Borgarráð - Fundur nr. 5276

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, fimmtudaginn 11. júlí, var haldinn 5276. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru: Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Þorleifur Gunnlaugsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Anna Margrét Jóhannesdóttir og Ólöf Örvarsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 5. júlí 2013. R13010020

2. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 28. júní 2013. R13010025

3. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. júlí 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1. júlí 2013. R13010033

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R13060126

6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 6 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13070001

7. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R13010039
Samþykkt að veita eftirtalda styrki:
Borgarkórinn, kr. 750.000.-
Golfklúbbur borgarstarfsmanna, kr. 250.000.-
Umsókn Frjálsíþróttasambands Íslands er vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs.
Umsókn Brettafélags Reykjavíkur/Skógarræktarfélags Reykjavíkur er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

8. Lagt fram svar staðgengils borgarstjóra, dags. 9. júlí 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fyrirkomulag brunavarna í timburhúsum í eigu Reykjavíkurborgar, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. maí 2013. R13050177

- Kl. 9.10 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júlí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. júlí sl. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðanna nr. 11-13 og 47 við Fiskislóð, ásamt fylgigögnum. R13070030
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, dags. 10. júlí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. júlí sl., um tillögu ráðsins, dags. 8. júlí 2013, um að falla frá stokkalausn á Mýrargötu í aðalskipulagi 2001-2024, ásamt fylgigögnum. R13020146
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. júlí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. júlí sl., á auglýsingu á deiliskipulagi Vesturbugtar sem afmarkast af Ánanaustum í vestri og Slippnum í austri samkvæmt uppdráttum ALARK arkitekta ehf., dags. 8. júlí 2013, ásamt fylgigögnum. R12070091
Samþykkt.

- Kl. 9.20 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. júlí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. júlí sl. um breytingu á deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðarinnar nr. 44 við Grandaveg, ásamt fylgigögnum. R13070094
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júlí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. júlí sl. á breytingu á deiliskipulagi Þróttarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 11 við Holtaveg, ásamt fylgigögnum. R13040058
Frestað.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. júlí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. júlí 2013, á auglýsingu á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 3. júlí 2013, um breytingu á deiliskipulagi Jafnasels vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Jafnasel, ásamt fylgigögnum. R13070039
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júlí 2013, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til umhverfis- og skipulagssviðs um að hefja hönnun vegna endanlegs frágangs á Lambhagavegi – húsagötu í samræmi við samþykkt deiliskipulag. R13070041
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. júlí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. júlí sl. á auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Njálsgötureits 3. R10070062
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. júlí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. júlí sl. á auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Nýlendureits, ásamt fylgigögnum. R13070096
Samþykkt.
Elsa Hrafnhildur Yeoman og Ólöf Örvarsdóttir víkja af fundinum við afgreiðslu málsins.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júlí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. júlí sl. á auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, ásamt fylgigögnum. R13070031
Frestað.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júlí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. júlí sl. á umsögn verkefnisstjóra svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, dags. 1. júlí 2013, ásamt fylgigögnum. R13060030
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra SSH, dags. 1. júlí 2013, með hjálagðri fjárhagsáætlun vegna vinnu við gerð nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins á árinu 2014. R13010213
Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2014.

21. Lagðar fram umsagnir fagráða Reykjavíkurborgar, Faxaflóahafna, Orkuveitu Reykjavíkur, Sorpu bs. og Strætó bs. um tillögu starfshóps að umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar. R10090140
Vísað til meðferðar starfshóps um umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar.

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. júlí 2013, þar sem lagt er til að borgarráð falli frá forleigu- og forkaupsrétti Reykjavíkurborgar á fasteignunum nr. 24-30 við Álftamýri. R13070033
Samþykkt.

23. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. júlí 2013, varðandi heimild um gerð leigusamnings við Íslenska ættleiðingu á húseigninni Bjarkarhlíð við Bústaðaveg, ásamt fylgigögnum. R13060127

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að málið verði sent til umsagnar hverfisráðs Háaleitis og Bústaða.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:
Lagt er til að málið verði sent til kynningar í hverfisráði Háaleitis og Bústaða.
Breytingartillagan er samþykkt með fimm atkvæðum.
Kjartan Magnússon og Þorleifur Gunnlaugsson sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Tillagan er borin upp svo breytt og samþykkt samhljóða.

Samþykkt með fimm atkvæðum.
Kjartan Magnússon og Þorleifur Gunnlaugsson sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Kjartan Magnússon, óskar eftir því að kostnaðaráætlun verkefnisins verði lögð fram á næsta fundi borgarráðs.

24. Lagt fram bréf safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, dags. 9. júlí 2013, með tillögum Söru Riel og Theresu Himmler um veggmyndir í Efra-Breiðholti. Greinargerð fylgir tillögunum. Jafnframt lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júlí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. júlí sl. á umsögn skipulagsfulltrúa varðandi erindi menningar- og ferðamálaráðs, dags. 18. júní 2013, og safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, dags. 4. júní 2013. R13020013
Samþykkt.
Hafþór Yngvason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. júlí 2013, með tillögu um samstarfssamning milli Reykjavíkurborgar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMÍ) og Fjölbrautaskólans í Breiðholti (FB) um stofnsetningu og starfrækslu smiðju, Fab Lab, í Eddufelli 2 í Breiðholti. Greinargerð fylgir tillögunni. R13010190
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. júlí 2013, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki samkomulag sem felur í sér áfangaskiptingu á greiðslu gatnagerðargjalda fyrir byggingu Höfðahótels sem eru áætluð kr. 314.000.000. Jafnframt lögð fram drög að samkomulagi, dags. í júlí 2013. R13070036
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. júlí 2013, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki aðilaskipti lóðarinnar á Lautarvegi 2, Reykjavík. R13070034
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 9. júlí 2013, með svari við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 13. júní sl. um eignir í miðborginni. R13060057

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. júlí 2013, vegna umsagnar vinnuhóps, dags. 9. júlí sl., um tillögur að skipulagi útiaðstöðu utan samgöngumiðstöðvar á U-reit. R12110104
Vísað til kynningar umhverfis- og skipulagsráðs.
Þorsteinn Hermannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

30. Lagt er til að Sigurður Eggertsson taki sæti Einars Arnar Benediktssonar í heilbrigðisnefnd. R11010051
Samþykkt.

31. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 9. júlí 2013, þar sem lagt er til að kostnaður af fráveitu vegna lóðarinnar nr. 84 við Hólaberg verði endurgreiddur til lóðarhafa. Jafnframt lagt fram bréf Lögfræðistofunnar Sóleyjargötu, dags. 24. júní sl. R12040053
Samþykkt.

32. Lagðar fram umsagnir nokkurra trúfélaga og annarra hagsmunaðila varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 7. maí sl, á tilflutningi á stökum frídögum launafólks að vori. R13050033
Frestað.

33. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 11. júlí 2013:
Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað síðustu misserum í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi er borgarlögmanni, mannréttindaskrifstofu og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur að breytingum á eða uppsögn samstarfssamnings Reykjavíkur og Moskvu, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið.

Greinargerð fylgir tillögunni. R13070091
Frestað.

34. Lögð fram svohljóðandi bókun af fundi menningar- og ferðamálaráðs frá 24. júní 2013:
Menningar-og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar ítrekar að hvalaskoðun er mikilvæg fyrir ferðaþjónustu höfuðborgarinnar og er í samræmi við ferðamálastefnu Reykjavíkur 2011-2020. Allar hugmyndir um minnkun griðasvæðis hvala í Faxaflóa ber að íhuga vandlega þar sem ríkir hagsmunir íslenskrar ferðþjónustu eru að veði. R09020078

Borgarráð óskar eftir rökstuðningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna minnkunar griðasvæðis hvala í Faxaflóa.

Kl. 11.20 er hlé gert á fundinum og er honum áfram haldið kl. 13.00

35. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. júlí 2013,
ásamt fylgigögnum, með tillögu um að áhugamannafélagið Veraldarvinir fái íbúðarhúsið að Holtsgötu 41b til leigu án endurgjalds til þriggja ára gegn því að koma því í viðunandi horf. R13030007
Frestað.

36. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 4. júlí sl. varðandi nýtingu á húseigninni Holtsgötu 41b:
Lagt er til að samráð verði haft við eigendur íbúða og húsfélög, sem liggja að Holtsgötu 41b, Stóra Seli, og þeim kynntar fyrirætlanir Reykjavíkurborgar varðandi umrætt hús og lóð áður en ákvarðanir verða teknar um framtíðarnýtingu þess. R13030007
Frestað.

37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Lagt er til að íbúðarhúsið Stóra Sel sem stendur við Holtsgötu 41b verði sett í söluferli. Húsið er steinbær með burstalagi byggt árið 1866 og er friðað. Það er í slæmu ástandi og þarfnast uppgerðar. Við mat á tilboðum verði tekið tillit til áforma kaupanda um uppgerð hússins. R13030007
Frestað.

38. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 24. júní sl., þar sem óskað er eftir samþykki eigenda vegna tillögu um sölu á skuldabréfi Magma Energy Sweden AB, sbr. samþykkt stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 21. júní sl. Jafnframt lagðar fram spurningar borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og svör Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 8. júlí 2013.

Lagðar fram svohljóðandi tillögur borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Það tilboð Landsbréfa sem borgarráðsfulltrúar hafa undir höndum rann úr gildi kl. 12.00 þriðjudaginn 25. júní. Því er farið fram á það að borgarráðsfulltrúar fái í hendur nýtt tilboð sem hægt verður að fara yfir áður en tillagan verður afgreidd.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi
bókun:
Þessum tímafresti hefur verði aflétt eins og fram kemur í framlögðum svörum
við spurningum borgarráðsfulltrúa Vinstri Grænna.

Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum gegn einu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Tilboðsgjafi í skuldabréf OR er sjóður á vegum Landsbréfa LBS IV. Þegar skráning sjóðsins var skoðuð 3 júlí sl. komu „utangarðs“ kennitölur fram en þá er átt við útlendinga sem ekki eru með heimilisfesti á Íslandi en fá íslenskar kennitölur. Þegar skráningin var skoðuð í gær var búið að breyta henni og utangarðskennitölurnar horfnar. Í ljósi þessa og þar sem borgarráð telur það skipta máli hverjir eignast skuldabréfið og geta þar með eignast fjórðungshlut í HS orku er afgreiðslu málsins frestað þar til ljóst verður hverjir kaupendurnir eru nákvæmlega.

Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum gegn einu.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Þar sem um er að ræða ríka almannahagsmuni er lagt til að tillögunni verði vísað til borgarstjórnar þannig að borgarbúar hafi möguleika á að fylgjast með.
Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Borgarráð óskar eftir því að Orkuveitan opinberi tilboð og samning við sjóð á vegum Landsbréfa vegna sölu á skuldabréfi OR vegna Magma Sweden.
Frestað.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarráðsfulltrúi VG lagði fram fyrirspurn í 14 liðum og nokkrum undirliðum á fundi borgarráðs 5. júlí sl. Fyrirspurnirnar voru allar settar í trúnaðarbók og borgarráðsfulltrúanum hefur verið meinað að opinbera spurningarnar í heila viku. Því er spurt: 1. Hvaða spurningar voru taldar varða trúnað og hvernig er það rökstutt varðandi hverja og eina spurningu? 2. Má ætla að tilkynning OR til Kauphallar og fundargerð borgarráðs á föstudag hafi aflétt trúnaði hvað varðar einhverjar spurninganna, og þá hverjar þeirra? 3. Hver er ástæðan fyrir því að krafist var trúnaðar spurningarnar þar sem sú krafa gat engan veginn átt við?
Frestað. R13060112

Erindi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Bjarni Bjarnason, Ingvar Stefánsson og Hálfdan Gunnarsson frá Orkuveitu Reykjavíkur og Gísli Hlíðberg Guðmundsson, regluvörður Reykjavíkurborgar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja sölu umrædds skuldabréfs ef viðunandi tilboð fæst. Margt bendir hins vegar til að óráðlegt sé að taka fyrirliggjandi tilboði. Álverð hefur lækkað verulega að undanförnu og er nú afar nálægt skilgreindu lágmarki samkvæmt skilmálum bréfsins eða í kringum 1.800 dali. Í gögnum málsins verður ekki séð að sú afleiða sem felst í viðmiði við álverð, hafi verið verðmetin. Ýmsar spár um álverð gefa til kynna að það muni hækka á næstu árum. Þá er ljóst að verið er að auka gjaldeyrisáhættu Orkuveitunnar verði umræddu tilboði tekið. Ekki er ráðlegt að auka gengismisvægi í efnahag Orkuveitunnar við núverandi aðstæður. Efast má um hvort það sé í samræmi við góða stjórnsýsluhætti að borgarráð taki fullnaðarákvörðun um svo stóran fjármálagerning. Í 35. grein sveitarstjórnarlaga segir að byggðaráði sé heimil fullnaðarákvörðun mála sem eigi varða verulega fjárhag sveitarsjóðs eða stofnana hans, enda sé eigi ágreiningur innan ráðsins um ákvörðunina. Í 58. grein sveitarstjórnarlaga segir að einvörðungu sveitarstjórn geti tekið ákvarðanir um málefni sem varða verulega fjármál sveitarfélagsins. Til slíkra málefna teljist m.a. ákvarðanir um sölu eigna. Heimilt sé að fela byggðaráði að taka fullnaðarákvarðanir varðandi eignasölu enda sé ekki um verulega fjárhagslega hagsmuni að ræða og ákvörðun rúmist innan fjárhagsáætlunar. Borgarráð hefur ákveðna heimild til afgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hafa leitað eftir áliti innanríkisráðuneytisins á því hvort slík heimild sé án takmarkana. Eftir því sem ákvörðunin varðar stærri hagsmuni, þeim mun meiri vafi hlýtur að leika á hvort beita eigi slíkri heimild eða ekki. Þegar um er að ræða tugmilljarðs fjármálagerning hlýtur að koma til álita hvort takmörk séu á slíku framsali. Að okkar áliti má einnig líta svo á að eftir því sem ákvörðunin er stærri, þeim mun mikilvægara sé að skýrt lýðræðisumboð sé til staðar við töku hennar.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Forysta Orkuveitunnar og formaður borgarráðs hafa lagt allt í sölurnar til leyna borgarbúa efnisatriðum þess tilboðsins sem nú hefur verið samþykkt. Þannig hefur hinum raunverulegu hluthöfum, skattborgurum Reykjavíkur, verið markvisst haldið frá upplýstri umræðu. Þegar söluferlið á hlut OR í HS orku var í gangi árið 2009 lögðu Magma og Orkuveitan mikla áherslu á leynd um samninginn og jafnvel tilvist hans. Því var haldið fram þá, eins og nú, að upplýsingar til almennings sköðuðu söluferlið og þegar fulltrúar VG og Samfylkingarinnar lögðu til í stjórn OR að samningurinn yrði gerður opinber felldi meirihlutinn tillöguna og samþykkti tilboð skúffufyrirtækis í Svíþjóð. Örfáum dögum síðar eða 1. september, og þá að kröfu Dags B Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, lagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri, fram samninginn í borgarstjórn. Þetta var hálfum mánuði áður en samningurinn var samþykktur af hálfu borgarinnar en löngu áður höfðu þó öll meginatriði hans verið ljós og í almennri umræðu. Það sama er uppi á teningnum í dag, aftur er verið að selja hlut borgarinnar í HS orku, stjórn OR hefur samþykkt söluna og það fyrir tæpum þremur vikum en nú hefur maðurinn sem vildi fá allt upp á borðið árið 2009, alfarið lagst gegn því að málið fari í almenna umræðu fyrr en borgarráð hafi samþykkt tilboðið. Það er nú opinbert að OR samþykkti tilboð sjóðs á vegum Landsbréfa í Magma skuldabréfið að upphæð 8,6 milljarða króna 21. júní sl. Orkuveitan hafði fyrirvara um samþykki eigenda og tilboðsgjafi setti fyrirvara um endanlega fjármögnun. Hver er ástæðan fyrir leyndinni? Hvað af þessu gat skaðað söluferlið? Af hverju var þetta ekki gert opinbert 21. júní þegar stjórn Orkuveitunnar veitti samþykki sitt og kaupandinn varð bundinn af tilboðinu? Það varð ekki lítið uppnám þegar Kanadamenn smygluðu sér inn í HS orku í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð á sínum tíma. Nefnd um erlendar fjárfestingar sat langdvölum yfir því máli og ekki er langt að minnast þess þegar Kínverjar ætluðu að eignast Grímsstaði á Fjöllum. Tilboðsgjafi í skuldabréf OR er sjóður á vegum Landsbréfa LBS IV. Þegar skráning sjóðsins var skoðuð 3 júlí sl. komu „utangarðs“ kennitölur fram en átt er við útlendinga sem ekki eru með heimilisfesti á Íslandi en fá íslenskar kennitölur. Þegar skráningin var skoðuð í gær hafði henni verið breytt og utangarðskennitölurnar voru horfnar. Það er því með ólíkindum að fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar í borgarráði skuli hafa fellt tillögu um að gengið yrði úr skugga um hverjir eignist skuldabréfið og mögulega fjórðungshlut í HS orku. Óprúttnir stjórnmálamenn hafa löngum stundað þá iðju að afgreiða „erfið mál“ á lokuðum fundum borgarráðs í skjóli þess að borgarstjórn sé í fríi eins og nú er. Slíkt er í raun ólíðandi og ekki síst þegar um svo stórt mál er að ræða. Sala skuldabréfs OR með fjórðungshlut í HS orku, sala upp á 8,6 milljarða króna, sala til huldumanna, slíkan gjörning á að ræða og afgreiða í sölum borgarstjórnar þar sem borgarbúar geta fylgst með á borgarstjórnarpöllum eða með því að fylgjast með umræðum í útvarpi eða sjónvarpi. Vinnubrögð meirihlutans er skólabókardæmi um vonda stjórnsýslu og ólýðræðisleg vinnubrögð. Þau bera keim af hrokafullri afstöðu til upplýstrar umræðu og ótta við að færi hún fram myndu margir borgarbúar ekki vilja selja skuldabréfið með afföllum þegar til kastanna kæmi, heldur freista þess að koma HS orku aftur í almannaeigu og ótta við að almenningur geri athugasemdir við það að verið sé að selja skuldabréf með veði í þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins til sjóðs í eigu huldumanna.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fallist er á beiðni stjórnar OR um að taka tilboði um kaup á skuldabréfi að fengnu óháðu verðmati tveggja óháðra aðila, mati OR og umsögn og áhættumati fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Þetta er niðurstaðan þegar heildarmat á öllum þáttum málsins eru teknir inn í myndina. Ekki er verið að selja hlut í HS Orku heldur skuldabréf sem tekið var við sem greiðslu fyrir þennan hlut á sínum tíma. Af gefnu tilefni er svo rétt að ítreka að borgarráð hefur fullt umboð til afgreiðslu málsins í sumarleyfi borgarstjórnar sbr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga.

39. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Mannréttindaráð hvetur í bókun sinni frá 11 júní sl. eindregið til þess að húsnæðisvandi Gistiskýlisins, sem ætlað er heimilislausum körlum í borginni, verði leystur sem allra fyrst. Þetta kemur í framhaldi af fréttum af því að stöðugt er verið að vísa heimilislausum körlum frá neyðarskýli borgarinnar. Borgarráð tekur undir bókun mannréttindaráðs og vísar því til skrifstofu eignaumsýslu og velferðarsviðs að setja málið í forgang og finna bráðabirgðahúsnæði þar til endanleg lausn verður til staðar. R13010187
Frestað.

40. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að skipaður verði starfshópur til að vinna tillögur að launastefnu Reykjavíkurborgar. Hópurinn vinni tillögur að auknu jafnræði á öllum sviðum launamála og hafi það meðal annars sem verkefni að útfæra tillögur um kynjajafnrétti, gagnsæi og að launamunur verði ekki meiri en einn á móti þremur, það er að hæstu laun til starfsmanna og kjörinna fulltrúa borgarinnar verði aldrei meiri en þreföld lægstu laun. Í hópnum verði kjörnir fulltrúar og leitað verði samráðs við helstu stéttarfélög borgarstarfsmanna. R13070112
Frestað.

41. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgaráðsfulltrúi VG leggur til að gerð verði stefna um utanlandsferðir starfsmanna og kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar, kostaðar af borginni . Stefnan byggi á jafnræði og viðurkenningu á því að allir launamenn borgarinnar hafi gagn af því að sækja þekkingu og reynslu á sínu svið til annarra landa. Í þessu skini verði skipaður starfshópur kjörinna fulltrúa sem vinni tillögur til borgarráðs, í samráði við helstu stéttarfélög borgarstarfsmanna. R13070114
Frestað.

42. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Óskað er eftir greinargerð um fyrirkomulag útboðs Reykjavíkurborgar á eldsneyti á þessu ári. Eitt fyrirtæki skilaði inn tilboði og á grundvelli samþykktar innkauparáðs tók samningur til tólf mánaða gildi. Hvers vegna var umræddum samningi sagt upp skömmu eftir gildistöku? R13070115

43. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að lóð frístundaheimilisins Stjörnulands við Ingunnarskóla verði lagfærð og fegruð í sumar. R13030009
Frestað.


Fundi slitið kl. 14.21

Dagur B. Eggertsson

Björk Vilhelmsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Einar Örn Benediktsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Þorleifur Gunnlaugsson