Borgarráð - Fundur nr. 5267

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, miðvikudaginn 8. maí, var haldinn 5267. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sátu fundinn eftirtaldir embættismenn: Ellý K. Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir og Hrólfur Jónsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.


Þetta gerðist:


1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 22. apríl 2013. R13010011

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 22. apríl 2013. R13010017

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 2. maí 2013. R13010018

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 2. maí 2013. R13010019

5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 3. maí 2013. R13010020

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 29. apríl 2013. R13010030

7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. maí 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R13040127

9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, ásamt fylgigögnum, dags. 8. maí 2013. R13010039
Frestað.

10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 5 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13050001

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. maí 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 2. maí 2013, þar sem umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um breytingartillögu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 var samþykkt. Einnig lagt fram bréf skipulagsstjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ásamt fylgigögnum, dags. 23. apríl 2013, R11040109
Samþykkt.
Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Fallist er á breytingatillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 til 2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga til samþykktar í auglýsingu. Tekið skal fram að í því felst ekki samþykki á tillögunum.

- Kl. 9.15 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 24. apríl sl., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Nauthólsvíkur. R12080035
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf Þorbergs Þórssonar, dags. 5. febrúar 2013, með ósk um að Reykjavíkurborg veiti samþykki sitt og standi straum af tilkostnaði við uppsetningu á umhverfislistaverki úti í Reykjavíkurtjörn. Jafnframt lögð fram umsögn menningar- og ferðamálaráðs, dags. 8. apríl 2013, þar sem ekki er mælt með framkvæmdinni. Þá er lagt fram bréf Þorbergs, dags. 30. apríl 2013, varðandi umsögnina. R09120094
Umsögn menningar- og ferðamálaráðs samþykkt.

- Kl. 9.20 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.

14. Lagðar fram umsagnir menningar- og ferðamálaráðs, dags. 1. mars 2013, og umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 23. apríl 2013, um erindi Einherja, dags. 28. janúar 2013, þar sem óskað er eftir að halda víkingahátíð í Hljómskálagarðinum í Reykjavík dagana 13.-14. júlí 2013. R13020003
Samþykkt.

15. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. apríl 2013, við erindi lögreglustjóra, dags. 21. mars 2013, varðandi fyrirspurn um lögmæti auglýsinga um umferð í Reykjavík. R13030133
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.

- Kl. 9.30 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.

16. Lagður fram dómur Hæstaréttar nr. 616/2012, Hannes Jónas Jónsson og Rósa Þórunn Hannesdóttir gegn Reykjavíkurborg. R11110092

17. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 614/2012, Ragnar Arnarsson og Hólmfríður Pétursdóttir gegn Reykjavíkurborg. R11110060

18. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 615/2012, Björn Traustason ehf. gegn Reykjavíkurborg. R11110063

19. Lagður fram dómur Hæstaréttar, nr. 210/2013, Þorsteinn Kúld gegn Reykjavíkurborg. R12090096

20. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags, 8. apríl 2013, þar sem óskað er eftir undanþágu frá upplýsingalögum fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur. R13040033
Frestað.
Bjarni Bjarnason og Elín Smáradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir meðfylgjandi samning við Miðborgina okkar fyrir árið 2013. Kostnaður greiðist af kostnaðarstað 09510, verkefni 01236.
Jafnframt lagður fram undirritaður samningur milli félagsins Miðborgin okkar og Reykjavíkurborgar, dags. 23. apríl 2013. R09090072
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 3. maí 2013, um samkomulag milli Reykjavíkurborgar og Fimleikasambands Íslands vegna EM í hópfimleikum 2014. R13010101
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 9.56

Dagur B. Eggertsson
Björk Vilhelmsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir