No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 11. apríl, var haldinn 5263. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn. Ellý K. Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Anna Margrét Jóhannesdóttir og Ólöf Örvarsdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 20. febrúar, 8. mars og 20. mars 2013. R13020044
2. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 25. mars og 4. apríl 2013. R13010033
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. mars 2013. R13010032
4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. apríl 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R13030128
6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 12 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13030001
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. apríl 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 10. apríl sl., um að endurauglýsa tillögu að aðalskipulagi Sogamýrar. R13020092
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til bókana sinna í umhverfis- og skipulagsráði.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. apríl 2013, sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. apríl sl., um að endurauglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sogamýrar. R11040107
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2013, um heimild til að ljúka verkhönnun og bjóða út framkvæmdir við 1. áfanga endurgerðar Hverfisgötu og Frakkastígs 2013.
Borgarráðs fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Framkvæmdir á Hverfisgötu og Frakkastíg nú í sumar og á næsta ári munu hafa veruleg áhrif á aðgengi vegfarenda og umhverfið almennt. Mikilvægt er að samráð sé haft við þá sem búa við göturnar og í aðliggjandi hverfum. Fyrirtæki verða að hafa tækifæri til þess að laga rekstur sinn að lokunum og takmörkuðu aðgengi viðskiptavina. Óumflýjanlega munu lokanir gatna einnig hafa áhrif á verslun við Laugaveg og Skólavörðustíg og þarf kynning og samráð að taka tillit til þess. Ítrekað er að ekki verði gengið frá framkvæmdaferlinu og nauðsynlegum aðgerðum fyrr en samráð hefur farið fram. R13030101
Samþykkt.
- Kl. 9.15 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9.22 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum og Hjálmar Sveinsson víkur sæti.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2013, ásamt samantekt um framkvæmdir skv. hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar. R12070080
- Ámundi Brynjólfsson og Stefán Finnsson taka sæti á fundi undir lið 9 og 10.
11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags, 10. apríl 2013:
Borgarráð samþykkir breytingu á stjórnskipulegri stöðu Bílastæðasjóðs. Bílastæðasjóður verði sjóður í eigu Reykjavíkurborgar með sjálfstæðan fjárhag og heyri undir bílastæðanefnd í umboði borgarráðs. Bílastæðanefnd starfi á grunni hjálagðra samþykkta.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12110126
Frestað.
12. Rætt um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli og staða samninga kynnt. R12100372
13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð geri heildarsamning við Heimili kvikmyndanna ses. vegna rekstrar Bíós Paradísar. Árlegt framlag nemur nú 5,5 m.kr. Lagt er til viðbótarframlag sem nemi 6,5 m.kr. árlega, auk framlags vegna kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga sem nemi 2,5 m.kr. árlega á tímabilinu 1. janúar 2013 til 31. desember 2015. Samtals er upphæðin því 14,5 m.kr. á ári tímabilið 2013-2015. Menningar- og ferðamálasviði er falið að gera samning við Heimili kvikmyndanna á grundvelli fyrirliggjandi samnings og annast eftirlit með honum. Samningurinn skal gerður með fyrirvara um að Heimili kvikmyndanna ses. fái að lágmarki jafnhátt framlag frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til rekstrarins og með fyrirvara um fjárhagsáætlun 2014-2015. Skal það staðfest með sérstökum samningi millimennta- og menninarmálaráðuneytis og Heimilis kvikmyndanna ses. Viðbótarframlag fyrir árið 2013, 9 m.kr., skal fjármagna af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstaður 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13010144
Frestað.
14. Borgarráð samþykkir að tilnefna Diljá Ámundadóttur og Kristínu Soffíu Jónsdóttur í stjórnkerfisnefnd í stað Heiðu Kristínar Helgadóttur og Bjarkar Vilhelmsdóttur. R13040023
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. apríl 2013, um tillögu starfshóps um samkeppni um framtíðarskipulag á svæði Háskóla Íslands. R13040024
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. apríl 2013, ásamt tillögu að eigendastefnu fyrir Sorpu bs., sbr. samþykkt stjórnar SSH 8. apríl sl. R12040059
Frestað.
17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. apríl 2013, ásamt tillögu að eigendastefnu fyrir Strætó bs., sbr. samþykkt stjórnar SSH 8. apríl sl. R12040059
Frestað.
18. Lagt fram bréf formanns framtíðarhóps SSH, dags. 5. apríl, ásamt samningi um framkvæmd sóknaráætlunar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22. mars 2013, með verkefnatillögum. R13040025
- Páll Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir liðum 16, 17 og 18.
19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. apríl 2013, ásamt viljayfirlýsingu velferðarráðuneytis og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og þjónustu fyrir aldraða í Reykjavík. R12120040
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. apríl 2013, um undanþágu frá aldursskilyrði og höfnun forkaupsréttar á eign að Vesturgötu 7. R13030132
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 5. apríl 2013, um að 75.700 þ.kr. verði fluttar af kostnaðarstað 09205 til menningar- og ferðamálasviðs, kostnaðarstað 03145, vegna viðaukasamnings um Hörpu. R13030069
Vísað til borgarstjórnar.
Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
22. Lagður fram samningur um rekstur og starfsemi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss, ódags. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 9. apríl 2013, um samninginn. Einnig er lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. apríl 2013, varðandi afgreiðslu málsins. R13010037
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.
Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. apríl 2013:
Lagt er til að borgarráð samþykki að haga álagningu ábyrgðargjalds á Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2013 þannig að 0,49#PR ábyrgðargjald verði lagt á lán vegna samkeppnishluta fyrirtækisins og 0,375#PR á lán vegna sérleyfishluta en ekki verði lagt ábyrgðargjald á eigendalán til fyrirtækisins.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13010209
Samþykkt.
24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. apríl 2013:
Lagt er til að meðfylgjandi samningur á milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sf., um frágang vegna gatnagerðar er tengist lóð sem félagið úthlutaði til HB Granda hf. á Norðurgarði eins og nánar er lýst í hjálögðum drögum að samningi, verði samþykktur. Samkvæmt samningsdrögum greiðir Reykjavíkurborg Faxaflóahöfnum sf. kr. 67.000.000 að viðbættum 25,5#PR virðisaukaskatti, eða samtals kr. 84.085.000, sem fjármagnað er af kostnaðarstað 4200. R13040034
Frestað.
25. Lagt fram bréf formanns stýrihóps um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkur, dags. 10. apríl 2013, um að óskað verði eftir viðræðum við ríkið um samstarf um uppbyggingu nýrra leiguíbúða. Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. apríl 2013, um afgreiðslu málsins. R13010108
Samþykkt.
26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg hefji viðræður við innanríkisráðuneytið um sameiginlegt átak ríkis og borgar í þeim tilgangi að endurnýja hraðamyndavélar og nýta þá tækni sem þróuð hefur verið til að koma skilaboðum til ökumanna. Mótuð verði markmið til framtíðar og mat lagt á kostnað af fjárfestingum og viðhaldi. Sektargreiðslur renni til endurnýjunar og rekstrar hraðamyndavéla.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13040015
Samþykkt.
27. Lagt fram bréf Kristjáns Jóhannssonar f.h. Borgarblaða ehf., dags. 30. janúar 2013, um styrki til Breiðholtsblaðsins og Vesturbæjarblaðsins. R13020002
Samþykkt að veita hvoru blaði styrk að fjárhæð 350 þúsund.
28. Lögð fram tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags. 10. apríl 2013, um skuldabréfaútboð. R12100393
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
29. Lögð fram tillaga fjármálastjóra, dags. 11. apríl 2013, um vísun ársreiknings Reykjavíkurborgar 2012 til endurskoðunar. R12110037
Kl. 11.35 víkur Óttarr Proppé af fundi og Einar Örn Benediktsson tekur þar sæti.
Kl. 11.45 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.
Samþykkt.
Gísli Gíslason, Halldóra Káradóttir, og fulltrúar í endurskoðunarnefnd Reykjavíkur taka sæti á fundinum við afgreiðslu málsins.
Fundi slitið kl. 12.15
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir