No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, mánudaginn 3. júní, var haldinn 5270. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 11.35. Viðstödd voru: Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Haraldur Sigurðsson og Ellý Katrín Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að aðalskipulagi Reykjavíkur, dags. í apríl 2013, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum (þéttbýlisuppdráttur og Kjalarnes) og greinargerð ( borgin við sundin, skapandi borg, vistvænni samgöngur, græna borgin, borg fyrir fólk, miðborgin, landnotkunarákvæði og inngangur), ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum. Einnig lögð fram umsögn Siglingastofnunar, dags. 8. maí 2013, umsögn Kópavogsbæjar, dags. 10. maí 2013, bréf Skipulagsstofnunar, dags. 22. maí 2013 og umsögn sveitarfélagsins Ölfuss, dags. 30. maí 2013, ásamt athugasemdum og ábendingum. Jafnframt er lagður fram listi yfir breytingar/viðbætur við fyrirliggjandi tillögu, efnislegar breytingar og aðrar lagfæringar, dags. 3. júní 2013, kort sem sýnir afmörkun götusvæða í miðborginni, minnisblað frá Minjasafni Reykjavíkur og samantekt á athugasemdum eftir íbúafundi vorið 2012. R11060102
- Kl. 11.43 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
Borgarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 (apríl 2013, að viðbættum framlögðum breytingum og lagfæringum), sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu, sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, til borgarstjórnar.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Endurskoðun aðalskipulags hófst árið 2006 og hefur verið unnin í tíð margra meirihluta í borgarstjórn. Borgarráð vill þakka kjörnum fulltrúum, stýrihópi um endurskoðun aðalskipulags, starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs og annarra sviða sem unnið hefur að endurskoðuninni, fyrir metnaðarfull og fagleg vinnubrögð. Einnig er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum þakkað fyrir þátttöku í löngu samráðsferli og setu í ótal vinnuhópum.
Fundi slitið kl. 11.50
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hjálmar Sveinsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir