Borgarráð - Fundur nr. 5259

Borgarráð

BORGARRÁÐ
Ár 2013, fimmtudaginn 7. mars, var haldinn 5259. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.11. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir og Eyþóra Geirsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 30. janúar og 6. febrúar 2013. R13020044

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 18. febrúar 2013. R13010013

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 22. febrúar 2013. R13010020

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. mars 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 4. mars 2013. R13010030

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R13030017

7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007, alls 14 mál. R13030001

- Kl. 9.18 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. febrúar 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. febrúar sl. á því að kynna verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats vegna þess að fallið er frá stokkalausn á Mýrargötu í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. R13030021
Samþykkt.

- Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lögð fram greinargerð starfshóps um brú yfir Fossvog, dags. febrúar 2013.
R12100336
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs og íþrótta- og tómstundaráðs.

- Ólafur Bjarnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. mars 2013, varðandi Náttúruminjasafn í Perlunni. Jafnframt eru lögð fram drög að leigusamningi með fylgiskjölum og teikningum, greinargerð viðræðuhóps ráðuneyta og Reykjavíkurborgar, dags. 4. mars 2013, tillaga borgarstjóra, dags. 12. desember 2012, og samþykkt borgarstjórnar frá 18. desember 2012.
R12110049

11. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. mars 2013, þar sem lagt er til að meðfylgjandi leigusamningur vegna Grandagarðs 2 – viðbyggingar verði samþykktur. R13030008
Samþykkt.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. mars 2013:
Lagt er til að borgarráð samþykki að veita Félagsbústöðum hf. lán eða tryggja fjármögnun þess fyrir allt að 2,8 milljörðum vegna uppgreiðslu á skuldabréfaflokknum FEL 97 1a.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13020150
Samþykkt.

13. Lögð fram tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps, dags. 6. mars 2013, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tilboð í skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 09 1 og RVK 19 1. R12100393
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

14. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2013, dags. 7. mars 2013, ásamt öllum fylgigögnum. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. mars 2013, með tillögu að afgreiðslu umsóknanna. R13010182
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

15. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, utan umsóknartíma, dags. 7. mars 2013, ásamt öllum fylgigögnum. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. mars 2013, með tillögu að afgreiðslu umsóknanna. R13010039
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 10.40

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman
Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé