Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 3. október, var haldinn 5284. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn á Hilton hótel Nordica og hófst kl. 9.20. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Júlíus Vífill Ingvarsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 11. september 2013. R13020044
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 17. september 2013. R13010011
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 18. september 2013. R13010016
4. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13. og 23. september 2013. R13010034
5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. október 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13090003
- Kl. 9.30 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
7. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 2. október 2013, að heiðursborgara Reykjavíkur 2013. Trúnaður er um efni tillögunnar til 9. október nk. R13100077
Samþykkt.
8. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Samkvæmt eigendastefnu Strætó bs. er meginhlutverk félagsins að starfrækja almenningssamgangnaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu með samræmdu leiðakerfi og gjaldskrá. Meginstarfssvæði Strætó bs. er innan þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að byggðasamlaginu. Verkefni annarsstaðar eru skoðuð út frá hlutverki fyrirtækisins, arðsemi og áhættu og skulu staðfest af eigendum áður en í þau er ráðist. Strætó bs. hefur unnið að útboðum landshlutasamtaka sveitarfélaga og haft umsjón með þeim. Þetta eru samtök sveitarfélaga á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vesturlandi sem hafa boðið út einkaleyfi almenningssamgangna á sínum svæðum. Borgarráð felur borgarstjóra sem fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn SSH að leita eftir áliti stjórnar á því hvort stjórn Strætó bs starfi innan ramma eigendastefnunnar, hvort arðsemi og áhætta hafi verið metin og hlotið staðfestingu eigenda. Einnig er óskað eftir að álits verði leitað á því hvort aðkoma Strætó bs. að útboðunum, ráðgjöf og eftirfylgni geti skapað félaginu skaðabótaábyrgð eða skyldur, t.d. ef útboðin samrýmast ekki lögum um opinber útboð eða samkeppnislögum, en samkvæmt eigendastefnu skal Strætó bs. í allri starfsemi sinni gæta að samkeppnissjónarmiðum. Borgarráð felur borgarstjóra einnig að leita eftir upplýsingum um verkferla Strætó bs. sem tryggja að fjármunum félagsins sé einungis varið til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og að öllum öðrum verkefnum sé haldið skýrt aðgreindum. Borgarstjóri geri borgarráði grein fyrir þeim svörum og upplýsingum um leið og þær berast. R13100188
Frestað.
Fundi slitið kl. 9.35
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon