Borgarráð - Fundur nr. 5257

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, fimmtudaginn 21. febrúar, var haldinn 5257. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.02. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Eyþóra Kristín Geirsdóttir, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ólöf Örvarsdóttir og Hrólfur Jónsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 8. febrúar 2013. R13010020

2. Lögð fram fundargerð Vesturbæjar frá 14. febrúar 2013. R13010019

3. Lögð fram fundargerð Sorpu bs. frá 11. febrúar 2013. R13010030

4. Lögð fram fundargerð Stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. janúar 2013. R13010032

5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. febrúar 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R13020023

- - Kl. 9.05 tekur Gísli Marteinn Baldursson sæti á fundinum.

7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 13. febrúar sl. um að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. R13020092
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókunar sinnar í umhverfis- og skipulagsráði.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2013, sbr. samþykkt skipulagsráðs þann 13. febrúar sl. um auglýsa breytingu á deiliskipulagi Sogamýrar. R11040107
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 13. febrúar sl. á breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðanna nr. 2-34 við Ísleifsgötu. R12010116
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 13. febrúar sl. á breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis. R12110163
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. febrúar 2013, varðandi kynningu á hönnun á lokaáfanga vegna endurgerðar Klapparstígs, neðan Hverfisgötu. R13020099

- Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. febrúar 2013:
Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg gerist aðili að Nordic Built sáttmálanum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13020073
Samþykkt.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. febrúar 2013:
Borgarráð samþykkir breytingu á stjórnskipulegri stöðu Bílastæðasjóðs og að um rekstur hans verði stofnað opinbert hlutafélag, Bílastæðasjóður ohf., er starfi á grunni hjálagðra samþykkta. Borgarstjóra verði falið að boða til stofnfundar félagsins. Jafnframt lagðar fram samþykktir fyrir Bílastæðasjóð, dags. febrúar 2013 og drög að starfsreglum fyrir stjórn Bílastæðasjóðs ohf.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12110126
Samþykkt.

14. Samþykkt að tilnefna Karl Sigurðsson, Kristínu Soffíu Jónsdóttur og Gísla Martein Baldursson í stjórn Bílastæðasjóðs ohf. Borgarráð beinir því jafnframt til aðalfundar sjóðsins að hann skipi Sóleyju Tómasdóttur sem áheyrnarfulltrúa stjórnar. R13010153
Samþykkt.
Borgarráð felur stjórn Bílastæðasjóðs að gera tillögu að eigendastefnu sjóðsins og á grunni hennar bílastæðastefnu fyrir Reykjavíkurborg.

15. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 14. febrúar 2013, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs þann 6. febrúar sl. varðandi framtíðina í Fossvogi, þróunarverkefni í skóla- og frístundastarfi í Fossvogi. R12120076

- Ragnar Þorsteinsson og Kristín Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Lagt fram að nýju bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. febrúar 2013, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs þann 6. febrúar sl. á tillögum að breytingum á reglum skóla- og frístundasviðs um leikskólaþjónustu. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 18. febrúar 2013. R13020060
Samþykkt.

- - Ragnar Þorsteinsson og Kristín Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar, dags. 26. janúar 2013, þar sem óskað er eftir staðfestingu borgarstjórnar vegna umsóknar í framkvæmdasjóð aldraða. Jafnframt lögð fram umsögn velferðarsviðs, dags. 31. janúar 2013 þar sem þjónustuhópur aldraðra fagnar fyrirhuguðum breytingum á húsnæði Grundar en stefnt er að því að fjölga einbýlum um sjö talsins. R13010234
Samþykkt.
Borgarráð tekur undir umsögn velferðarsviðs enda felist ekki í staðfestingunni fjárhagslegar skuldbindingar fyrir Reykjavíkurborg.

18. Lagt fram bréf lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, dags. 8. febrúar 2013, sbr. samþykkt lífeyrissjóðsins þann 25. janúar sl. á tillögu tryggingastærðfræðings sjóðsins um endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda. Jafnframt lögð fram umsögn TBG ehf., dags. 28. desember 2012, og umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 19. febrúar sl. R13020070
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, ódags., varðandi tilfærslur á fjárheimildum innan fjárhagsáætlunar. R12010171
Samþykkt.
Vísað til borgarstjórnar.

20. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt eigendastefnu Sorpu bs. dags., 20. nóvember 2012. Jafnframt lagðar fram umsagnir fjármálaskrifstofu, dags. 18. febrúar sl., umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. febrúar sl. og borgarritara, dags. 21. febrúar sl. R12040059


Borgarráð aflaði umsagna umhverfis- og skipulagsráðs, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara ásamt fjármálaskrifstofu. Borgarráð tekur undir þær umsagnir og vísar þeim athugasemdum sem þar koma fram til úrvinnslu hjá SSH.

21. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt eigendastefnu Strætó .
bs. dags. 20. nóvember 2012. Jafnframt lagðar fram umsagnir fjármálaskrifstofu, dags. 16. febrúar sl., umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. febrúar sl. og borgarritara, dags. 21. febrúar sl. R12040059

Borgarráð aflaði umsagna umhverfis- og skipulagsráðs, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara ásamt fjármálaskrifstofu. Borgarráð tekur undir þær umsagnir og vísar þeim athugasemdum sem þar koma fram til úrvinnslu hjá SSH.

22. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 18. febrúar 2013, varðandi
samningaviðræður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við fulltrúa velferðarráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands um framhald sjúkraflutninga eftir að samningur á milli aðila rann út í lok árs 2011. Einnig lagt fram bréf velferðarráðherra og stjórnar SSH, dags. 1. febrúar 2013 um samkomulagsgrundvöll í viðræðum fulltrúa um sjúkraflutninga. R09090169

23. Lagt fram bréf forsendunefndar Reykjavíkurborgar, dags. 18. febrúar 2013, varðandi
niðurstöðu nefndarinnar og hlutaðeigandi aðildarfélaga ASÍ, BHM, BSRF og KÍ, vegna kjarasamninga aðila frá 2011. Jafnframt lagt fram minnisblað deildarstjóra kjaradeildar, dags. 19. febrúar sl. R11060113

-Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

24. Lagt fram samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands,
dags. 15. febrúar 2013, vegna Félags grunnskólakennara, um endurnýjaða viðræðuáætlun. Jafnframt lagt fram minnisblað deildarstjóra kjaradeildar, dags. 19. febrúar sl. R12020053

-Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

25. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um að atvinnulausir Reykvíkingar
og þeir sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavíkurborg fái áframhaldandi endurgjaldslausan aðgang að sundstöðum borgarinnar og frítt bókasafnskort út árið 2013. Jafnframt lögð fram umsögn velferðarsviðs, dags. 12. febrúar 2013, sbr. samþykkt velferðarráðs þann 7. febrúar sl. um að veita jákvæða umsögn um tillöguna. R11010088
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 10.15

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir Kjartan Magnússon
Óttarr Ólafur Proppé Gísli Marteinn Baldursson