No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 6. júní, var haldinn 5271. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.06. Viðstödd voru Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Kristbjörg Stephensen, Birgir Björn Sigurjónsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir og Hrólfur Jónsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 6. febrúar og 28. maí 2013. R13010009
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 29. maí 2013. R13010011
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 23. maí 2013. R13010016
4. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. og 5. júní 2013. R13010028
B-hluti fundargerðar frá 5. júní samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R13050048
6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13050001
7. Lagt fram svar staðgengils borgarstjóra, dags. 3. júní 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um kostnað við stjórnkerfisbreytingar og skipulag Ráðhúss, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. janúar 2013. R12030116
8. Lagt fram svar staðgengils borgarstjóra, dags. 3. júní 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um upplýsingar um framgang endurskoðunar innheimtureglna borgarinnar er lúta að þjónustu við börn. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns og fjármálastjóra, dags. 24. maí 2013, um tillögu starfshóps velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs um endurskoðun á innheimtureglunum. R11090110
9. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 3. júní 2013, varðandi endurnýjun á þjónustusamningi Reykjavíkurborgar og Bandalags íslenskra listamanna til þriggja ára, 2013-2015. Jafnframt lagður fram þjónustusamningur, undirritaður af borgarstjóra þann 29. maí 2013, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá 14. febrúar 2013. R08030118
Samþykkt.
- Kl. 9.09 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. maí sl., um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 49 við Álfheima, Olís. R13060007
Samþykkt.
Björn Axelsson skipulagsfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. maí sl., um auglýsingu á breyttu á deiliskipulagi hluta Frakkastígsreits, reit 1.172.1 sem afmarkast af Frakkastíg, Laugavegi og Hverfisgötu. R13060008
Samþykkt.
Björn Axelsson skipulagsfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. maí sl., um auglýsingu á breyttum á skilmálum deiliskipulags Húsahverfis Grafarvogi III svæði C. R12120097
Samþykkt.
Björn Axelsson skipulagsfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. maí 2013, um breytingu á úthlutunarskilmálum fyrir Úlfarsárdal og Reynisvatnsás og endurskoðaða almenna lóða- og framkvæmdaskilamála. R13020140
Frestað.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 31. maí 2013, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar við Friggjarbrunn 53 og Skyggnisbraut 2-6. R13050159
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 31. maí 2013, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar við Skyggnisbraut 8-12 og Friggjarbrunn 55-57. R13050160
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. maí 2013, þar sem óskað er eftir heimild til sölu eigna að Laugavegi 4 og 6 og Skólavörðustíg 1a. R13050134
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. júní 2013, um viðhaldsáætlun 2013 samkvæmt fjárhagsáætlun. R13050145
18. Lögð fram tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 4. júní 2013, þar sem lagt er til að gert verði samkomulag við Skáksamband Íslands um stuðning borgarinnar við Evrópumót landsliða í skák 2015. Jafnframt lagt fram bréf Skáksambands Íslands, dags. 6. maí 2013, og bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 3. júní 2013, um málið. R12070095
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 3. júní 2013, þar sem lagt er til að stýrihópur yfirfærslu málefna fatlaðs fólks ljúki störfum og við taki reglulegt samráð með skipulögðum hætti á öllum stigum þjónustunnar. R09030071
Samþykkt.
Borgarráð þakkar stýrihópnum fyrir vel unnin störf.
20. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 4. júní 2013, um tillögur vinnuhóps Reykjavíkurborgar og Strætó bs. um áframhaldandi vinnu að þróun alhliða samgöngumiðstöðvar á Umferðarmiðstöðvarreit.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að áður en ákvörðun verður tekin um uppbyggingu samgöngumiðstöðvar fari fram ítarleg þarfagreining og athugun á því hver er ákjósanlegur staður fyrir miðstöð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Í þeirri athugun verði bornir saman ólíkir staðir fyrir slíka miðstöð, t.d. Kringlan, Mjóddin og Vatnsmýrarvegur 10. R12110104
Frestað.
21. Samþykkt að Júlíus Vífill Ingvarsson taki sæti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í stjórnkerfisnefnd. R13040023
22. Samþykkt að Júlíus Vífill Ingvarsson taki sæti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd. R11050021
23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. maí 2013, sbr. samþykkt heilbrigðisnefndar þann 21. maí 2013, um drög að samþykkt fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Jafnframt lögð fram greinargerð sviðsins um breytingar á samþykktinni. R13050141
Vísað til borgarstjórnar.
24. Fram fer kynning Orkuveitu Reykjavíkur á forðafræði Hengilssvæðis.
Hildigunnur Thorsteinsson, Gunnar Gunnarsson og Helgi Leifsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13050118
25. Fram fer kynning á kaffihúsaverkefninu GÆS.
Lára Steinarsdóttir, Gísli Björnsson, María Hreiðarsdóttir, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Ágústa Rós Björnsdóttir, Auður Finnbogadóttir, Anna Kristinsdóttir og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13060002
26. Lagt fram yfirlit mannréttindastjóra yfir styrkveitingar mannréttindaráðs 2013.
Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13050146
27. Lagt fram bréf mannréttindastjóra, dags. 31. maí 2013, sbr. samþykkt mannréttindaráðs þann 14. maí sl., um tillögu að þátttöku Reykjavíkurborgar í verkefninu Öruggar borgir. R12070025
Samþykkt.
Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
28. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 4. júní 2013:
Lagt er til að varið verði 25,3 m.kr. af liðnum Atvinnumál, kostnaðarstað 07150, til að fjármagna allt að 100 störf í sumarátaki fyrir 17 ára ungmenni sem eiga fá önnur úrræði. Jafnframt er lagt til að færðar verði 24 m.kr. af kostnaðarstað F1700 vegna ráðningar einstaklinga sem nýta fjárhagsaðstoð á kostnaðarstað Atvinnumál 07150.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12010171
Vísað til borgarstjórnar.
29. Lögð fram skýrsla starfshóps, dags. í júní 2013, í aðdraganda hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla og frístundastarf í Úlfarsárdal, menningarmiðstöð og almenningsbóksafn, kennslu- og almenningssundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir efni skýrslunnar ásamt Hrólfi Jónssyni. R12110045
- Kl. 12.25 víkur Elsa Hrafnhildur Yeoman af fundi.
30. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í kjölfar styrkveitingar til Samhjálpar óskar borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna eftir yfirliti yfir:
a. Þá styrki sem veittir hafa verið af styrkjalið borgarráðs og nema 10 milljónum króna eða meira.
b. Samstarfsaðila sem fengu meiri hækkun framlaga en sem nemur verðbótum á síðasta ári, án þess að um ný eða breytt verkefni væri að ræða.
c. Styrki sem borgarráð hefur veitt undanfarin 3 ár án þess að um afmörkuð og skilgreind verkefni hafi verið að ræða. R13060028
Fundi slitið kl. 12.30
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir