Borgarráð - Fundur nr. 5275

Borgarráð

B OR G A R R Á Ð

Ár 2013, fimmtudaginn 4. júlí, var haldinn 5275. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.00. Viðstödd voru: Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Eva Einarsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 20. júní 2013. R13010019

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 21. júní 2013. R13010020

3. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 24. júní 2013. R13010025

4. Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 26. júní 2013. R13010026

5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. júlí 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 27. júní 2013. R13010036

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R13060126

8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13070001

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. júní 2013, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 26. júní sl., varðandi umsögn sviðsstjóra og samrekstur fimm ára leikskóladeildar og grunnskóla í Skóla Ísaks Jónssonar. R10110007
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. júní 2013, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. júní sl., um viðauka við samninga um framlag skóla- og frístundasviðs til Hjallastefnunnar ehf. vegna leikskólanna Öskju og Laufásborgar, ásamt fylgigögnum. R12080050
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9.08

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. júní 2013, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 26. júní sl., á tillögu starfshóps að læsistefnu fyrir leikskóla. Jafnframt lögð fram skýrsla starfshóps um læsistefnu leikskóla, dags. júní 2013. R12020010
Samþykkt.

Fríða Bjarney Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Besta flokksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúarnir þakka þeim sem tóku þátt í mótun læsistefnu fyrir reykvíska leikskóla. Með henni er brotið blað á leikskólastiginu og verður stefnan leikskólum góður stuðningur og verkfæri til að örva alla þætti bernskulæsis. Þar er bæði átt við hefðbundna læsisþætti á borð við bókstafaþekkingu, orðaforða og ritun en einnig viðhorf barna til læsis og tilfinningalæsi, sem mótast fyrst og fremst á leikskólaárunum. Mikilvægt er að starfsstaðir skóla- og frístundasviðs hugi að samstarfi um mál og læsi til að tryggja samfellu í námi barna. Lengi býr að fyrstu gerð og leikskólinn er í lykilstöðu til að hafa jákvæð áhrif á velferð barna í námi fram á unglingsár, ekki síst þau börn sem sérstakan stuðning þurfa til að dragast ekki aftur úr í málþroska og læsi.
Læsi er meira en stafa staut
og stagl um forsetningar
það er lífsins langa þraut
að læra um tilfinningar

Læsistefnan ,,Lesið í leik“ er tileinkuð skáldinu Kolbrúnu Vigfúsdóttur sem er fyrrum þróunarfulltrúi á skóla- og frístundasviði.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir faglega og góða skýrslu og tillögur um læsisstefnu leikskóla. Þeir samþykkja hið góða skref sem stefna læsis fyrir leikskóla er. Nú þegar er mjög mikil og fagleg vinna unnin í leikskólum borgarinnar er varðar lestur, hljóðfræði, orðaforða og frásögn. Stór hópur barna er þegar læs þegar grunnskólanám hefst. Það skortir þó á að sett sé skýrt fram hvað það er sem barn á að hafa farið í gegnum, þ.e. markmið við lok leikskóla. Þau markmið eru mikilvæg til að allir skólar sinni að lágmarki vissum atriðum, til þess að ekki verði of mikil endurtekning í grunnskóla eins og sannað hefur verið og til þess að hægt sé að styðja á markvissan og samræmdan hátt við alla leikskóla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að skóla- og frístundasvið leggi þessar línur sem fyrst til að hægt verði að endurskoða stefnuna með skilgreind markmið að leiðarljósi.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. júní 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 26. júní sl., um endurauglýsingu á breyttu deiliskipulagi Rauðarárholts v/lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt, ásamt fylgigögnum. R13030115
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. júní sl., um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Skeifunnar-Fenin vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. R13060149
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. júní 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. júní sl., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis vegna lóðarinnar nr. 10 við Hamravík, Kelduskóli. R13060141
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. júní sl., um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Laugardals austur vegna lóðar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. R13060148
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. júní sl., um endursamþykkt erindis umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. nóvember 2012, á breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. R13020092
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. júní sl., varðandi endursamþykkt erindis umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. nóvember 2012, á breytingu á deiliskipulagi Sogamýrar. R11040107
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. júní sl, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 28, 30 og 32 við Lindargötu. R13070002
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 26. júní sl., um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, vegna lóðarinnar nr. 33B við Njálsgötu, ásamt fylgigögnum. R13060142
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. júlí 2013, varðandi heimild borgarráðs um gerð leigusamnings við Íslenska ættleiðingu á húseigninni Bjarkarhlíð við Bústaðaveg, ásamt fylgigögnum. R13060127
Frestað.

21. Lagt fram bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 25. júní 2013, þar sem óskað er eftir samþykki eigenda Orkuveitunnar á framlengingu á lánalínum að fjárhæð átta milljörðum til ársloka 2016. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 27. júní. R13060121
Samþykkt.

Bjarni Bjarnason, Elín Smáradóttir, Ingvar Stefánsson og Hálfdan Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Lagt fram að nýju bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags, 8. apríl 2013, þar sem óskað er eftir undanþágu frá upplýsingalögum fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur. R13040033
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

Bjarni Bjarnason, Elín Smáradóttir, Ingvar Stefánsson og Hálfdan Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Það getur varla talist til fyrirmyndar að almannafyrirtæki sæki um almenna undanþágu frá upplýsingalögum. Það vekur því furðu að Besti flokkurinn og Samfylkingin, flokkar sem á tyllidögum hreykja sér af opnu samfélagi og upplýsingastefnu, skuli samþykkja ósk OR um slíka undanþágu.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:
Gagnaveita Reykjavíkur starfar á samkeppnismarkaði.

23. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 28. júní 2013, með tillögu starfshóps um nýja dagsetningu á fyrirhugaðri alþjóðlegri ráðstefnu um árangur í forvörnum - Youth in Reykjavík – Youth in Europe – A Drug Prevention Programme. R12110096
Samþykkt.

Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð samþykkti þann 29. nóvember sl. tillögu stýrihóps Youth in Europe um að Reykjavík boði til alþjóðlegrar ráðstefnu í borginni 9. og 10. október næstkomandi. Í kjölfar þeirrar samþykktar var skipaður starfshópur til undirbúnings ráðstefnunni. Nú, rúmum sex mánuðum síðar, sendir sviðsstjóri velferðarsviðs beiðni um að ráðstefnunni verði frestað til 19. mars 2014 og ber því við að starfshópurinn telji undirbúningstímann of stuttan.

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. júlí 2013, ásamt fylgigögnum, með tillögu um að áhugamannafélagið Veraldarvinir fái íbúðarhúsið að Holtsgötu 41b til leigu án endurgjalds til þriggja ára gegn því að koma því í viðunandi horf. R13030007
Frestað.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að samráð verði haft við eigendur íbúða og húsfélög, sem liggja að Holtsgötu 41b, Stóra Seli, og þeim kynntar fyrirætlanir Reykjavíkurborgar varðandi umrætt hús og lóð áður en ákvarðanir verða teknar um framtíðarnýtingu þess.
Frestað.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. júlí 2013, um kaup á sumarhúsi ásamt lóðarréttindum við 3. götu við Rauðavatn. R13060099
Samþykkt.

26. Lagt fram erindi Verkfæra ehf. til borgarráðs þar sem óskað er endurskoðunar á ákvörðun innkauparáðs vegna útboðs á rafmagnsíshefli fyrir Skautahöllina. Jafnframt lögð fram umsögn innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 3. júní 2013, um erindið og bréf umboðsmanns borgarbúa, dags. 27. júní 2013. R13040046
Ákvörðun innkauparáðs staðfest.

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 2. júlí 2013:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi tilfærslur á fjárhagsáætlun ársins 2013:
1. Færðar verði allt að 132.646.492 kr á þessu ári af fjárhagsaðstoð F01700 á kostnaðarstað 07150 atvinnumál vegna atvinnuúrræða á vegum Atvinnutorgs.
2. Færðar verði 55 m.kr. af kostnaðarstað 07150 atvinnumál á kostnaðarstað atvinnumáladeildar 01242.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12010171
Samþykkt.

28. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 1. júlí 2013, varðandi þjóðhagsspá - forsendur fjárhagsáætlunar 2014-2018. Jafnframt lagt fram minnisblað SSH, dags. 28. júní 2013, varðandi forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2014. R13010213

29. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta, janúar-apríl 2013. R13010156

30. Umfjöllun á fundinum um beiðni Orkuveitu Reykjavíkur um samþykki eiganda var færð í trúnaðarbók borgarráðs.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna, dags. í dag, varðandi sölu á skuldabréfi Magma Energy Sweden:
Fulltrúi VG óskar upplýsinga um það vegna hvers tillögu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um samþykki borgarráðs vegna sölu á skuldabréfi Magma Energy Sweden sem tekið hefur drjúgan tíma borgarráðs skuli hafa verið tekin af dagskrá og tillögur, fyrirspurnir og bókanir því ekki bókaðar í fundargerð undir þessum lið.

Lagt fram svohljóðandi svar borgarráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar, dags. í dag:
Það er vegna þess að á fundinum kom fram beiðni um frestun á afgreiðslu málsins og ósk um frekari upplýsingar. Við því var orðið. Að auki verður haldinn sérstakur upplýsingafundur með borgarráðsfulltrúum til að fara yfir málið fyrir næsta fund borgarráðs. R13060112

31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks:
Þar sem um er að ræða mikla mikilvæga almannahagsmuni þegar kemur að sölu á svonefndum Magmaskuldabréfum beinir borgarráð því til yfirstjórnar Orkuveitunnar að trúnaði verði aflétt og gögn sem varða málið verði gerð opinber. Um er að ræða gögn sem liggja fyrir í borgarráði, umsagnir Íslandsbanka og HF Verðbréfa sem stjórn OR fékk og tilboð Landsbréfa. R13060112
Frestað.

Fundi slitið kl. 12.55

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Eva Einarsdóttir
Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson