Borgarráð - Fundur nr. 5262

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð


Ár 2013, fimmtudaginn 4. apríl, var haldinn 5262. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 14. mars. R13010010

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 11. mars 2013. R13010013

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 18. mars 2013. R13010015

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 18. mars 2013. R13010017

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 21. mars 2013. R13010018

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 14. mars 2013. R13010019

7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 22. mars 2013. R13010020

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. febrúar 2013. R13010032

9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R13030128

- Kl. 9.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. mars 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. mars sl., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Landsímareits. Jafnframt lagður fram undirskriftalisti BIN-hópsins mótt. 26. október 2012. R13030137
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna vísar í bókun hreyfingarinnar úr skipulagsráði, þar sem gerðar eru talsverðar athugasemdir við uppbyggingaráformin. Þrátt fyrir það situr fulltrúinn hjá við afgreiðslu málsins, enda brýnt að tillagan komist sem fyrst til umfjöllunar meðal borgarbúa sem án efa hafa á henni sterkar skoðanir.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til bókana sinna í umhverfis- og skipulagsráði.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. mars 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. mars sl., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Vogaskóla að Ferjuvogi 2. R13030136
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf Skjóls hjúkrunarheimilis, dags. 18. mars 2013, þar sem óskað er tilnefningar frá Reykjavíkurborg í fulltrúaráð heimilisins. R13030090
Samþykkt að tilnefna Sverri Bollason, Elsu Hrafnhildi Yeoman og Þorleif Gunnlaugsson í ráðið.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dag. 20. mars 2013, um almenningssamgöngustefnu Reykjavíkur, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 19. mars sl.. Jafnframt lögð fram drög að erindisbréfi um almenningssamgöngustefnu Reykjavíkur. R13030084
Samþykkt að tilnefna Gísla Martein Baldursson, sem jafnframt verður formaður hópsins, Karl Sigurðsson, Kristínu Soffíu Jónsdóttur, Einar Örn Benediktsson og Sóleyju Tómasdóttur í starfshóp um verkefnið.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 21. mars 2013, ásamt reglum um tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar. R12060124
Samþykkt.
Hulda Dóra Styrmisdóttir og Þórhildur Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum og næsta dagskrárlið.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna fagnar því framfaraskrefi sem hér er tekið í átt að þjónustu út frá hugmyndafræði um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Fulltrúinn vísar þó í bókun hreyfingarinnar í velferðarráði og tekur undir þær athugasemdir sem þar koma fram. Sér í lagi er bagalegt að ekki skuli tryggt nægilegt fjármagn til að veita þjónustu í samræmi við þarfir fólks í borginni. Úr því er nauðsynlegt að bæta hið fyrsta og munu fulltrúar Vinstri grænna áfram beita sér fyrir því.

15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. febrúar 2013:
Borgarráð samþykkir að sett verði á laggirnar tilraunaverkefni fyrir árið 2013 um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) með það að markmiði mæta brýnustu þjónustuþörfum fatlaðra íbúa Reykjavíkurborgar og þróa þjónustuna áfram í sátt við notendur. Kostnaður við verkefnið fyrir árið 2013 nemur 72 m.kr. verði fjármagnið af ófyrirséð, kostnaðarstað 09205. Ef framlög frá Jöfnunarsjóði vegna NPA verða meiri en gert er ráð fyrir í greinargerð, verði þau nýtt til að fleiri einstaklingar geti fengið NPA samning. Sjá nánari rökstuðning og útlistun á verkefni í meðfylgjandi minnisblaði sviðsstjóra velferðarsviðs dags. 27. febrúar 2013. R12060124
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. mars 2013, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 20. mars sl., um jöfnun skólagjalda í skólahljómsveitum í Reykjavík. R11110015
Samþykkt.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. mars 2013, yfir styrkúthlutanir skóla- og frístundaráðs utan hefðbundins umsóknartíma. R13020030

18. Lagður fram leigusamningur, dags. 25. mars 2013, milli Orkuveitu Reykjavíkur og eignasjóðs Reykjavíkur vegna leigu Reykjavíkurborgar á heitavatnstanki að Varmahlíð 1, fastanúmer 225-9581, fyrir safnastarfsemi Náttúruminjasafns Íslands. Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. apríl 2013, varðandi afgreiðslu málsins. R12110049
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

19. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Byggingafélags námsmanna ses., dags. 26. mars 2013, um byggingu námsmannaíbúða í nágrenni háskólanna á næstu 5-7 árum. R13040001
Vísað til meðferðar starfshóps um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkur.

20. Kynnt drög að viljayfirlýsingu milli Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Heimilis kvikmyndanna ses. um samstarf vegna reksturs Bíó Paradísar til þriggja ára. R13010144
Frestað.

21. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. 4. apríl. 2013. R13010039
Umsókn Litlu handverkssamsteypunnar vísað til meðferðar hjá viðburðastjóra Ráðhússins.

22. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg hefji þegar viðræður við innanríkisráðuneytið um sameiginlegt átak ríkis og borgar í þeim tilgangi að endurnýja úr sér gengnar hraðamyndavélar og nýta sér þá tækni sem þróuð hefur verið til að koma skilaboðum til ökumanna. Tilgangur átaksins er að auka umferðaröryggi, draga úr mengunaráhrifum umferðar, fækka hraðahindrunum og stýra umferð með leiðbeinandi skilaboðum þannig að síður myndist umferðarhnútar. Mótuð verði markmið til framtíðar og mat lagt á kostnað af fjárfestingum og viðhaldi.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13040015
Frestað.

23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:

Íbúaþróun í Reykjavík hefur verið neikvæð á undanförnum árum borin saman við fólksfjölgun í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir hverja 10 íbúa sem bættust við í borginni á síðustu 10 árum fjölgaði um 25 í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Íbúafjölgun í Reykjavík hefur auk þess verið talsvert minni en meðaltal landsins alls. Mikilvægt er að greina stöðuna og bregðast við þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg hefur orðið undir í samkeppninni um fólk. Lagt er til að borgarráð skipi sérstakan átakshóp borgarfulltrúa og embættismanna sem greini ástæður þessarar þróunar og skili borgarráði niðurstöðum hópsins eigi síðar en þremur mánuðum eftir skipan hans. Hópurinn afli upplýsinga um það hvað hafi ráðið ákvörðun fólks um val á búsetu. Hann leggi mat á samkeppnisstyrkleika og veikleika borgarinnar í samanburði við önnur sveitarfélög. Í þeim tilgangi beri hópurinn saman t.d. framboð lóða og lóðarkostnað, gæði skólakerfis, velferðarkerfis og annarrar starfsemi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og hann beri saman gæði þjónustu og vinnubrögð starfsmanna og kjörinna fulltrúa. Hópurinn geri samanburð á útgjöldum fjölskyldna og fyrirtækja almennt til sveitarfélaga, sköttum og gjaldskrám. Átakshópurinn meti sjálfur hvað annað þarf að skoða til að skýra umrædda íbúaþróun. Átakshópurinn geri einnig tillögur til borgarráðs að því hvað beri að setja í forgang til að bregðast við þróuninni.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13040012
Frestað.


Fundi slitið kl. 10.03

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir