Borgarráð - Fundur nr. 5256

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 14. febrúar, var haldinn 5256. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Anna María Jóhannesdóttir, Eyþóra Kristín Geirsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir og Hrólfur Jónsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fra fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 12. desember 2012, 9., 16. og 23. janúar 2013. R13020044

2. Lögð fram fundargerð hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals frá 30. janúar 2013. R13010011

3. Lögð fram fundargerð Sorpu bs. frá 4. febrúar 2013. R13010030

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. febrúar 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R13020023

6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 14 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13020004

7. Fram fer kynning á tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030. Kynntur kaflinn Skapandi borg um miðsvæði og sérhæfð atvinnusvæði. R11060102

- Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. febrúar 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 30. janúar sl. um tillögu umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar til borgarráðs. Jafnframt lagðar fram tillögur stýrihóps, dags. 14. febrúar 2013. R10090140
Vísað til umsagnar hjá fagráðum Reykjavíkurborgar auk Faxaflóahafna, Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum hagsmunaaðilum.

- Kristín Soffía Jónsdóttir og Hrönn Hrafnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. febrúar 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 6. febrúar sl. varðandi skipan í starfshóp vegna samkeppni um viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur. Jafnframt lagt fram erindisbréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. janúar sl. R12030102

10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. febrúar 2013:
Borgarráð veitir borgarstjóra heimild til þess að undirrita meðfylgjandi drög að samningi við Vegagerðina um kostnaðarhlutdeild hjólreiða- og göngustíga í Reykjavík. R12070080
Samþykkt.

- Ólafur Bjarnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 10.20 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. febrúar 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 6. febrúar sl. varðandi verklýsingu á heildarendurskoðun vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 21. janúar sl. R11020100
Umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur samþykkt.

- Árný Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir að íþrótta- og tómstundaráð gangi frá samstarfssamningi við Íþróttabandalag Reykjavíkur og íþróttafélög í samræmi við meðfylgjandi samningsdrög.
R12020152
Samþykkt.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð fagnar því að náðst hafi þriggja ára samstarfsamningur milli borgaryfirvalda og íþróttahreyfingarinnar þar sem skýrt er tekið á styrkveitingum, eftirliti og öðrum samskiptamálum Reykjavíkurborgar, Íþróttabandalags Reykjavíkur og íþróttafélaganna í Reykjavík. Vakin er sérstök athygli á nýju verklagi varðandi aðkomu borgarinnar að styrkjum til viðhaldsverkefna íþróttamannvirkja, sem íþróttafélög eiga eða reka samkvæmt sérstökum samningum þar um. Gert er ráð fyrir að sérstakar fjárveitingar komi vegna viðhaldsverkefna árin 2014 og 2015, líkt og á þessu ári. Til að undirbúa umfjöllun og skilgreina brýnustu verkefni er nú gert ráð fyrir að félögin og forsvarsmenn fasteigna leggi fram umsókn um styrki vegna viðhalds og er gert ráð fyrir að umsóknir liggi fyrir eigi síðar en 15. mars nk. Í umsókn komi fram hvernig viðhaldi hefur verið háttað undanfarin ár, mat á ástandi viðkomandi fasteignar, skiptingu á milli meiriháttar viðhalds og almenns viðhalds og áform viðkomandi félaga um framlög til viðkomandi verkefna á móti þeim styrk sem sótt er um.Til grundvallar umfjöllun um umsóknir skulu ÍTR og USK taka saman yfirlit um fyrirliggjandi skýrslur og greinargerðir varðandi ástand og viðhaldsþörf íþróttamannvirkja félaga, viðhald á umliðnum árum og forgangsröðun til framtíðar. Rétt er að undirstrika að þessir styrkir líkt og aðrir eru háðir ákvörðun á fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun hvers árs.

- Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Fram fer kynning á vinnu við endurskoðun deiliskipulags á Landsímareit - Ingólfstorg. R12070012

- Páll Gunnlaugsson arkitekt tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 13. febrúar 2013:
Borgarráð samþykkir að endurnýja samstarfssamning Reykjavíkurborgar við Bandalag íslenskra listamanna til 3ja ára 2013–2015 er geri ráð fyrir árlegu framlagi að upphæð 1.060.000 með fyrirvara um fjárhagsáætlun 2014-2015. Kostnaður greiðist af kostnaðarstað 09510, verkefnisnúmer 09810.
Greinargerð fylgir tillögunni.
R08030118
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks stija hjá við afgreiðslu málsins.

15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. febrúar 2013, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að fallið verði frá forkaupsrétti á fasteigninni að Hjallaseli 51, Reykjavík. R13020065
Samþykkt.

16. Lögð fram tillaga fjármálastjóra, ódags., þar sem lagt er til að borgrráð samþykki tilfærslur á fjárheimildum milli sviða og skrifstofa í miðlægri stjórnsýslu vegna breytinga á gjaldskrá upplýsingatæknideildar (UTD). R12010171
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 12. febrúar 2013:
Tillaga um ráðstöfun fjárheimilda til fjárfestinga í hugbúnaði og ráðstöfun fjárheimilda vegna tölvubúnaðar
Lagt er til að 200 m.kr. verði varið til tölvubúnaðar af sameiginlegum kostnaði, kostnaðarstaður 01367. Til viðhalds og endurnýjunar miðlægs búnaðar 62 m.kr. Til endurnýjunar notendabúnaðar, s.s. útstöðva og spjaldtölva138 m.kr. Lagt er til að 150 m.kr. fjárheimild til fjárfestinga í nýjum upplýsingakerfum, kostnaðarstaður 01395, verði ráðstafað með eftirfarandi hætti: Til þarfagreiningar vegna CRM kerfis, 8 m.kr. Til þróunar skjalavistunarkerfis o.fl., 8 m.kr. Til nýrra lausna í skóla- og skrifstofuumhverfi, 35 m.kr. Til eflingar á rafrænni Reykjavík og vefþjónustu, 20 m.kr.Til tilraunaverkefnis um opinn hugbúnað, 6 m.kr.Til þróunar stýrikerfa m.a. Apple aðlögun, 6 m.kr.Til uppbyggingar á þráðlausu neti, 2 m.kr. Til þróunar kerfa velferðarsviðs,17 m.kr. Til þróunar Betri Reykjavíkur o.fl., 8 m.kr. Til þróunar lykiltalnaverkefnis, 3 m.kr.Til þróunar kerfa á skóla- og frístundasviði, 11 m.kr. Til tilraunaverkefnis með fjarfund, 6 m.kr. Til ýmissa verkefna, 20 m.kr.
Greinargerð fylgir tillögunni.
R12010171
Samþykkt.

- Óskar Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

18. Tillögur um breytt fyrirkomulag veitingarekstrar í Ráðhúsi Reykjavíkur kynntar. R13020018

- Óskar Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Lagt fram yfirlit eignasjóðs yfir innkaup í desember 2012. R12010071

20. Lögð fram tillaga af vefnum Betri Reykjavík, dags. 7. janúar 2013, um að hætta skuldasöfnum Orkuveitu Reykjavíkur. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, ódags., um tillöguna. R13010094
Umsögn fjármálaskrifstofu samþykkt.
Í umsögn fjármálaskrifstofu kemur m.a. fram að eigendur og stjórnendur OR hafa samþykkt í apríl 2011 aðgerðaáætlun fyrir tímabilið 2011-2016 með það að markmiði að tryggja fjármögnun og rekstrarhæfi fyrirtækisins. Varðandi skuldasöfnun þá hefur OR ekki tekið ný lán nema frá eigendum frá samþykkt Plansins og einbeitt sér að því að greiða niður skuldir. Á síðustu tveimur árum hefur Orkuveitan greitt niður skuldir´sem nemur um 31 milljarði.

21. Lagður fram dómur Hæstaréttar, í máli nr: 443/2012; Hverfi ehf. gegn Reykjavíkurborg. R10050137

22. Lagt fram bréf umboðsmanns Alþingis, dags. 31. janúar 2013, varðandi mál Bjarka Jóhannessonar vegna ráðningar í starf sviðsstjóra á umhverfis- og skipulagssviði. R12070020

23. Lagt fram minnisblað undirbúningsnefndar WOG 2017, dags. 11. febrúar 2013 varðandi umsókn um að halda World Outgames 2017 í Reykjavík. R12090026

- Ingi Thor Jónsson, Svanhildur Konráðsdóttir og Þorsteinn Örn Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 13. febrúar 2013:
Lagt er til að fjármálastjóra verði veitt heimild til að gefa út skammtíma víxlaflokk fyrir allt að 3 milljarða króna til næstu 12 mánaða. Fjármálastjóra verði veitt umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga, sem og til þess að móttaka og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast útgáfu víxlaflokksins.
Greinargerð fylgir tillögunni.
R12010171
Samþykkt.

25. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, ódags., varðandi þróun atvinnuleysis og fjölgun starfa í Reykjavík. R12100300

- Guðfinnur Þór Newman tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

26. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Borgarráð felur skrifstofu borgarstjórnar og borgarlögmanni að greina áhrif frumvarps til stjórnskipunarlaga á starfsemi og hagsmuni Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar. Í greiningunni skal fjalla um áhrif mismunandi ákvæða í frumvarpinu, t.d. í köflum um sveitarfélög, mannréttindi og náttúruvernd.
R12120031
Frestað.

27. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Óskað er eftir greinargerð um stöðu lóða- og byggingarmála við Lambasel. Í greinargerðinni verði m.a. metnir kostir þess að ríkjandi skilmálum gagnvart lóðarhöfum verði breytt til að stuðla að því að sem fyrst verði hægt að ljúka við byggingu þeirra húsa sem enn er ólokið í götunni. R12080034
Frestað.

Fundi slitið kl. 12.02
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Óttarr Ólafur Proppé
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir