No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 16. maí, var haldinn 5268. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Eva Einarsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Kristbjörg Stephensen, Hrólfur Jónsson og Ólöf Örvarsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 13. maí 2013. R13010013
2. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. og 15. maí 2013. R13010028
B-hluti fundargerðanna samþykktur.
3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R13040127
- Kl. 9.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
4. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, ásamt fylgigögnum, dags. í dag. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, með tillögu að afgreiðslu styrkja. R13010039
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðsluna.
5. Fram fer kynning á reglum um meðferð innherjaupplýsinga.
Gísli Guðmundsson og Halldóra Káradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig tekur Einar Örn Benediktsson sæti á fundinum. R13050075
6. Fjölmenningardagurinn 2013. R13050049
Bókun borgarráðs:
Borgarráð þakkar starfsfólki mannréttindaskrifstofu auk allra þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóg við skipulagningu og framkvæmd fjölmenningardagsins sem haldinn var hátíðlegur 11. maí sl. Hátíðin var nú haldin í fimmta sinn og tókst einkar vel en markmiðið með hátíðahöldunum er að fagna fjölbreyttri menningu borgarsamfélagsins.
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 8. maí 2013, með bókun borgarstjórnar, dags. 7. maí 2013, um stjórnsýsluúttekt Reykjavíkurborgar. R13040138
Borgarráð þakkar úttektarnefnd borgarstjórnar fyrir skýrslu hennar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Í skýrslunni er að finna ýmsar upplýsingar, ábendingar og athugasemdir um stjórnkerfi og stjórnsýslu borgarinnar sem er mikilvægt að skoða. Borgarráð vísar hér með úttektarskýrslunni til forsætisnefndar, stjórnkerfisnefndar og fagráða borgarinnar til greiningar og úrvinnslu. Sérstök áhersla verði lögð á beinar ábendingar úttektarnefndarinnar. Lagt er til að borgarráð setji á laggirnar starfshóp undir forystu borgarritara er hafi umsjón með úrvinnslu skýrslunnar. Mál þetta verði tekið fyrir í borgarráði reglulega. Farið verði yfir stöðu málsins og hvernig úrvinnslu miðar.
8. Lögð fram skýrsla starfshóps á vegum Faxaflóahafna, dags. í maí 2013, um óháða umhverfisúttekt á Grundartanga, ásamt bréfi hafnarstjóra, dags. 8. maí 2013.
Hjálmar Sveinsson og Gísli Gíslason taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13050035
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 13. maí 2013, sbr. samþykkt velferðarráðs s.d., um breytingu á tekju- og eignamörkum í reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur.
Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13050072
Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði gegn tillögunni.
10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Borgarráð staðfestir meðfylgjandi tillögu skóla- og frístundaráðs um staðsetningu þátttökubekkjar Klettaskóla í Árbæjarskóla.
Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 15. maí 2013, um staðsetningu þátttökubekkjar Klettaskóla í Árbæjarskóla.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13050066
Samþykkt.
11. Lögð fram samantekt sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 24. apríl 2013, um stöðu foreldra með ung börn í Reykjavík, þá þróun sem orðið hefur á aldri barna í vistun hjá dagforeldrum og helstu atriði úr stefnumótun borgarinnar um Blíða byrjun, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 6. nóvember 2012. R12110011
Frestað.
12. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. maí 2013, varðandi landleigusamning í Gunnunesi. R13050040
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. maí 2013, varðandi húsaleigusamning við Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Lindargötu 51. R12110074
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. maí 2013, varðandi leigusamninga á Keilugranda 1. R12120002
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. maí 2013, varðandi húsaleigusamning á Korpúlfsstöðum. R13050039
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. maí 2013, þar sem óskað er heimildar til að ganga frá viðaukasamningi við leigusamning vegna reksturs Perlunnar í Öskjuhlíð. R13050038
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 15. maí 2013, um forsendur fjárhagsáætlunar 2014 og fimm ára áætlunar 2014-2018. R13010213
18. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 15. maí 2013, um tekjuáætlun 2014. R13010213
19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. maí 2013:
Lagt er til að borgarráð heimili fjármálastjóra að semja við allt að fimm aðila um viðskiptavakt á skuldabréfaflokkum Reykjavíkurborgar í Kauphöll, þ.e. RVK09 1 og RVK19 1. Fjölgi viðskiptavökum úr þremur í fjóra eða fimm er fjármálastjóra veitt heimild til að gera samninga við allt að fimm viðskiptavaka um hliðstæða fyrirgreiðslu við þá sem nú er og stækka skuldabréfaflokkana sem því nemur.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13050071
Samþykkt.
- Kl. 10.40 víkur Elsa Hrafnhildur Yeoman af fundinum.
20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að meðfylgjandi tillaga umhverfis- og skipulagsráðs um göngugötur í miðborg Reykjavíkur 2013 verði samþykkt.
Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um göngugötur í miðborg Reykjavíkur 2013 og lokanir gatna vegna framkvæmda í sumar. R13010133
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt ríka áherslu á samráð við borgarbúa og rekstraraðila vegna lokana á götum í miðborginni á sumrin. Sérstaklega er mikilvægt að vakta áhrif lokana nú í sumar vegna framkvæmda á Hverfisgötu, Klapparstíg og Frakkastíg. Þeim götum mun verða lokað á sama tíma og sumarlokanir Laugavegar og Skólavörðustígs verða í gildi. Fulltrúar SAF og ýmsir rekstraraðilar hafa lýst áhyggjum sínum vegna þessa. Við ítrekum mikilvægi þess að samráð við þá verði viðvarandi, einnig á meðan lokunum stendur.
21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2013, varðandi forval vegna aðstöðu fyrir líkamsrækt í Breiðholtslaug. R13020009
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2013, um ný götuheiti í Reykjavík. R13050060
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2013, um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 5 við Efstaleiti. R13050061
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. maí 2013, þar sem lagt er til að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna „Betri hverfa 2013“.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13010170
Samþykkt.
- Kl. 11.13 tekur Einar Örn Benediktsson sæti á fundinum.
25. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. maí 2013, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna göngu- og hjólastíga við Borgartún.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13050068
Samþykkt.
- Kl. 11.18 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.
26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 8. maí 2013, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 7. maí 2013, þar sem tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, um tilflutning á stökum frídögum launafólks að vori, er vísað til borgarráðs. R13050033
Vísað til umsagnar helstu trúfélaga og stéttarfélaga.
27. Kynnt er dagskrá á fundi stjórnar samstarfssjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar sem haldinn verður í Nuuk þann 24. maí nk. Fulltrúar Reykjavíkurborgar verða borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir. R13040144
28. Kynnt er fyrirhuguð ferð Evu Einarsdóttur borgarfulltrúa til Guildford 2.-7. júní þar sem fram fer kynning á atvinnumálum. R13050096
Fundi slitið kl. 11.25
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Eva Einarsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Óttarr Ólafur Proppé
Sóley Tómasdóttir