No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 21. mars, var haldinn 5261. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.14. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Proppé, Oddný Sturludóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Kristbjörg Stephensen, Birgir Björn Sigurjónsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir og Hrólfur Jónsson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 8. mars 2013. R13010020
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 15. mars 2013. R13010029
3. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. mars 2013.
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur. R13010028
4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R13030017
5. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. 14. mars 2013, ásamt fylgigögnum. R13010039.
Umsókn Samhjálpar vísað til umsagnar fjármálaskrifstofu.
Umsókn prófessors Guðna Elíssonar vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
Samþykkt að veita eftirtalda styrki:
Skrautás ehf. kr. 1.050.000 vegna útgáfu hverfisblaða Grafarholts, Árbæjar og Grafarvogs.
Guðrún Bergmann kr. 300.000 vegna „Græns apríls“.
6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 12 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13030001
7. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 18. janúar 2013, varðandi deiliskipulag nýs Landsspítala við Hringbraut. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. mars 2013, og bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. mars 2013.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókunar sinnar í umhverfis- og skipulagsráði. R11010189
- Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir liðum nr. 7-12 á dagskrá.
8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. mars 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 20. mars 2013, um tillögu að breyttu deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðar nr. 42 og 44 við Grandaveg ásamt fylgigögnum. R12100346
Samþykkt.
9. Lagður fram samningur milli Þingvangs ehf. og Reykjavíkurborgar, ódags., um endurskoðun deiliskipulags á lóðunum nr. 42 og 44 við Grandaveg. R12100346
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2013 um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Rauðarárholts vegna Brautarholts 7, ásamt fylgigögnum. R13030115
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í umhverfis- og skipulagsráði.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar, lóðar Hrafnistu. R12110162
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. mars 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d.,varðandi athugasemdir við auglýsta tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar. R13030095
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 19. mars 2013, ásamt samkomulagi vegna Suðurhúsa 4. R09110084
Samþykkt.
14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. mars 2013:
Lagt er til að fjárfestingaáætlun a-hluta Reykjavíkurborgar verði breytt og hún hækkuð um 950.000 þ.kr. vegna fyrirhugaðra kaupa á Perlunni af Orkuveitu Reykjavíkur. Lagt er til að fjárfestingin verði fjármögnuð af handbæru fé.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13030069
Vísað til borgarstjórnar.
15. Lagður fram kaupsamningur og afsal, dags. 20. mars 2013, um Perluna í samræmi við samþykkt borgarráðs 12. desember 2012. R12110049
16. Lögð fram úttekt innri endurskoðunar á eignaskráningu Reykjavíkurborgar, dags. í febrúar 2013. R13030061.
- Atli Þór Þorvaldsson og Sigrún Lilja Sigmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Lögð fram drög að erindisbréfi borgarstjóra vegna starfshóps um fyrirkomulag eignaskráningar hjá Reykjavíkurborg, dags. 19. mars 2013. R13030061
18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. mars 2013, um sölu byggingarréttar lóða nr. 1 og 3 við Hádegismóa með nánar tilgreindum skilmálum. Samþykkt. R13030088
19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. mars 2013, um skipan kjörstjórnar vegna rafrænnar atkvæðagreiðslu 4. til 11. apríl 2013 um forgangsröðun smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkur. R13010170
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. mars 2013, um endurgerð Hverfisgötu og Frakkastígs 2013. R13030101
Frestað.
21. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. mars 2013, um heimild til útboðs á framkvæmdum öryggismála 2013 auk framkvæmda við gönguleiðir skólabarna og aldraðra. R13030102
Samþykkt.
- Ámundi Brynjólfsson og Stefán Agnar Finnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. mars 2013:
Lagt er til að meðfylgjandi tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun aðalsjóðs og eignasjóðs vegna stofnunar umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar skv. samþykkt borgarstjórnar frá 22. maí 2012 verði samþykkt.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13030069
Vísað til borgarstjónar.
23. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 18. mars 2013, um tillögu skóla- og frístundasviðs, dags. 21. febrúar 2013, á breyttu framlagi Reykjavíkurborgar til sjálfstætt starfandi grunnskóla utan Reykjavíkur vegna reykvískra nemenda. R13020137
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
24. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 19. mars 2013, um tilfærslur innan fjárhagsáætlunar skóla- og frístundasviðs frá frístundahluta til grunnskólahluta. R13030069
Vísað til borgarstjórnar.
25. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 19. mars 2013, um endurskoðaðar verklagsreglur um ferðaheimildir og greiðslu ferðakostnaðar í ferðum á vegum Reykjavíkurborgar.
R13030085
26. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 19. mars 2013, þar sem lagt er til að fjárheimild kr. 29.270.209 vegna reksturs atvinnutorgs verði flutt frá velferðarsviði, kostnaðarstað F2311, til atvinnumáladeildar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, kostnaðarstað 01242, þar sem atvinnudeild hefur með skipulagsbreytingum verið falið að halda utan um rekstur atvinnutorgs. R12010171
Vísað til borgarstjórnar.
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. mars 2013:
Lagt er til að atvinnumáladeild verði veitt heimild til að skipuleggja sumarátaksstörf fyrir námsmenn á milli anna til að auka möguleika þess hóps á að fá vinnu að sumri. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður geti numið allt að 59 m.kr. sem verði gjaldfærður á kostnaðarstað 07150 en fjármagnaður af fjárhagsaðstoð, kostnaðarstað F1700.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13030070
Vísað til borgarstjórnar.
28. Lagt fram til kynningar erindisbréf borgarritara um borgargarð í Elliðaárdal, dags. 20. mars 2013. R12070096
29. Borgaráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um stöðu mála er varða endurskoðun á innheimtureglum borgarinnar, sbr. fundargerð borgarráðs frá 20. ágúst 2012. R11090110
30. Borgaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í fjölmiðlum að undanförnu hafa komið fram aðfinnslur innanríkisráðherra vegna samkomulags ríkis og borgar um land í Skerjafirði. Viðbrögð ráðherra hafa komið á óvart og hafa gefið tilefni til þess að borgarráð fari yfir þetta ferli. Óskað er eftir upplýsingum um samningaferli ríkis og borgar varðandi land í Skerjafirði og samskipti öll á milli samningsaðila vegna þess. R12100372
Fundi slitið kl. 11.12
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Proppé Sóley Tómasdóttir