Borgarráð - Fundur nr. 5274

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, fimmtudaginn 27. júní, var haldinn 5274. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.20. Viðstödd voru Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Sigurður Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen og Ólöf Örvarsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2013, um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara til eins árs á fundi borgarstjórnar 18. júní sl. R13060074
Dagur B. Eggertsson er kosinn formaður borgarráðs til eins árs og Einar Örn Benediktsson kosinn varaformaður.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 13. júní 2013. R13010016

3. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 14. júní 2013. R13010021

4. Lögð fram fundargerð aðalfundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. júní 2013. R13010032

5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 17. maí og 7. júní 2013. R13010032

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 21. júní 2013. R13010029

7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 3. og 24. júní 2013. R13010030

8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. júní 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

9. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 20. júní 2013. R13010036

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R13050048

11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13060001

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. júní 2013, um framkvæmdir vegna endurgerðar og viðhalds gatna og opinna svæða 2013. R13060104
Theódór Guðfinnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lagt fram bréf og greinargerð skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. júní 2013, þar sem óskað er samþykkis á samkomulagi um lóðaúthlutun til Háskóla Íslands og Vísindagarða Háskóla Íslands á lóðum nr. 15-19, 21 og 23 við Sæmundargötu og lóðum nr. 2-4 og 6 við Sturlugötu, ásamt fylgigögnum. R11010186
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. júní 2013, um lóðarvilyrði fyrir lóð að Hafnarstræti 17 og lóðarstækkun til austurs frá horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis. R13060095
Samþykkt með fyrirvara um niðurstöðu deiliskipulags.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, Sóley Tómasdóttir, situr hjá við afgreiðslu málsins.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. júní 2013, um úthlutun byggingarréttar á lóðum nr. 2-36 við Ísleifsgötu til Búseta svf. R13060097
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. júní 2013, um að Reykjavíkurborg falli frá forkaupsrétti sínum á íbúð að Vesturgötu 7. R13060096
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. júní 2013, þar sem óskað er heimildar til kaupa á fasteigninni Laufás við Blesugróf. R13060100
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar, dags. 24. júní 2013, þar sem óskað er eftir þremur tilteknum lóðum undir mannvirki í hlíðum Esju vegna fyrirhugaðrar farþegaferju. R13060116
Vísað til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og menningar- og ferðamálasviði.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 17. apríl 2013, ásamt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um löggæslumálefni sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 16. apríl sl. R13040049
Vísað til umsagnar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 5. júní 2013, um tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um hagræðingu og sparnað sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 4. júní sl. R13060021
Frestað.

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. júní 2013:
Borgarráð samþykkir að tilnefna Sigurð Björn Blöndal sem fulltrúa Reykjavíkurborgar hjá sveitarstjórnarvettvangi EFTA í stað Óttarrs Proppé sem nú hefur tekið sæti á Alþingi. Varamaður verði áfram Dagur B. Eggertsson. R10060094
Samþykkt.

22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. júní 2013:
Borgarráð samþykkir að tilnefna Margréti Kristínu Blöndal varaborgarfulltrúa sem fulltrúa Reykjavíkurborgar í samstarfsnefnd Reykjavíkurprófastsdæma í stað Óttarrs Proppé sem nú hefur tekið sæti á Alþingi. R10060130
Samþykkt.

23. Samþykkt að Guðlaug Magnúsdóttir taki sæti Söndru Hlífar Ocares í barnaverndarnefnd. Jafnframt er Þórir Hrafn Gunnarsson kosinn formaður nefndarinnar. R10060163

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 25. júní 2013, með tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar vegna athugasemda innanríkisráðuneytisins. Jafnframt er óskað eftir að borgarráð samþykki að viðaukar við eldri samþykkt haldi gildi sínu þar til þeir hafa verið endurskoðaðir. R13060019
Samþykkt.

25. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 26. júní 2013, að rammaúthlutun fyrir árið 2014. Greinargerð fylgir tillögunni. R13010213
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Sóley Tómasdóttir, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna hefur engar forsendur til að meta hvort rammaúthlutun sé sanngjörn eða eðlileg, enda barst tillagan án rökstuðnings síðla dags í gær. Það er óásættanlegt að litið sé á rammaúthlutun sem formsatriði í fjárhagsáætlunarferlinu, enda er hún ein stærsta pólitíska ákvörðunin, þar sem fjármunum er forgangsraðað milli málaflokka. Borgarráðsfulltrúinn lýsir yfir vonbrigðum með að meirihlutinn skuli ekki hafa tekið ítrekuðum áskorunum um að breyta þessu, heldur halda í gamlar hefðir. Meðal þess sem hefði þurft að skoða betur og út frá pólitískum áherslum eru gjaldskrárbreytingar og ný verkefni.

26. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um fjölda barna sem neitað hefur verið um þátttöku í sumarfrístund í ár vegna vangoldinna skulda foreldra. Jafnframt furðar fulltrúinn sig á að enn hafi ekki verið lögð fram niðurstaða starfshóps um endurskoðun innheimtureglnanna í borgarráði sem skipaður var á síðasta ári. Ansi langt er liðið síðan hópurinn skilaði af sér án þess að borgarráð hafi fengið niðurstöðurnar til umfjöllunar. Þá er áréttað að þær reglur sem nú gilda brjóta í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafa verið gagnrýndar harðlega af umboðsmanni barna, enda eru börn látin líða fyrir vanefndir foreldra sinna. R11090110

Fundi slitið kl. 11.18

Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sigurður Björn Blöndal
Sóley Tómasdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir