Borgarráð - Fundur nr. 5255

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 7. febrúar, var haldinn 5255. fundur s. Fundurinn var haldinn í Gerðubergi Breiðholti og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Kristbjörg Stephensen, Anna María Jóhannesdóttir, Hrólfur Jónsson og Ólöf Örvarsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 10. janúar 2013. R13010008

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 24. janúar 2013. R13010017

3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 14. og 21. desember 2012. R12010031

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. febrúar 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. febrúar 2013:
Lagt er til að fjármögnun Hörpu verði endurskoðuð með eftirfarandi hætti:
1. Samþykkt verði árleg viðbótarframlög eigenda til Hörpu árin 2013-2016 að fjárhæð 160 m.kr. sem skiptist á eigendur í eignarhlutföllum að Hörpu.
2. Samþykkt verði að umbreyta eigendalánum að fjárhæð 794 m.kr. í stofnframlög til Hörpu sem skiptist á eigendur í eignarhlutföllum að Hörpu.
3. Samþykkt verði að veita borgarstjóra heimild til að undirrita þríhliða samkomulag milli Reykjavíkurborgar, ríkis og Hörpu um ofangreind atriði.
Hlutur Reykjavíkurborgar í viðbótarframlagi árið 2013, 73,6 m.kr. verði fjármagnaður af ófyrirséðu, kostnaðarstað 09205. Gera verður ráð fyrir þessari breytingu við gerð fjárhagsáætlana 2014-2016. R13010037
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.

- Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

6. Lagt fram að nýju bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 29. janúar 2013, varðandi ósk um staðfestingu á ákvörðun um sölu fasteigna Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls og Réttarháls. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 4. febrúar 2013, varðandi sölu fasteigna Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls og Réttarháls. Í umsögninni kemur fram að í samræmi við greinar 5.2 og 6.3.6 í eigendastefnu OR óskar stjórn OR eftir samþykki eigenda á fyrirhuguðum viðskiptum um sölu fasteigna Orkuveitu Reykjavíkur. R11060060
Vísað til borgarstjórnar.

- Ásgeir Westergren tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir meðfylgjandi reglur um gerð fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13010212
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

8. Lögð fram stefna og starfsáætlun 2013 Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. R10060053
Vísað til meðferðar í stýrihóp 111 Breiðholti.

- Lára Sigríður Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lagt fram minnisblað hverfisstjóra Breiðholts, dags. 31. janúar 2013, um að hverfisráð Breiðholts hafi útbúið starfsáætlun fyrir stýrihóp tilaunaverkefnisins sem mun gilda fyrir árin 2013 og 2014. Bergin í Breiðholti er samstarfsverkefni borgarstofnana sem starfa í Gerðubergi 1-5. R10060053
Vísað til meðferðar í stýrihóp 111 Breiðholti.

- Lára Sigríður Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lagt fram bréf varðandi tilraunaverkefnið Bergin í Breiðholti sem var samþykkt í borgarráði 8. nóvember 2011 en verkefnið er samstarfsverkefni borgarstofnana sem starfa í Gerðubergi 1-5. Eftir samráð við íbúa, stjórnendur, starfsmenn stofnana og hverfisráð Breiðholts þá hefur hverfisstjóri útbúið starfsáætlun fyrir stýrihópinn sem mun gilda fyrir árin 2013 og 2014. R11060083
Vísað til meðferðar í stýrihóp 111 Breiðholti.

- Lára Sigríður Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. febrúar 2013:
Lagt er til að borgarráð feli umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa breytingu á deiliskipulagi við Breiðholtslaug vegna líkamsræktaraðstöðu. Jafnframt að borgarráð feli íþrótta- og tómstundaráði að auglýsa eftir samstarfsaðilum í forvali, til að koma upp og reka líkamsræktaraðstöðu við Breiðholtslaug. R13020009
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja tillöguna enda er með samþykkt hennar verið að koma í framkvæmd tillögum, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu um uppbyggingu heilsuræktar við Breiðholtslaug á vettvangi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur 11. mars 2009 og 9. mars 2012. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar studdu að vísu ekki síðastnefndu tillöguna, vísuðu henni til frekari skoðunar innan borgarkerfisins en fluttu síðan svipaða tillögu í borgarráði nokkrum mánuðum síðar. Því er fagnað að áfram skuli vera unnið að undirbúningi málsins með þessari samþykkt borgarráðs. Jafnframt er óskað eftir því að í tengslum við þessa vinnu verði auglýst eftir hugmyndum frá íbúum um framtíðarfyrirkomulag heilsuræktarinnar og Breiðholtslaugar og að við þróun verkefnisins verði lögð áhersla á að samtvinna rekstur íþróttamannvirkja við Austurberg með það að markmiði að efla enn frekar íþróttastarfsemi, æskulýðsstarf og mannlíf í Breiðholti.

12. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 1. febrúar 2013, um að boðið verði upp á námskeiðið Spýttu í lófana, í vetur í Breiðholti á vegum Hins hússins fyrir unga atvinnuleitendur. R12100300
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 1. febrúar 2013, um að á fundi íþrótta- og tómstundaráðs þann 1. febrúar sl. var samþykkt að styrkja íþróttafélagið Leikni vegna samstarfsverkefnis Leiknis og Íþróttafélags Reykjavíkur um 800.000 kr. vegna kvennaknattspyrnu í Breiðholti. R13020008
Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna styrkveitingu vegna samstarfsverkefnis Leiknis og Íþróttafélags Reykjavíkur vegna kvennaknattspyrnu í Breiðholti. Með umræddri styrkveitingu er verið að hrinda í framkvæmd tillögu Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkt var á vettvangi íþrótta- og tómstundaráðs 11. maí sl.

14. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 1. febrúar 2013, um að á fundi íþrótta- og tómstundaráðs þann 1. febrúar sl. var samþykkt að styrkja um 3 m.kr. samstarfsverkefni í Breiðholti milli ÍTR, Hins hússins, Miðbergs og Þjónustumiðstöðvarinnar o.fl. vegna 16 ára og eldri. R13020008

15. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 1. febrúar 2013, varðandi úthlutun styrkja hjá íþrótta- og tómstundaráði 2013. R13020008

16. Lagðar fram styrkúthlutanir skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2013. R13020030

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. febrúar 2013:
Lagt er til að borgarstjóra verði heimilað að undirrita viljayfirlýsingu um að koma á tilraunaverkstæði, svokölluðu Fab-lab, í Breiðholti í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Jafnframt lagðir fram að nýju minnispunktar fundar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, dags. 15. janúar 2013, varðandi Fab-lab, opið verkstæði þar sem uppfinningamenn, hönnuðir, námsfólk og allur almenningur getur hlutgert og prófað hugmyndir sínar. R13010190
Samþykkt.

- Kl. 10.00 víkur Sóley Tómasdóttir af fundinum og Þorleifur Gunnlaugsson tekur þar sæti.

18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. febrúar 2013, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning um Eddufell 2. Jafnframt lagður fram húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði að Eddufelli 2. R13020006
Samþykkt.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. febrúar 2013:
Lagt er til að efnt verði til grasrótarverkefnis til að gæða Fellagarða lífi næsta sumar með svipuðum hætti og gert hefur verið á öðrum stöðum í borginni, t.d. á Hjartatorgi. Umhverfis- og skipulagssviði verði falinn undirbúningur verkefnisins í samvinnu við hverfisstjóra Breiðholts og skal útfærslan ásamt kostnaðaráætlun lögð fyrir borgarráð en gert er ráð fyrir að verkefnið verði fjármagnað af kostnaðarstaðnum ófyrirséð 09205. R13020010
Samþykkt.

20. Fram fer kynning Vinnumálastofnunar, fjárfest í fólki, leiðin að 2020 markmiðum um hækkað menntastig á vinnumarkaði. R13010218

- Runólfur Ágústson og Elías J. Guðjónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. febrúar 2013:
Borgarráð samþykkir að fela sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og hverfisstjóra Breiðholts að útfæra samstarfsverkefni um framtíðarsýn fyrir Breiðholt í skóla- og frístundamálum. Markmið verkefnisins verði að kalla að borðinu alla þá sem koma að málefnum barna og ungmenna í hverfinu; s.s. grunnskóla, leikskóla og frístundamiðstöð hverfisins. Einnig foreldra, fulltrúa tómstundageirans, löggæslu, heilsugæslu, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Þjónustumiðstöð Breiðholts. Horft verði til samstarfs milli skóla, samþættingar skóla- og frístundastarfs, samfellu milli skólastiga og bestu mögulegra námslegra og félagslegra tækifæra barna og ungmenna í hverfinu. Hugmyndir um útfærslu verkefnisins skulu lagðar fyrir skóla- og frístundaráð. R13010218
Samþykkt.

22. Betri hverfi 2013. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2013, varðandi nýframkvæmdir í Breiðholtshverfi á árinu 2013. R13010170

- Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og liðum 23-30.

23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. febrúar 2013, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að láta ljúka verkhönnun og að bjóða út að útbúa nýtt eimbað í Breiðholtslaug. R13020009
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2013, varðandi nýframkvæmdir í Breiðholtshverfi á árinu 2013, varðandi endurnýjun göngu- og hjólaleiða í hverfinu en það er samstarfsverkefni með Orkuveitu Reykjavíkur. R13020027

25. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2013, varðandi nýframkvæmdir í Breiðholtshverfi á árinu 2013 og viðgerðir og endurbætur á húsnæði Gerðubergs. R13020026

26. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2013, varðandi nýframkvæmdir í Breiðholtshverfi á árinu 2013 og varðandi göngu- og hjólastíga í Suður-Mjódd til tengingar við Kópavog sem er samvinnuverkefni við Vegagerðina. R13010055

27. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2013, varðandi nýframkvæmdir í Breiðholtshverfi á árinu 2013 og varðandi göngu- og hjólastíga í Seljahverfi til tengingar við stíg Kópavogs á Selhrygg. R13010055

28. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2013, varðandi nýframkvæmdir í Breiðholtshverfi á árinu 2013 og varðandi framkvæmdir við skólalóð Seljaskóla. R13020007

29. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2013, varðandi nýframkvæmdir í Breiðholtshverfi á árinu 2013 og endurnýjun á anddyri lóðaframkvæmdum við Ölduselsskóla. R13020012

30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð felur umhverfis og skipulagssviði og skóla- og frísundasviði að gera samantekt á ástandi Breiðholtsskóla, húsnæði og aðbúnaði. Sérstaklega ber að skoða hugsanlegar rakaskemmdir og hvort myglusveppur sé á rakasvæðum. Í því sambandi verði augum beint að því hvort þær aðstæður geti hafa skapast sem hafa áhrif á heilsu nemenda og starfsfólks. Lagt verði mat viðhaldsþörf húsnæðis, aðstöðu nemenda og úttekt gerð á tækjakosti skólans. R13020055
Samþykkt.

31. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2013, varðandi nýframkvæmdir í Breiðholtshverfi á árinu 2013 og varðandi framkvæmdir við endurnýjun íþróttagólfs við íþróttamiðstöðina í Austurbergi, R13020011

32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. febrúar 2013:
Borgarráð samþykkir að ráðist verði í átak í að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti. Listamenn verði valdir til að mála stórar veggmyndir í Efra-Breiðholti. Með því að staðsetja verkin vandlega er hægt að láta þau spila saman og hafa þannig víðtæk áhrif á útlit hverfisins. Safnstjóra Listasafns Reykjavíkur verði falið að koma með tillögur að útfærslu og kostnaðaráætlun.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lagðir fram minnispunktar safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, dags. 14. janúar 2013, varðandi listskreytingar fyrir almenningsrými í Breiðholti. R13020013
Samþykkt.

33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. febrúar 2013:
Borgarráð samþykkir að fela skóla- og frístundasviði að útfæra danshátíð og/eða danskeppni í frístundamiðstöðvum borgarinnar. Utanumhald verði á ábyrgð Miðbergs í Breiðholti og markmiðið verði að efla sköpun, samstarf, frumkvæði, hreyfingu og félagsfærni barna og unglinga í Reykjavík. R13020029
Samþykkt.

34. Lagt fram minnisblað forstöðumanns heimaþjónustu í Breiðholti, dags. 4. febrúar 2013, varðandi fyrirkomulag og þjónustu á Geðheilsustöð Breiðholts. R13020028

- Stella K. Víðisdóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. febrúar 2013:
Borgarráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera tillögu að staðsetningu brettagarðs í 111 Breiðholti í samvinnu við ÍTR og SFS. R13020031
Samþykkt.

36. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. febrúar 2013:
Lagt er til að stefnt verði að stofnun borgargarðs í Elliðaárdal, sem feli m.a. í sér afmörkun og friðun svæðisins (hverfisvernd), skv. nánari skilgreiningu. Í því skyni að útfæra nánar fyrirkomulag garðsins og kanna nánar skipulagslegar og lagalegar forsendur verði skipaður undirbúningshópur sem jafnframt verði falið að hafa samráð við íbúa og hagsmunaaðila í dalnum (s.s. Hollvini Elliðaárdalsins). R12100345
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.

37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. febrúar 2013, þar sem óskað er eftir að núverandi leigusamningur Fólksvangs, Kollagrund 1 á Kjalarnesi verði framlengdur. R13020005
Samþykkt.

38. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. febrúar 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 30. janúar sl. með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa 7. janúar sl., varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindarreits 1.171.1. R12110046

- Kl. 11.44 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.

39. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 30. janúar 2013, sbr. fund menningar- og ferðamálaráðs þann 28. janúar sl. þar sem lagt var fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. nóvember 2012, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 16. janúar 2013 varðandi uppsetningu útilistaverks Rafaels Barrios í Borgartúni. R13010231
Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði á móti og vísar til bókunar í umhverfis- og skipulagsráði.

Fundi slitið kl. 11:55

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Óttarr Ólafur Proppé
Þorleifur Gunnlaugsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Oddný Sturludóttir