No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2013, fimmtudaginn 28. febrúar, var haldinn 5258. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru: Dagur B. Eggertsson, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Eyþóra K. Geirsdóttir, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Halldóra Káradóttir og Hrólfur Jónsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Kynntur er kaflinn, Græna borgin. R11060102
- Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson og Ólafur Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið og lið nr. 2 á dagskrá.
- Kl. 9.17 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. febrúar 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 27. febrúar 2013, á verkefnalýsingu og matslýsingu aðalskipulags Reykjavíkur til kynningar og umsagnar, sbr. 1. mgr. 30. gr. l. nr. 123/2010. R11060102
Samþykkt.
3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. febrúar 2013, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir í nýbyggingahverfum ásamt gönguleiðum og ræktun 2013. Jafnframt lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. febrúar 2013, sbr. fund umhverfis- og skipulagsráðs þann 20. febrúar sl., þar sem kynntar voru framkvæmdir. R13020136
Samþykkt.
- Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 14. febrúar 2013. R13010010
5. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Hlíða frá 20. ágúst, 24. september, 22. október og 28. nóvember 2012. R12010014
6. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Hlíða frá 7. og 21, janúar og 18. febrúar 2013. R13010015
7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 18. febrúar 2013. R13010017
8. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Miðborgar frá 27. september,18. október, 27. nóvember og 19. desember 2012. R12010017
9. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 24. janúar 2013. R13010018
10. Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 15. febrúar 2013. R13010029
11. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. febrúar 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R13020023
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. febrúar 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 7. febrúar sl., vegna launagreiðslna Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2013. R11110021
Samþykkt.
14. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 28. febrúar 2013:
Lagt er til að hafinn verði undirbúningur að útboði lóða í Úlfarsárdal. Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði falið í samráði við borgarlögmann að útbúa nýja úthlutunarskilmála fyrir þær lóðir sem enn eru í eigu Reykjavíkurborgar og gera tillögu til borgarráðs um annað fyrirkomulag. Jafnframt er skrifstofunni falið að gera tillögu að greiðsluskilmálum í samráði við fjármálaskrifstofu vegna kaupa á lóðum Reykjavíkurborgar. Í dag er miðað við 45 daga greiðslufrest. R13020140
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. febrúar 2013, varðandi breytingu á greiðsluskilmálum við sölu atvinnulóða. R13020134
Samþykkt.
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 27. febrúar 2013:
Borgarráð samþykkir að sett verði á laggirnar tilraunaverkefni fyrir árið 2013 um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) með það að markmiði að mæta brýnustu þjónustuþörfum fatlaðra íbúa Reykjavíkurborgar og þróa þjónustuna áfram í sátt við notendur. Kostnaður við verkefnið fyrir árið 2013 nemur 72 m.kr. verði fjármagnað af ófyrirséð, kostnaðarstað 09205. Ef framlög frá Jöfnunarsjóði vegna NPA verða meiri en gert er ráð fyrir í greinargerð verði þau nýtt til að fleiri einstaklingar geti fengið NPA-samning. Sjá nánari rökstuðning og útlistun á verkefni í meðfylgjandi minnisblaði sviðsstjóra Velferðarsviðs, dags. 27. febrúar 2013.
Jafnframt lagt fram minnisblað Velferðarsviðs, dags. 27. febrúar 2013. R12060124
Frestað.
17. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 27. febrúar 2013:
Borgarráð felur Velferðarsviði að gera tillögu að áfangaskiptri áætlun um uppbyggingu búsetuúrræða, eftir atvikum í samvinnu við Félagsbústaði hf. eða skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Hún byggi á fyrirliggjandi greiningu og forgangsröðun í samræmi við brýnustu þarfir. Hverjum áfanga/heimili fylgi greinargerð um fjármögnun og framtíðarrekstrarkostnað. Jafnframt taki Velferðarsvið upp viðræður um hlutdeild borgarinnar úr Jöfnunarsjóði, m.a. til að standa straum af viðkomandi úrræðum. Þessar viðræður eru nauðsynlegar þar sem ljóst er að uppbyggingarhraði búsetuúrræða skv. tillögum sviðsins er háður þróun útsvars og greiðslu úr Jöfnunarsjóði.
Jafnframt lagt fram minnisblað velferðarsviðs, dags. 27. febrúar 2013. R13020161
Samþykkt.
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 27. febrúar 2013:
Borgarráð samþykkir að veita 47 m.kr. af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205 til frístundastarfs og lengdrar viðveru fyrir fatlaða framhaldsskólanema á vegum ÍTR í Hinu húsinu á árinu 2013.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12070079
Samþykkt.
19. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 20. febrúar 2013, í máli nr. E-2286/2012, Róbert Gunnarsson gegn Reykjavíkurborg. R12060128
20. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 20. febrúar 2013, í máli nr. E-2285/2012, Margrét Ólöf Ívarsdóttir gegn Reykjavíkurborg. R12060127
21. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 27. febrúar 2013, í máli nr. E-1621/2012, Linda Ósk Sigurðardóttir gegn Reykjavíkurborg. R12050040
22. Lagt fram bréf Félagsbústaða hf., dags. 25. febrúar 2013, varðandi endurfjármögnun á láni. R13020150
Samþykkt.
- Kl. 10.20 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum og Hjálmar Sveinsson víkur.
23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar varðandi kjörstaði í Reykjavíkurkjördæmum við komandi alþingiskosningar og þóknun fyrir störf í kjörstjórnum. R12110021
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 27. febrúar 2013, þar sem lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela borgarráði að afgreiða til fullnaðar eftirtalin verkefni vegna alþingiskosninga sem áætlað er að fram fari 27. apríl nk.: Að staðfesta kjörskrá og úrskurða um breytingar á kjörskrá, ákveða kjörhverfi, skipa hverfiskjörstjórnir og undirkjörstjórnir, taka ákvörðun um verkefni og aðsetur yfirkjörstjórna, sbr. 15. og 18. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis, og ráða til lykta öðrum málum sem kunna að heyra undir verksvið borgarstjórnar í sambandi við kosningarnar, verði vísað til borgarstjórnar. R12110021
Vísað til borgarstjórnar.
- Kl. 10.50 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundinum.
25. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 21. febrúar 2013, þar sem starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2013 er vísað til borgarráðs. R13020139
- Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 11.05 víkur Eva Einarsdóttir af fundi og Einar Örn Benediktsson tekur sæti.
26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. febrúar 2013, þar sem fram kemur að vinnuhópi á vegum Reykjavíkurborgar og Stætó bs. var falið að gera tillögu um fyrstu hugmyndir að skipulagi, leiðakerfisbreytingu og þarfagreiningu vegna þróunar umferðarmiðstöðvar (BSÍ) ásamt nánasta umhverfi. Jafnframt lögð fram skýrsla vinnuhópsins, dags. 18. febrúar 2013. R13020103
Líkt og fram kemur í skýrslunni liggur þarfagreining ekki endanlega fyrir og ósamið er um ákveðna þætti í verkefninu. Engu að síður telur borgarráð mikilvægt að leita afstöðu lykilaðila á þessu stigi. Skýrslunni er því vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs, stjórnar Strætó bs. og stjórnar SSH. Borgarráð óskar eftir því að í umsögnunum komi fram afstaða til framtíðarsýnar skýrslunnar og eftir atvikum ábendingar um næstu skref auk annarra athugasemda.
- Fulltrúar úr vinnuhópi Reykjavíkurborgar og Strætó bs. um þróun samgöngumiðstöðvar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 11.54
Dagur B. Eggertsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Óttarr Ólafur Proppé
Sóley Tómasdóttir Oddný Sturludóttir
Einar Örn Benediktsson