Borgarráð - fundur nr. 5265

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð


Ár 2013, föstudaginn 26. apríl, var haldinn 5265. fundur borgarráðs. Aukafundur þessi var haldinn á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn, Birgir Björn Sigurjónsson, Anna Margrét Jóhannsdóttir og Hrólfur Jónsson.
Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra: dags. í dag.
Lagt er til að Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði veitt heimild til að til að gera tvíþættan samning við alþjóðlega fjárfestingabankann Goldmann Sachs sem annars vegar felur í sér um 25 milljóna USD lán til 18 mánaða og hins vegar heimild að gera við sama banka vaxtaskiptasamninga í mismunandi erlendum myntum að andvirði allt að 500 milljón EUR til 56 mánaða.
Greinargerð fylgir tillögunni.

- Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum kl. 9.25.
- Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9.28
Samþykkt að vísa tillögunni til borgarstjórnar.

2. Lögð fram umsögn borgarlögmanns dags. 18. apríl 2013 um erindi varðandi heimild til framsals byggingarréttar án greiðslu viðbótargjalds. Einnig er lagt fram bréf Garðars Sveins Hannessonar dags. 2. apríl 2013. R13040006
Frestað.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á kjörskrám í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna alþingiskosninga 27. apríl nk. R13030104
Samþykkt.

4. Kynntur er ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012. R12110037
Ólafur Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Jón Sturla Jónsson, fulltrúar í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Sömuleiðis tóku sæti á fundinum Guðmundur Snorrason og Arna G.. Tryggvadóttir frá PWC.
Jafnframt taka Halldóra Káradóttir og Gísli Guðmundsson frá fjármálaskrifstofu sæti á fundinum.
Samþykkt að vísa ársreikning Reykjavíkurborgar til borgarstjórnar.
Jafnframt ákveðið að halda kynningarfund um ársreikninginn fyrir borgarfulltrúa 6. maí kl. 15.00 og að umræður í borgarstjórn um ársreikninginn fari fram 30. apríl og 14. maí nk.


Fundi slitið kl. 11.18.

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Jón Gnarr Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir