No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 2. maí, var haldinn 5266. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00 Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sitja fundinn: Ellý K. Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir og Hrólfur Jónsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 9. og 12. febrúar 2013. R13010009
2. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 2., 8. og 10. apríl 2013. R13020044
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 11. apríl 2013. R13010010
4. Lögð framundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 15. apríl 2013. R13010013
5. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Hlíða frá 15. og 22. apríl 2013. R13010015
6. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Kjalarness frá 14. febrúar, 21. mars og 11. apríl 2013. R13010016
7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 11. apríl 2013. R13010019
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 5. apríl 2013. R13010032
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19. apríl 2013. R13010029
10. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 11. mars 2013. R13010030
11. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. apríl 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R13040127
13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 16 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13040002
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. apríl 2013, um heimild til að bjóða út framkvæmdir við gerð heitra potta við Vesturbæjarlaug, áætlaður kostnaður er 120 m.kr.
- Kl. 9.08 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum. R12030102
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir liðum 14-16.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. apríl, um heimild til að bjóða út framkvæmdir vegna leikvalla, torga og opinna svæða árið 2013, áætlaður kostnaður er 200 m.kr.
- Kl. 9.11 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum. R13040140
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. apríl 2013, ásamt verkstöðuskýrslu nýframkvæmda. R13040158
17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. apríl 2013, ásamt tillögu að breytingu á fjárfestingaráætlun menningar- og ferðamálasviðs 2013. R13030069
Vísað til borgarstjórnar.
18. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. apríl 2013, ásamt tillögu að breytingum á verkstöðvum umhverfis- og skipulagssviðs. R13040134
Borgarráð samþykkir tillöguna og vísar nánari útfærslu hennar og gerð tímaáætlunar til gerðar framkvæmdaáætlunar.
Guðjóna Björk Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 24. apríl sl., ásamt tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, þar sem samþykkt er að senda tillögu til umsagnar og kynningar.
- Kl. 10.05 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundinum og Kjartan Magnússon tekur þar sæti. R11060102
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til bókunar sinna í umhverfis- og skipulagsráði.
20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 24. apríl sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna staðsetningar skiltis. R13040141
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 24. apríl sl., um úthlutun styrkja úr húsverndarsjóði. R13040142
Samþykkt.
22. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. apríl 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 10. apríl sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu deiliskipulags Mela og Grímstaðaholts vegna lóðar nr. 1 við Hagamel, Melaskóla.
Borgarráð samþykkir að beina því til hverfisráðs Vesturbæjar að standa fyrir opnum fundi með börnum og foreldrum í hverfinu um staðsetningu boltagerðisins og aðstæður barna til útivistar og leikja almennt.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir furðu og vonbrigðum með að ekki sé fyrirhugað að leggja battavöll í Vesturbænum á árinu 2013 þrátt fyrir ítrekaðar tillögur Sjálfstæðisflokksins þar að lútandi. Enn einu sinni skal minnt á að Vesturbærinn er nú eina hverfi borgarinnar þar sem enginn battavöllur er á skólalóð og því er löngu orðið tímabært að bætt sé úr því. Í nokkrum hverfum eru nú komnir battavellir á allar skólalóðir og önnur hverfi eru langt komin. Fyrri meirihluti hafði, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, lagt drög að því að bætt yrði úr slíkum skorti á battavöllum í Vesturbænum á árinu 2010 en eftir að nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tók við, var horfið frá þeim fyrirætlunum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skora á borgarstjórnarmeirihlutann að taka tillit til löngu samþykktrar forgangsröðunar vegna staðsetningar battavalla og sjá til þess að slíkur völlur verði lagður í þágu barna og ungmenna í Vesturbænum á árinu 2013. Þá er gerð athugasemd við framlagðar teikningar af battavelli á lóð Melaskóla. Við lýsum yfir furðu okkar á að á teikningunni skuli einungis gert ráð fyrir battavelli af minni gerðinni (13x23 metrar) en ekki af fullri stærð (18x33 metrar) eins og er við flesta skóla. Melaskóli er fimmti fjölmennasti grunnskóli borgarinnar og skólalóð hans ber með sóma battavöll í fullri stærð. Þá er lega fyrirhugaðs vallar í ósamræmi við aðra velli á lóðinni og verður ekki betur séð en færanlegar kennslustofur á lóðinni ráði legunni. R13040060
Samþykkt.
Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
23. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. apríl 2013, um heimild til að bjóða út framkvæmdir vegna endurgerðar lóða við Seljaskóla, Hamraskóla, Réttarholtsskóla og Beiðagerðisskóla og vegna nýrra boltagerða við Vættaskóla, Fossvogsskóla og undirbúnings vegna Melaskóla, kostnaðaráætlun er 240 m.kr. R13040139
Samþykkt.
Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi við umfjöllun um skólalóð Melaskóla.
24. Lögð fram undirrituð viljayfirlýsing velferðarráðuneytis og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og þjónustu fyrir aldraða í Reykjavík. R12120040
Samþykkt.
Stella K. Víðisdóttir tekur sæti undir liðum 24 og 25.
25. Lögð fram umsögn velferðarsviðs, dags. 21. mars 2013, um tillögur starfshóps á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um tilraunaverkefni um rekstur bakvakta barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu. R13030024
Samþykkt.
26. Lagt fram bréf mannréttindastjóra, dags. 29. apríl 2013, um breytingu á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. R07020188
Vísað til borgarstjórnar.
27. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 12. apríl 2013, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 8. apríl sl., um listaverkagjöf Hallsteins Sigurðssonar til Reykjavíkurborgar. R13040064
Samþykkt.
28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir meðfylgjandi samning við Miðborgina okkar fyrir árið 2013. Kostnaður greiðist af kostnaðarstað 09510, verkefni 01236.
Jafnframt lagður fram undirritaður samningur milli félagsins Miðborgin okkar og Reykjavíkurborgar, dags. 23. apríl 2013. R09090072
Frestað.
- Kl. 11.00 víkur Kjartan Magnússon af fundinum og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur þar sæti.
29. Fram fer kynning á skýrslu úttektarnefndar borgarstjórnar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. R13040138
Sigurður Þórðarson, Hlökk Theodórsdóttir, Henry A. Henrysson og Vigdís Þ. Sigfúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.
30. Lögð fram að nýju umsögn borgarlögmanns, dags. 18. apríl 2013, um erindi varðandi heimild til framsals byggingarréttar án greiðslu viðbótargjalds. Einnig er lagt fram bréf Garðars Sveins Hannessonar, dags. 2. apríl 2013. R13040006
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir meðfylgjandi tillögu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur um vegglistaverk í Breiðholti ásamt kostnaðaráætlun. Útgjöld vegna verkefnisins fyrir árið 2013 að fjárhæð 10.858 þ.kr. greiðist af liðnum ófyrirséð 09205. Kostnaður vegna verkefnisins árið 2014, áætlaður 6.820 þ.kr., er vísað til fjárhagsáætlunar 2014.
Einnig lagt fram bréf Listasafns Reykjavíkur, dags. 15. apríl 2013, ásamt tillögu að útfærslu og kostnaðaráætlun vegna vegglistaverkefna í Efra-Breiðholti, sbr. einnig samþykkt borgarráðs frá 7. febrúar 2013. R13020013
Samþykkt.
32. Lagt fram svar framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 5. apríl 2013, um fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um að veita sjó í heita potta sundlauganna í Reykjavík. R13040065
33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. apríl 2013:
Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg verði formlegur samstarfsaðili að verkefninu Spirit of Humanity Forum. Tilgangur verkefnisins er að skapa alþjóðlegan vettvang, sem reglulega leiðir saman og stuðlar að tengslum milli áhrifafólks og leiðtoga víðs vegar að úr heiminum, sem vilja stuðla að friði og auka mannúð á öllum sviðum samfélaga. Reykjavíkurborg var gestgjafi og tók þátt í að skipuleggja ráðstefnu undir þessum merkjum árið 2012 og er nú stefnt að öðrum alþjóðlegum viðburði með svipuðu sniði í Reykjavík í apríl 2014. Skipuð verði 3ja manna verkefnisstjórn er haldi utan um verkefnið. Samstarfsaðilar að verkefninu eru svissnesku samtökin Education 4 Peace Foundation, góðgerðarsamtökin Guerrand-Hermès Foundation for Peace, Brahma Kumaris World Spiritual University og World Servers Foundation, sem hefur haldið utan um undirbúning til þessa. Kostnaður vegna undirbúnings á árinu 2013 er 10.000 evrur (um 1,5 m.kr.) fyrir hvern aðila sbr. hjálögð drög að samkomulagi, og greiðist framlag Reykjavíkurborgar af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstaður 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10120039
Samþykkt.
34. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þann 26. janúar 2012 skipaði borgarráð starfshóp sem marka átti framtíðarsýn um samþætta hverfaþjónustu og hlutverk hverfisráða í Reykjavík. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna átti ásamt öðrum sæti í hópnum sem vann hratt og vel og virtist vera að nálgast niðurstöðu sumarið 2012. Síðan þá hafa engir fundir verið boðaðir og svo virðist sem áhugi meirihlutans á verkefninu hafi skyndilega dofnað. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir minnisblaði frá borgarstjóra um starf hópsins og skýringar á því að engar niðurstöður liggja enn fyrir. R12010121
35. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna gengur ítrekar fyrirspurn um endurskoðun á innheimtureglum Reykjavíkurborgar. R11090110
Fundi slitið kl. 12.33
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Óttarr Ólafur Proppé
Sóley Tómasdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir