No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 20. júní, var haldinn 5273. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Karl Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Halldóra Káradóttir, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen og Hallur Símonarson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2013, um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara til eins árs á fundi borgarstjórnar 18. júní sl. R13060074
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 13. júní 2013. R13010010
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 10. júní 2013. R13010013
4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. júní 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R13050048
6. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 19. júní, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um stöðuna á liðnum ófyrirséð. R12010171
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. júní 2013, varðandi heimild til framsals á Lambhagavegi 9. R13060064
Samþykkt.
8. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 18. júní um breytingar á fjárfestingaráætlun A-hluta Reykjavíkurborgar 2013, ásamt fylgigögnum. R13030069
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
9. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Borgarráð samþykkir að áður en ákvörðun verður tekin um uppbyggingu samgöngumiðstöðvar fari fram ítarleg þarfagreining og athugun á því hver er ákjósanlegur staður fyrir miðstöð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Í þeirri athugun verði bornir saman ólíkir staðir fyrir slíka miðstöð, t.d. Kringlan, Mjóddin og Vatnsmýrarvegur 10.
Tillagan er felld með fimm atkvæðum gegn tveimur.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði gegn afgreiðslunni og leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar Samfylkingar, Besta flokksins og Vinstri grænna kjósi að vísa frá tillögu um að sérfræðileg úttekt fari fram á því hver sé ákjósanlegasta staðsetningin fyrir miðstöð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar og að í þeirri athugun verði bornir saman ólíkir staðir fyrir slíka miðstöð eins og Kringlan, Mjóddin og Vatnsmýrarvegur 10. Í umræðum um málið í fjölmiðlum hefur formaður borgarráðs sagt að staðarvalið byggist á skýrslu Strætó bs. frá 2010 um að BSÍ væri besta staðsetningin. Komið hefur í ljós að þarna vísar formaðurinn í skýrsluna ,,Hlemmur-BSÍ, samanburður á hagkvæmni“ en eins og nafn hennar ber með sér eru einungis þessir tveir kostir bornir saman en ekki aðrir staðir, sem nefndir hafa verið í þessu sambandi, t.d. Kringlan og Mjódd. Í framlögðum gögnum á fundinum er ekki að finna afgerandi stuðning sérfræðinga við það sjónarmið að Vatnsmýrarvegur 10 sé besti staðurinn fyrir aðalskiptistöð strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Í bókun stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 4. marz sl. segir að hún muni fylgjast með framvindu málsins. Í bókun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur frá 22. maí sl. segir að samgöngumiðstöð við Hringbraut geti verið áhugaverður kostur sem skiptistöð strætisvagna og miðstöð fyrir skipulagðar ferðir fyrir ferðamenn en hins vegar hafi endanleg þarfagreining ekki verið unnin og ákveðnum þáttum í undirbúningi sé ólokið. Í umsögn stjórnar Strætó frá 3. apríl sl. segir að uppbygging samgöngumiðstöðvar sé spennandi kostur fyrir þróun á almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins en í bókuninni er ekki tekin afstaða til þess hver sé æskileg staðsetning slíkrar miðstöðvar. Það er því ljóst að meirihluti borgarráðs tekur umrædda ákvörðun um framtíðarstaðsetningu aðalskiptistöðvar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu á veikum forsendum og án þess að faglegt mat liggi fyrir um kosti og galla ólíkra leiða.
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 4. júní 2013:
Borgarráð samþykkir tillögur vinnuhóps Reykjavíkurborgar og Strætó bs., sem fram kemur í meðfylgjandi erindi formanns hópsins, um áframhaldandi vinnu er miði að því að þróa samgöngumiðstöð á Umferðarmiðstöðvarreit og tekur undir eftirfarandi framtíðarsýn sem hópurinn setur fram.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12110104
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
10. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps vegna skýrslu úttektarnefndar borgarstjórnar, ódags. R13040138
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð óskar eftir því að úttektarnefnd Reykjavíkurborgar verði haldið upplýstri um áfangaskýrslur starfshópsins og veiti umsögn um endanlega greinargerð starfshópsins áður en hún verði afgreidd úr borgarráði.
11. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda, dags. 12. júní 2013, um viðskipti lykilstarfsmanna, kjörinna fulltrúa og tengdra aðila. R13040138
12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilisins Eirar, dags. 7. júní 2013, um ráðstöfun öryggisíbúða Eirar við Fróðengi 1. Jafnframt lagt fram svarbréf borgarstjóra til stjórnar Eirar, dags. 18. júní 2013. R12110057
13. Lögð fram hugmynd, tekin af samráðsvefnum Betri Reykjavík 31. maí 2013, um að að borgin beiti sér fyrir því að byggðar verði litlar íbúðir, 30-60 fm, sem lausn á íbúðarmálum ungs fólks. Jafnframt lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 18. júní 2013, um að vísa hugmyndinni til meðferðar húsnæðishóps Reykjavíkurborgar. R13060048
Tillaga borgarstjóra samþykkt.
14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. júní 2013:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun 2013:
Fjármögnun Jafnréttisskóla Reykjavíkur.
Skóla- og frístundasviði verði veitt 2,9 m.kr. í viðbótarfjárveitingu vegna reksturs Jafnréttisskóla Reykjavíkur sem samþykkt hefur verið í borgarstjórn að hefji störf í haust. Fjármagnið verður millifært af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205, yfir á kostnaðarstað D006.
Uppgjör vegna Vestnorræna höfuðborgasjóðs Færeyja, Grænlands og Íslands.
Að veitt verði fjármagni til að gera upp eldri skuld við Vestnorræna höfuðborgasjóðinn 127.966 DKK sem samsvarar 2,8 m.kr. Flutt verði heimild af kostnaðarstað 09205 - ófyrirséð á kostnaðarstað 09320 - Vestnorræni höfuðborgasjóðurinn.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13030069
Samþykkt.
15. Lagðar fram umsagnir íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 21. febrúar 2013, menningar- og ferðamálaráðs, dags. 13. febrúar 2013, Faxaflóahfana frá 15. mars 2013 og umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. júní 2013, um skýrslu starfshóps um sundlaugarnar í Reykjavík. R12030102
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðsluna.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Með vísun til jákvæðra umsagna tekur borgarráð undir framtíðarsýn og tillögur hóps um framtíðarsýn fyrir laugarnar í Reykjavík. Er þeim þáttum sem varða fjárhagsmál og framkvæmdir vísað til undirbúnings fjárhags- og fjárfestingaráætlunar til næstu fimm ára, skipulagsmálum til umhverfis- og skipulagssviðs, markaðssetningu gagnvart ferðamönnum til menningar- og ferðamálasviðs en ábyrgð á framfylgd tillagananna og framtíðarsýn að öðru leyti verði á ábyrgð ÍTR. Ástæða er til að ítreka að áform í Úlfarsárdal fela nú í sér almenningssundlaug, en ekki aðeins kennslulaug, í samræmi við samþykkt borgarstjórnar og gildandi fjárfestingaáætlun. Þá er unnið að tillögum um framtíðarstaðsetningu laugar í Fossvogsdal í samvinnu við Kópavog. Hugmyndum um hafnarböð er vísað til frekari skoðunar hjá stjórn Faxaflóahafna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins þar sem ýmislegt kemur þar fram sem ekki er hægt að fallast á og þarfnast frekari skoðunar. Í því sambandi má sérstaklega nefna fjárfestingaáætlun sem gerir ráð fyrir nýframkvæmdum sem hefði verið eðlilegra að forgangsraða með öðrum hætti. Það vekur t.d. furðu að bæta eigi við útilaug við Sundhöll Reykjavíkur áður en hafist verður handa við sundlaug í Grafarholti og Úlfarsárdal. Eðlilegra væri að sundlaug í Grafarholti/Úlfarsárdal væri í forgangi þar sem ófremdarástand ríkir í sundkennslu í þessum barnmörgu hverfum vegna þrengsla og eru líkur á að senda þurfi börn þaðan í skólasund í annað sveitarfélag. Þá er ekki reiknað með endurbótum á laugarkeri Laugardalslaugar fyrr en árið 2016 en eins og margsinnis hefur verið bent á er nauðsynlegt að fara í úrbætur þar sem fyrst öryggisins vegna.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Eins og fram kemur í bókun borgarráðs er laug í Úlfarsárdal í fyrsta forgangi. Samhliða er unnið að undirbúningi útilaugar við Sundhöllina. Er það vel.
Fundi slitið kl. 10.30
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Karl Sigurðsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir