Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 26. september, var haldinn 5283. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hallur Símonarson og Ebba Schram.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 17. september 2013. R13010008
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 16. september 2013. R13010013
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 16. september 2013. R13010015
4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 20. september 2013. R13010020
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 12. september 2013. R13010032
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 20. september 2013. R13010029
7. Lögð fram fundargerð Sorpu bs. frá 23. september 2013. R13010030
8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. september 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R13090007
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. september 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. september, um umsögn um tillögu að aðalskipulagi Kópavogs. R13090071
Samþykkt.
- Kl. 9.09 tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman sæti á fundinum.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. september 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. september, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 19-23 við Fossaleyni. R13090115
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. september 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. september 2013, um breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt, ásamt fylgigögnum. R13030115
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni og leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarbúar eiga að geta treyst því að deiliskipulagsáætlanir haldi gildi sínu og að frá þeim verði ekki vikið í veigamiklum þáttum. Sérstaklega á það við í eldri hlutum borgarinnar enda byggjast fasteignakaup oft á tíðum á þeim gögnum sem aðgengileg eru borgarbúum um framtíðaruppbyggingu í samræmi við staðfest deiliskipulag. Lóðirnar að Ásholti 2-42 og Brautarholti 7 liggja saman og mynda eina byggingarheild. Íbúar í Ásholti 2–42 hafa mótmælt uppbyggingu á Brautarholti 7 enda er hún að mjög verulegu leyti í ósamræmi við gildandi deiliskipulag frá árinu 1987. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir því að á lóðinni Brautarholti 7 muni rísa 54 íbúðir ásamt atvinnuhúsnæði. Gert er ráð fyrir 86 bílastæðum. Nýtt deiliskipulag sem auglýst hefur verið gerir ráð fyrir því að á lóðinni verði 96 íbúðir en bílastæði verði aðeins 20. Hvergi hefur hlutfall bílastæða á íbúð við sambærilegar aðstæður verið jafn lágt en gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverjar fimm íbúðir. Gert er ráð fyrir því að á lóð númer 7 við Brautarholt rísi stúdentaíbúðir og þess vegna gert ráð fyrir færri bílum en í venjulegu íbúðahverfi en hér er gengið of langt. Auk þess verður að gera ráð fyrir svigrúmi komi til breytinga á nýtingu lóðarinnar í framtíðinni ekki síst vegna staðsetningar hennar og fyrirhugaðrar uppbyggingar á nærliggjandi reitum. Rétt hefði verið að taka tillit til mjög skýrra athugasemda sem bárust við deiliskipulagið.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarbúar eiga fyrst og fremst að geta treyst á skipulag sem stuðlar að lífvænlegri borg þar sem ólíkum samgönguháttum er gert jafn hátt undir höfði. Það er sannkallað fagnaðarefni að eigendur lóðarinnar telji sig aðeins þurfa 20 bílastæði, þannig er hægt að nýta borgarlandið og fjármuni í annað og þarfara en einkabílinn sem líður engan skort í Reykjavík í dag.
Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Málið fer til staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. september 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. september 2013, um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits 3. R10070062
Samþykkt.
14. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. september 2013, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi húsaleigusamning við Tjarnarskóla um fasteignina að Lækjargötu 14b. R12110121
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. september 2013, um fyrirhugaða kynningarfundi og sýningu um uppbyggingu í Reykjavík. R13090104
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. september 2013:
Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg gerist aðili að Samtökum vinaborga brúðuleikhúss, The International Association of the Puppet-friendly Cities.
Vísað er nánar til hjálagðs erindis framkvæmdastjóra Brúðuheima og verkefnisstjóra BIP hátíðar ásamt umsögn menningar- og ferðamálsviðs sem gerir m.a. grein fyrir því að þátttaka borgarinnar í þessu verkefni muni ekki hafa neinn aukakostnað í för með sér.
Jafnframt lögð fram umsögn menningar- og ferðamálasviðs, dags. 16. september 2013, um bréf framkvæmdastjóra Brúðuheima, dags. 31. maí 2013. R13060004
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. september 2013, ásamt drögum að samningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Reykjavíkurborg vegna Námsflokka Reykjavíkur. R13090116
Samþykkt.
18. Lagður fram dómur hæstaréttar í máli nr. 472/2013, Guðrún Birna Smáradóttir gegn Reykjavíkurborg. R13010210
19. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 24. september 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa VG vegna trúnaðarupplýsinga v. Magma Energy Sweden AB, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs, dags. 12. september 2013. R13060112
20. Lagt fram minnisblað skóla- og frístundasviðs varðandi stöðu vinnu starfshóps um endurskoðun innheimtureglna Reykjavíkurborgar er lýtur að þjónustu við börn, dags. 26. september 2013, vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um fjölda barna sem neitað hefur verið um þátttöku í sumarfrístund, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní 2013 og fyrirspurn um vinnu starfshóps um endurskoðun innheimtureglna, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. september 2013. Einnig eru lagðar fram tillögur starfshóps, dags. 12. mars 2013 og umsögn borgarlögmanns og fjármálastjóra, dags. 24. maí 2013. R11090110
21. Lagt fram svar innri endurskoðanda, dags. 24. september 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og ósk um úttekt innri endurskoðunar á afgreiðslu og málsmeðferð tillagna og fyrirspurna á vettvangi borgarstjórnar, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. september 2013. R13090136
22. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um gistiskýli fyrir heimilislausa karla, dags. 11. júlí 2013, ásamt tillögu frá 12. september 2013 um að fyrri tillaga verði afgreidd. Jafnframt lögð fram umsögn velferðarráðs, dags. 5. september 2013 og bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. september 2013. R13010187
Frestað.
23. Kynnt er efni mánaðarlegs rekstraruppgjörs A-hluta janúar-júlí 2013. R13010156
24. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 23. september 2013, um aðgerðir gegn kynbundnum launamun, ásamt greinargerð. R13080073
Vísað til borgarstjórnar.
25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Um árabil hafa vegaframkvæmdir í Reykjavík verið 1-5#PR af framkvæmdafé Vegagerðarinnar á landsvísu. Samningur ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá síðasta ári um að efla almenningssamgöngur næstu 10 árin felur í sér að vegaframkvæmdum á svæðinu verði frestað á sama tíma. Frestun samgöngumannvirkja í Reykjavík í heilan áratug mun hafa mikil og alvarlega áhrif á umferðaröryggi og neikvæð áhrif á þróun og vöxt borgarinnar. Borgarráð óskar eftir því við innanríkisráðherra að ofangreindur samningur verði tekinn til endurskoðunar með það að markmiði að setja ný samgöngumannvirki í Reykjavík á framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar. Borgarráð óskar eftir að viðræður geti hafist sem fyrst enda mikilvægt að breyta tillögu að aðalskipulagi í samræmi við niðurstöður viðræðna ríkis og borgar. Borgarráð vekur athygli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem jafnframt eru aðilar að samningnum, á stefnu ráðsins og býður sveitarfélögum að taka þátt í viðræðum um endurskoðun hans. R13090162
Frestað.
26. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Reykjavíkurborg keypti Perluna af Orkuveitunni í marsmánuði á þessu ári fyrir 950 milljónir króna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn kaupunum. Viljayfirlýsing ríkis og borgar um leigu húsnæðisins undir minjasafn var gerð samhliða. Reykjavíkurborg skuldbatt sig gagnvart ríkinu til þess að breyta húsnæðinu og var áætlaður kostnaður vegna þess 100 milljónir. Leigusamningurinn er háður samþykki Alþingis en nú er ljóst að mikil óvissa ríkir um það hvort Alþingi samþykki framlög vegna hans og annan kostnað sem fylgir uppsetningu og rekstri náttúruminjasafns. Hefur borgarstjóri stöðvað undirbúning og framkvæmdir við húsið sem miða að því að þar verði minjasafn til húsa? Hefur borgarstjóri leitað upplýsinga hjá ríkisstjórn um vilja hennar í þessum efnum? R12110049
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð beinir því til skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að sem fyrst verði ráðin bót á húsnæðisaðstöðu leikskólans Jörfa við Hæðargarð. Ein deild leikskólans, Sel, er til húsa í færanlegri kennslustofu á bílastæði skólans en utan sjálfrar leikskólalóðarinnar sem hefur margvísleg óþægindi í för með sér. Stofan, sem var sett upp við leikskólann árið 1997 og átti að vera til bráðabirgða í eitt ár, er að mörgu leyti úr sér gengin og hentar ekki fyrir leikskólastarfsemi. Mikil þrengsli eru í stofunni, skiptiaðstaða er óviðunandi, starfsmannasalerni ekki fyrir hendi, óljóst er hvort brunaútgangur fullnægi gildandi kröfum o.s.frv. Meðal annars verði skoðað hvort unnt sé að fá hentugri stofu fyrir umrædda deild sem fullnægi öllum kröfum um leikskólastarfsemi. R13090163
Frestað.
28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð beinir því til skrifstofu framkvæmda og viðhalds að þyrnirósarunnar verði sem fyrst fjarlægðir af lóð leikskólans Álftaborgar við Safamýri enda hafa þeir ítrekað valdið meiðslum á börnum. Þá verði athugað hvort unnt sé að bæta aðstæður á umræddri lóð fyrir yngstu börnin í leikskólanum. R13090164
Frestað.
29. Fram fer kynning á jafnlaunakerfi samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85.
Hildur Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13080073
Fundi slitið kl. 10.50
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir