Borgarráð - Fundur nr. 5285

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 10. október, var haldinn 5285. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra: Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Hrólfur Jónsson og Kristbjörg Stephensen.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. október 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R13090117

3. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R13010039
Samþykkt að veita Brynju Pétursdóttur styrk að upphæð kr. 100.000 vegna danskeppninnar „Street Dans einvígið“ sem fram fer nú í október.
Styrkumsókn Skáksambands Íslands vegna Reykjavíkurskákmótsins 2014 er vísað til meðferðar hjá íþrótta- og tómstundaráði.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 2. október sl., varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Ánanaust. R13100217
Samþykkt.

5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. október sl. á umsögn skipulagsfulltrúa um erindi Landspítala, dags. 8. júlí 2013, varðandi lóðarafmörkun Grensásdeildar Landspítalans við Grensásveg 62. R13070108
Samþykkt.

6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 2. október sl., varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Suðurlandsbraut. R13100216
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 2. október sl., með samþykktum fyrir Grasagarð Reykjavíkur, dags. 19. september 2013. R13100218
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. október 2013, varðandi hugmynd af Betri Reykjavík um endurbætur á lóð Ölduselsskóla þar sem lagt er til að borgarráð vísi málefnum varðandi lóðina til athugunar í yfirstandandi heildarendurskoðun um úrbætur á skólalóðum. R12100093
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir þá ábendingu af vefgátt borgarinnar að lóð Ölduselsskóla verði tekin í gegn. Minnt er á að í ágúst sl. fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði tillögu um að undirbúningur verði hafinn við endurbætur á skólalóð Ölduselsskóla með það að markmiði að framkvæmdir geti farið fram á árinu 2014. Þá þarf sem fyrst að bæta aðkomu að skólanum fyrir bíla og fólksflutningabifreiðar í þágu umferðaröryggis barna.

9. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 3. október 2013, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs dags. 2. október sl., um að starfrækt verði safnfrístund í Laugardal frá næstu áramótum fyrir börn í 3. og 4. bekkjum í Laugarnesskóla og Langholtsskóla. R13100220
Samþykkt.
Soffía Pálsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lagt fram svar fjármálastjóra og skrifstofu borgarstjórnar við fyrirspurn Vinstri grænna varðandi launadreifingu, sbr.15. lið fundargerðar borgarráðs, dags. 22. ágúst 2013. R13070112

11. Lagt fram svar skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. október 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áform um að taka niður bryggju í Bryggjuhverfi, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. september 2013. R13090029

12. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. október 2013, við fyrirspurnum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. febrúar og 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. september 2013, um stöðu lóða og byggingaskilmála við Lambasel. R12080034

13. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. október 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um húsnæðismál Dalskóla, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. september 2013. R13090053

14. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 30. september 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um starfshóp um útfærslu og innleiðingu gagnagáttar um fjármál Reykjavíkurborgar, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. september 2013. R12090165

15. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 5. júní 2013, um tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um hagræðingu og sparnað, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 4. júní sl.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:
Lagt er til, að í stað þess að skipa sérstakan starfshóp um að leita tækifæra til hagræðingar og sparnaðar, fari borgarráð með það hlutverk við vinnu næstu fjárhagsáætlunar, í samræmi við tímaáætlun í fjárhagsáætlunarferli Reykjavíkurborgar. R13060021
Breytingartillagan samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarstjórn vísaði umræddri tillögu til borgarráðs 4. júní sl. eða fyrir rúmum fjórum mánuðum. Markmið tillögunnar var að metnaðarfull hagræðingarvinna færi fram í tengslum við yfirstandandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2014. Það, að tefja fyrst afgreiðslu tillögunnar og vísa henni síðan til gerðar fjárhagsáætlunar 2015, sýnir áhugaleysi meirihluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins á því verkefni að ná fram sparnaði og varanlegri hagræðingu í rekstri Reykjavíkurborgar.

16. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 29. ágúst 2013, um samþykkt stjórnar OR á verklagi um samskipti við eigendur um fjármálagerninga og þörf á staðfestingu eigenda á ákvörðunum stjórnar. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 23. september 2013, og umsögn borgarlögmanns, dags. 27. september 2013. R13090005
Samþykkt.

17. Lagt fram erindi Fálkans hf. þar sem óskað er eftir lóðaskiptum á Lambhagavegi 11 fyrir Lambhagaveg 13 og íbúðalóða, auk umsagnar borgarlögmanns, dags. 17. september 2013, um erindið þar sem lagt er til að borgarráð hafni erindinu. R12090087
Synja með vísan til umsagnar borgarlögmanns.

18. Lagður fram dómur hæstaréttar nr. 231/2013, dags. 3. október 2013, í máli Margrétar Ólafar Ívarsdóttur gegn Reykjavíkurborg. R12060127

19. Kynnt er tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps um að borgarráð samþykki tilboð í skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 19 1. R12100393
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

20. Lagt fram bréf stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 9. september 2013, varðandi lagfæringu á Heiðmerkurvegi. Jafnframt lögð fram umsögn samgönguskrifstofu um erindið, dags. 30. september 2013. R10020026
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Ólafur Bjarnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 8. október 2013, varðandi frumvarp að fjárlögum og áhrif á forsendur fjárhagsáætlunar 2014. R13010213

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 2. október 2013, um kosningu Áslaugar Friðriksdóttur sem varamanns í borgarráði í stað Gísla Marteins Baldurssonar, er fram fór á fundi borgarstjórnar 1. október sl. R13060074

23. Lögð fram viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar dags. í september 2013. R13100293
Helga Björg Ragnarsdóttir, Guðjón Örn Helgason og Anna María Pétursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

24. Lögð fram tillaga skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, dags. 3. október 2013, um breytingu á lóðaskilmálum við Lambasel.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12080034
Samþykkt.

25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð beinir því til skrifstofu framkvæmda og viðhalds að lýsing verði bætt á göngu- og hjólreiðastíg sem tengir Látrasel við stíg sem liggur á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Einnig þarf að ljúka við að tengja stíg sem liggur frá Lambaseli að umræddum stíg. Þá þarf að tengja göngustíg sem liggur á milli Geitastekks og Stekkjarbakka. R13100315
Tillögunni er vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði.

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð undirstrikar að leita beri leiða til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Með það að markmiði samþykkir borgarráð að kanna hagkvæmni þess að bjóða út rekstur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Skoðað verði rekstrarfyrirkomulag sambærilegra húsa erlendis og hvernig rekstri þeirra er háttað með tilliti til þessa. R13010037
Frestað.

Fundi slitið kl. 10.50

Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hjálmar Sveinsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Sóley Tómasdóttir