Borgarráð - Fundur nr. 5269

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, fimmtudaginn 30. maí, var haldinn 5269. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Kristbjörg Stephensen, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ólöf Örvarsdóttir og Hrólfur Jónsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.
Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig tekur Þorleifur Gunnlaugsson sæti undir þessum lið. R11060102

- Kjartan Magnússon tekur sæti á fundinum kl. 9.10

2. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 17. og 24. maí 2013. R13010020

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. apríl 2013. R13010032

4. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16. maí 2013. R13010033

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 17. maí 2013. R13010029

6. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. og 29. maí 2013. R13010028
B-hluti fundargerðanna samþykktur.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R13040127

8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R13010039
Samþykkt að veita eftirtalda styrki:
Hverfablað Laugardals, Háaleitis og Bústaða kr. 350 þúsund.
Hverfablað Miðborgar og Hlíða kr. 350 þúsund.
Styrkumsókn Samhjálpar samþykkt með sex atkvæðum gegn einu.
Afgreiðslu annarra styrkumsókna frestað.

Borgarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir að yfirlit yfir alla styrki og samninga sem gerðir hafa verið við Samhjálp frá árinu 2006 verði sendir borgarfulltrúum með gögnum fyrir borgarstjórnarfund á þriðjudag, sem og ársreikningar samtakanna fyrir árin 2010-2012.

9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13050001

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. maí 2013, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 59 og 61 við Hverfisgötu og 6b við Frakkastíg. R13050128
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 15. maí sl., varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.4, Þjóðleikhúsreit, vegna lóðarinnar nr. 19 við Hverfisgötu. R13050127
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 15. maí sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Hólmsheiði, hesthúsabyggðar í Almannadal. R13050129
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 22. maí sl., um kynningu á lýsingu, dags. í maí 2013, vegna deiliskipulags á reitnum Einholti-Þverholti. R12060152
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 22. maí sl., varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.1.72.0, Brynjureits, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg. R12110047
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 15. maí 2013, um breytingu á deiliskipulagi 1.185.6 vegna lóðar nr. 25 við Njarðargötu. R13050138
Samþykkt.

16. Lagðar fram umsagnir umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. maí 2013 íþrótta- og tómstundaráðs frá 2. maí 2013 um greinargerð starfshóps um brú yfir Fossvog. R12100336
Með vísan til umsagna er samþykkt að funda með bæjaryfirvöldum í Kópavogi til að ákveða næstu skref í málinu.

17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. maí 2013, um leigusamning vegna jarðhæðar að Skólavörðustíg 1a. R13050041
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. maí 2013, um breytingu á úthlutunarskilmálum fyrir Úlfarsárdal og Reynisvatnsás og endurskoðaða almenna lóða- og framkvæmdaskilamála. R13020140
Frestað.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. maí 2013:
Borgarráð samþykkir að gengið verði frá meðfylgjandi samkomulagi Reykjavíkurborgar við Embætti landlæknis um að tekið verði upp markvisst samstarf til heilsueflingar og aukinnar lýðheilsu í Reykjavík. R13040051
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 17. maí 2013, með bókun stjórnar SHS um mikilvægi þess að gengið verði formlega frá samningi um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. R09090169

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð tekur undir bókun stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 17. maí sl. vegna samninga um sjúkraflutninga. Jafnframt er skorað á viðkomandi ráðuneyti og stofnanir að ganga frá samningum tafarlaust svo þessi mikilvægi öryggisþáttur íbúa á höfuðborgarsvæðinu verði ekki settur í uppnám. Þetta verkefni hefur verið unnið í verktöku af Slökkviliðinu um árabil fyrir ríkið.
Harmað er að ekki sé búið að ganga frá formlegum samningi um þetta mikilvæga öryggismál þrátt fyrir samkomulag um nýjar samningsforsendur sem fulltrúar SHS og VEL skrifuðu undir eftir mikla undirbúnings- og samningavinnu og lúta að því að þóknanirnar verði leiðréttar í áföngum. Það hefur lengi verið skoðun sveitarfélaganna að ríkið hafi alls ekki greitt rétt verð fyrir þessa þjónustu. Tvær athuganir óháðra fagaðila staðfesta þetta en seinni athugunin er könnun KPMG frá 2012. Síðasti verksamningur rann úr gildi í lok árs 2011. Að mati stjórnarinnar er það óásættanlegt þegar fagráðuneyti gengur frá samkomulagi, í þessu tilfelli velferðaráðuneytið, að málið skuli ekki vera afgreitt hjá fjármálaráðuneytinu.

21. Tilnefning fulltrúa í stjórn Skógarbæjar. R10060127
Samþykkt að Ingibjörg Óðinsdóttir taki sæti Jórunnar Frímannsdóttur í stjórninni.

22. Lagt fram bréf stjórnar kirkjubyggingarsjóðs, dags. 16. maí 2013, um styrkúthlutanir úr sjóðnum fyrir árið 2013. R13030113
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

23. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. maí 2013, að tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2014 og fimm ára áætlunar 2014-2018. R13010213

24. Lögð fram tillaga borgarstjóra ásamt greinargerð, dags. 29. maí 2013, um lántöku Félagsbústaða hf. Jafnframt lögð fram drög að lánasamningi milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Félagsbústaða hf. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Félagsbústaða hf., dags. 29. maí 2013. R13040071
Vísað til borgarstjórnar.

25. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 29. maí 2013, varðandi tillögu að lántöku Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra um málið, dags. 23. janúar 2013. Einnig lagt fram bréf slökkviliðsstjóra, dags. 27. maí 2013. R13010185
Vísað til borgarstjórnar.

26. Lagður fram dómur Hæstaréttar nr. 26/2013, dags. 23. maí 2013, Iceland Excursions Allrahanda ehf. gegn Reykjavíkurborg. R11110079

27. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 28. maí 2013, ásamt drögum að samningi á milli Reykjavíkurborgar, Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Vals um uppgjör á grundvelli samninga milli aðila. R10100319
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. maí 2013, varðandi beiðni um viðbótarfjármagn til kaupa á yfirvinnu af sálfræðingum sem sinna sérfræðiþjónustu skóla á velferðarsviði júní-desember 2013. Greinargerð fylgir. R13050162
Samþykkt.
Vísað til borgarstjórnar.

29. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir yfirliti um timburhús í eigu Reykjavíkurborgar. Í hverjum þeirra fer fram dagleg starfsemi og hvernig er brunavörnum háttað í þeim? Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um fyrirkomulag brunavarna í húsum þar sem hópstarf fer fram, t.d. kennsla barna og ungmenna og starfsemi gistiskýlis. Einnig er óskað eftir upplýsingum um fyrirkomulag brunavarna í timburhúsum þar sem stunduð er kennsla eða annað hópstarf með stuðningi Reykjavíkurborgar. Óskað er eftir upplýsingum um hús Menntaskólans í Reykjavík, þótt það sé ekki í eigu borgarinnar. Þá er óskað eftir upplýsingum um fyrirkomulag brunavarna í timburhúsum, sem hafa sérstakt sögulegt gildi. Eru viðurkennd vatnsúðakerfi (sprinkler) til staðar í þessum húsum þar sem við á? R13050177

30. Lögð fram svohljóðandi ítrekun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Fyrir fjórum mánuðum lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram formlega fyrirspurn í borgarráði um þann kostnað sem fallið hefur vegna margvíslegra breytinga á stjórnkerfi borgarinnar á þessu kjörtímabili. Enda þótt upplýsingar varðandi þetta hljóti að liggja fyrir hefur meirihluti Besta flokks og Samfylkingar ekki enn þá lagt fram svar í ráðinu. Markmið stjórnkerfisbreytinganna var að auka hagkvæmni en í skýrslu úttektarnefndar á stjórnsýslu borgarinnar er það gagnrýnt að tíðar stjórnkerfisbreytingar hafi valdið óvissu hjá starfsmönnum án þess að þær hafi leitt til sjáanlegrar rekstrarlegrar hagkvæmni. Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 31. janúar á þessu ári er ítrekuð. R12030116

Fundi slitið kl. 10.41

Dagur B. Eggertsson

Björk Vilhelmsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
JúlíusVífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Sóley Tómasdóttir