finna bráðabirgðalausn á vandanum og brýnir borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna velferðarsvið í þeim efnum. Þá ítrekar borgarráðfulltrúinn þá skoðun sína að rekstur gistiskýlis eigi ekki að vera í höndum trúfélaga. Gistiskýli á nýjum stað ætti því að vera rekið af borginni en ekki Samhjálp.

- Kl. 10.00 tekur Ólöf Örvarsdóttir sæti á fundinum.

22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. október sl., um umsókn Faxaflóahafna varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðanna nr. 11-13 og 47 við Fiskislóð. R13070030
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. október sl., um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 28, 30 og 32 við Lindargötu. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. september 2013. R13070002
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

24. Lagt fram bréf stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar um áfangaskil hópsins, dags. 14. október 2013, ásamt séráliti fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og skýrslu vinnuhóps um stefnumótun húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar 2020, dags. 30. september 2011. R13010108
Áslaug Friðriksdóttir, Elín Sigurðardóttir og Auðun Freyr Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið og þeim liðum fundargerðarinnar sem fjalla um tillögur stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu.
Frestað.

25. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um uppbyggingaráætlun um eflingu leigumarkaðar, ásamt fylgigögnum. R13010108
Frestað.

26. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um ný húsnæðissamvinnufélög. R13010108
Frestað.

27. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um hönnun íbúða – Ný Reykjavíkuríbúð 21. aldarinnar, ásamt fylgigögnum. R13010108
Frestað.

28. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um nýju Reykjavíkurhúsin – samstarf um uppbyggingu leiguhúsnæðis, ásamt fylgigögnum. R13010108
Frestað.

29. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um eigendastefnu fyrir Félagsbústaði hf., ásamt fylgigögnum. R13010108
Frestað.

30. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um átak í byggingu leigu- og búseturéttaríbúða – lóðaúthlutanir. Uppbygging stúdentaíbúða – Félagsstofnun stúdenta (FS). R13010108
Frestað.

31. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um átak í byggingu leigu- og búseturéttaríbúða – lóðaúthlutanir. Uppbygging stúdentaíbúða – Háskólinn í Reykjavík. R13010108
Frestað.

32. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um átak í byggingu leigu- og búseturéttaríbúða – lóðaúthlutanir. Uppbygging stúdentaíbúða – Byggingarfélag námsmanna. R13010108
Frestað.

33. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um átak í byggingu leigu- og búseturéttaríbúða – lóðaúthlutanir. Uppbygging í þágu aldraðra. Félag eldri borgara. R13010108
Frestað.

34. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um átak í byggingu leigu- og búseturéttaríbúða – lóðaúthlutanir. Uppbygging í þágu aldraðra. Samtök aldraðra (SA). R13010108
Frestað.

35. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um átak í byggingu leigu- og búseturéttaríbúða – lóðaúthlutanir. Uppbygging í þágu aldraðra. Búmenn. R13010108
Frestað.

36. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um uppbyggingu hjúkrunarrýma – Hrafnista, hjúkrunarheimili við Sléttuveg. R13010108
Frestað.

37. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um lóðir fyrir búseturéttaríbúðir – Búseti. R13010108
Frestað.

38. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um lóðir fyrir búseturéttaríbúðir – Grund. R13010108
Frestað.

39. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um íbúðir og búsetauppbyggingu fyrir fatlaða. R13010108
Frestað.

40. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um almenn leigufélög til langs tíma – nýir samstarfsmöguleikar og úthlutunarskilmálar. R13010108
Frestað.

41. Lögð fram tillaga stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um ábendingar um rekstrarumhverfi leigufélaga, ásamt fylgigögnum. R13010108
Frestað.

42. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. október 2013:
Lagt er til að skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði falið að hefja viðræður við Faxaflóahafnir sf. um kaup á landi hafnarinnar við Elliðavog. Um er að ræða lóð Sementsverkmiðju ríkisins og lóð Björgunar. Jafnframt er skrifstofunni falið að taka upp viðræður við ríkið um yfirtöku á lóðarleigusamningi vegna lóðar Sementsverksmiðjunnar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt eru lagðir fram undirskriftalistar íbúa í Bryggjuhverfi, dags. 14. október 2013, um að fyrirtækið Björgun fari úr Bryggjuhverfi. R11060095
Samþykkt.

43. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að aðgerðir gegn veggjakroti í borginni verði hertar. Auk þess að má út eða mála yfir veggjakrot verði ekki síður lögð áhersla á forvarnarstarf. Þá verði unnið að því að láta krotvarga sæta ábyrgð vegna eignaspjalla. R09090152
Frestað.

44. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Deiliskipulag flugstjórnarmiðstöðvar hefur ekki verið lagt fyrir borgarráð. Framtíð miðstöðvarinnar virðist hafa verið sett í gíslingu af hálfu borgarinnar í viðræðum við ríkið um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Starfsemi miðstöðvarinnar hefur þó ekkert með Reykjavíkurflugvöll og staðsetningu hans að gera. Fyrst og fremst snýr starfsemi flugstjórnarmiðstöðvar að flugöryggi yfir Atlantshafi. Árleg heildarvelta þeirrar starfsemi sem fram fer í flugstjórnarmiðstöðinni eru um 4 milljarðar króna sem eru aðallega erlendar tekjur. Þar starfa um 100 manns. Gagnrýnt er að málið fái ekki eðlilega afgreiðslu og enn einu sinni óskað eftir að deiliskipulagið verði sett á dagskrá næsta fundar borgarráðs. R13100219

45. Borgarstjóri gerir grein fyrir því að Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi er fulltrúi Reykjavíkurborgar á ráðstefnu Unesco sem haldin er í Peking. R13010047

Fundi slitið kl. 12.05

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Karl Sigurðsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir