Borgarráð - Fundur nr. 5280

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, fimmtudaginn 5. september, var haldinn 5280. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björn Gíslason, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson og Elsa Hrafnhildur Yeoman.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hallur Símonarson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen og Ólöf Örvarsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 16. maí 2013, þar sem lagt er til að Skógræktarfélag Reykjavíkur taki til umsjónar skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. ágúst 2013, með umsögn umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. ágúst 2013. R13050147
Umsögn umhverfis- og skipulagsráðs samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur séð um mikilvæg skógræktarsvæði borgarinnar um langt árabil með miklum sóma. Ósk þeirra um að taka að sér fleiri svæði í borgarlandinu ætti að taka fagnandi og hefja viðræður við fulltrúa þeirra um útfærslur þess háttar fyrirkomulags ef til kæmi. Auðvelt er að sjá fyrir sér hagræði fyrir borgina og hugmyndaauðgi í nýtingu og umhirðu skóga, eins og Skógræktin hefur sýnt í Heiðmörk. Í staðinn hafnar meirihlutinn slíku samstarfi.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Áréttað er að í umsögn umhverfis- og skipulagsráðs er lögð áhersla á gott samstarf við Skógræktarfélag Reykjavíkur við umhirðu skógræktarsvæðanna í Reykjavík og vilja til að ræða samstarf um einstök verkefni á sviði skógræktar, svo sem grisjun eða trjáplöntun á nýjum svæðum þar sem ákveðið verður að planta skógi, eins og segir í umsögninni.

Málið fer til staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

- Kl. 9.07 taka Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum.

2. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 26. og 30. ágúst 2013. R13020044

3. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 21. maí, 25. júní og 27. ágúst 2013. R13010008

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 29. ágúst 2013. R13010010

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 26. ágúst 2013. R13010017

6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 25. janúar, 1. og 8. mars, 3. apríl, 10. maí, 21. júní og 9. og 14. ágúst 2013. R13010034

7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. september 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R13090007

9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13080002

10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. Jafnframt lögð fram umsögn borgarritara, dags. 2. septemer 2013, um styrkumsókn Regnbogabarna, dags. 24. júní 2013. R13010039
Samþykkt með vísan til umsagnar borgarritara að veita Regnbogabörnum styrk að fjárhæð 1. m.kr. vegna verkefnisins Fyrirlestrar.is
Öðrum umsóknum er frestað.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. sept. 2013, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning vegna Köllunarklettsvegar 4. R13080025
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. ágúst 2013, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 17 við Urðarbrunn. R13070079
Samþykkt.

13. Lögð fram hugmynd, tekin af samráðsvefnum Betri Reykjavík 31. janúar 2013, um að starfsfólk borgarinnar verði hvatt til að nýta strætó á vinnutíma. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. september 2013. R13020042
Samþykkt með vísan til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

14. Lögð fram hugmynd, tekin af samráðsvefnum Betri Reykjavík 1. júlí 2013, um opinn hugbúnað til að fólk geti tilkynnt í símanum um hluti sem þarf að laga í borginni. Jafnframt lögð fram umsögn vefteymis, dags. 30. ágúst 2013. R13070146
Samþykkt með vísan til umsagnar vefteymis og vísað til útfærslu við vinnslu fjárhagsáætlunar.

15. Lögð fram hugmynd, tekin af samráðsvefnum Betri Reykjavík 31. júlí 2013, um að borgarfulltrúar heimsæki starfsstaði innan borgarinnar. R13080093
Samþykkt.
Vísað til útfærslu hjá skrifstofu borgarstjórnar.

16. Lögð fram hugmynd, tekin af vefnum Betri Reykjavík 31. ágúst 2012, um að nota 1#PR af tekjum Reykjavíkur til verkefna af Betri Reykjavík.
Jafnframt lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 31. ágúst 2013. R12090021
Tilagan er felld með vísan til umsagnar fjármálaskrifstofu.

17. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 2. september 2013, um forsendur fjárhagsáætlunar 2014 og fimm ára áætlunar 2014-2018. R13010213

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps dags. 4. september 2013:
Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að fjárhæð 510 m.kr. að nafnvirði, á ávöxtunarkröfunni 1,80#PR, í skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 19 1. R12100393
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

19. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 3. september 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna sem lögð var fram á fundi borgarráðs 13. júní sl. um vinnu við að eyða kynbundnum launamun.
R10090203

20. Kynnt skýrsla aðgerðahóps Reykjavíkurborgar um kynbundinn launamun. Einnig er lögð fram skýrsla félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, dags. í júlí 2013, með samantekt um kannanir Reykjavíkurborgar 1995-2012 á kynbundnum launamun.
R13080073
Berglind Ólafsdóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir, Hörður Hilmarsson, Anna Kristinsdóttir og Anna María Pétursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 10.04 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum og Björn Gíslason víkur úr sæti.

21. Lagt fram bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 30. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir staðfestingu eigenda á samþykkt stjórnar vegna fyrirhugaðrar tengingar Hellisheiðarvirkjunar við borholur í Hverahlíð. R13090004
Frestað.
Bjarni Bjarnason, Hildigunnur Thorsteinsson og Páll Erland taka sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 2. september 2013, um viðaukasamning við samning Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar um Fráveitu Reykjavíkur, dags.15. desember 2005. R12110124
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. ágúst 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 28. ágúst 2013, um breytingu á deiliskipulagi hluta Frakkastígsreits, reit 1.172.1 sem afmarkast af Frakkastíg, Laugavegi og Hverfisgötu.
R13060008
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. ágúst 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 28. ágúst 2013, um auglýsingu á breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.3, Laugavegs- og Skólavörðustígsreits. R13080099
Samþykkt.

25. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. ágúst 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. ágúst 2013, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.4. vegna lóðar nr. 103 við Hverfisgötu. R13080098
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins og vísar til bókunar sinnar í umhverfis- og skipulagsráði.

26. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. ágúst 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. ágúst 2013, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 59 og 61 við Hverfisgötu og 6b við Frakkastíg.
R13050128
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins og vísar til bókunar sinnar í umhverfis- og skipulagsráði.

27. Fram fer kynning á starfi umboðsmanns borgarbúa. R13080072
Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

28. Fram fer kynning hverfisstjóra Breiðholts á tilraunaverkefni um hækkun menntastigs í Breiðholti. Jafnframt lögð fram greinargerð um verkefnið, dags. 26. ágúst 2013. R13090014
Óskar Dýrmundur Ólafsson og Lára Sigríður Baldursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

29. Kynnt er dagskrá á alþjóðlegum fundi, The Ice Circle, sem haldinn verður í Reykjavík dagana 9.-10. september nk. og fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á vatn og jökla.
R13060031

30. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar margframlagðar fyrirspurnir sem viðkoma gjaldheimtu fyrir þjónustu við börn. Í ágúst 2012 var samþykkt að hefja endurskoðun á þeim hluta innheimtureglna borgarinnar sem lúta að þjónustu við börn með það að markmiði að koma í veg fyrir að efnahagur eða forgangsröðun foreldra bitni á börnum. Samkvæmt fundargerðum lítur út fyrir að tillögur þess efnis hafi legið fyrir í byrjun júní á þessu ári, þó aðeins hafi verið lögð fram umsögn borgarlögmanns og fjármálastjóra en ekki tillagan sjálf. Síðan hefur ekkert gerst og engin svör fengist við fyrirspurnum um fjölda barna sem vísað hefur verið frá. Borgarráðsfulltrúinn óskar eftir því að tillögurnar, ásamt umsögninni, verði lagðar fram strax á næsta fundi borgarráðs, auk svara við löngu framkominni spurningu. Þess utan er óskað eftir upplýsingum um hvort einhverjum börnum hafi verið neitað um þátttöku í starfi frístundaheimila borgarinnar í haust og hvort einhverjum börnum hafi verið vikið úr leikskólum undanfarið ár. R11090110

31. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Ábendingar hafa borist um að árið 2011 hafi leiktækjum á opnum leiksvæðum í Hamrahverfi verið fækkað verulega án nokkurs samráðs við íbúa hverfisins. Á sama tíma hafi mjög verið dregið úr umhirðu þessara svæða og séu þau nú komin í órækt og eyðileg umhorfs. Átt er við leiksvæðin milli Krosshamra og Hesthamra, Gerðhamra og Hesthamra, Dverghamra og Gerðhamra, Stakkhamra og Salthamra og við Leiðhamra. Óskað er eftir upplýsingum um ásigkomulag leiksvæðanna og með hvaða hætti ákvörðun hafi verið tekin á sínum tíma um niðurrif tækjanna og að draga úr umhirðu leiksvæðanna. Einnig hvort til standi að koma umræddum leiksvæðum í fyrra horf eða a.m.k. einhverjum þeirra. R13090028

32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að fyrirætlanir séu uppi um að loka bryggjunni í Bryggjuhverfi og fjarlægja hana. Óskað er eftir upplýsingum um málið og skýringum á því af hverju aðsiglingarsvæði bryggjunnar hefur ekki verið dýpkað með reglubundnum hætti, sem er forsenda fyrir rekstri hennar. Jafnframt er óskað eftir því að ekki verði hróflað við bryggjunni á meðan borgarráð hefur ekki fjallað um málið. R13090029

Fundi slitið kl. 12.42

Dagur B. Eggertsson

Björk Vilhelmsdóttir Einar Örn Benediktsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Sóley Tómasdóttir