No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 31. janúar, var haldinn 5254. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.06. Viðstödd voru Dagur B. Eggertsson, Eva Einarsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson og Anna Margrét Jóhannesdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 21. janúar 2013. R13010013
2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 25. janúar 2013. R13010020
3. Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18. janúar 2013. R13010029
4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. janúar 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R13010014
6. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. 31. janúar 2013. R13010039
Frestað.
7. Lagðar fram styrkúthlutanir vegna 2013, dags. 31. janúar 2013, vegna umsókna sem bárust á styrkjatíma. R13010182
Frestað.
8. Fram fer kynning á tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 – 2030. Kynntur var kaflinn Borgin við sundin þar sem fjallað er um íbúðasvæði og blandaða byggð, bindandi markmið og skipulagsákvæði um landnotkun, byggingarmagn, þéttleika og áfangaskiptingu uppbyggingar.
R11060102
- Haraldur Sigurðsson og Björn Axelsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.14 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9.20 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. janúar 2013, sbr. samþykkt skipulagsráðs þann 23. janúar sl., um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi vegna Tangabryggju 14-16. R13010226
Samþykkt.
10. Lagt fram svar borgarlögmanns, dags. 29. janúar 2013, og svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. nóvember sl., við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks vegna skipulags í Norðlingaholti sem lögð var fram á fundi borgarráðs 25. október 2012. R12090032
11. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 25. janúar 2013 úttekt á rekstri íþróttafélaga. Jafnframt er lögð fram rekstrarúttekt á íþróttafélögum Reykjavíkur 2012 ásamt fylgiskjölum R10100321
Borgarráð þakkar fyrir rekstrarúttektina og felur ÍTR að fylgja niðurstöðum hennar eftir.
- Ómar Einarsson, Ingvar Sverrisson og Frímann A. Ferdinandsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir að íþrótta- og tómstundaráð gangi frá samstarfssamningi við Íþróttabandalag Reykjavíkur og íþróttafélög í samræmi við meðfylgjandi samningsdrög.
Frestað.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að í samstarfsamning við ÍBR og íþróttafélögin verði sett sú kvöð að umræddir samstarfsaðilar borgarinnar fylgi mannréttindastefnu og forvarnastefnu Reykjavíkur. R12020152
Frestað.
- Ómar Einarsson, Ingvar Sverrisson og Frímann A. Ferdinandsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 25. janúar 2013, um að starfshópur vegna sundlauganna í Reykjavík hafi lokið störfum og skilað skýrslu um framtíðarsýn fyrir sundlaugarnar í Reykjavík til 20 ára.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs, menningar- og ferðamálaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig er óskað eftir umsögn stjórnar Faxaflóahafna um tillögur í skýrslunni að hafnarlaug.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísuðu til bókunar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram við lokaafgreiðslu starfshópsins.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að kannaður verði kostnaður við að veita sjó í heita potta sundlauganna í Reykjavík. R12030102
Frestað.
Greinargerð fylgir tillögunni.
- Eva Einarsdóttir, Steinþór Einarsson og Ómar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð heimili að samningur verði gerður við Leikfélag Reykjavíkur um stuðning vegna starfsemi og afnota af Borgarleikhúsinu sbr. hjálagðan samning og fylgiskjöl. Samningurinn er til þriggja ára.
Heildarframlag til starfsemi og rekstrar í Borgarleikhúsinu árið 2013 er kr. 837.443.811. Fjárhagsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs árið 2013 gerir ráð fyrir framlagi að fjárhæð 827.443.811 og er því lagt til að rammi sviðsins árið 2013 hækki sem nemur mismuninum eða um 10 m.kr. sem fært verði af liðnum ófyrirséð 09205. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki að eftirtaldir fulltrúar taki sæti fyrir hönd Reykjavíkurborgar í hússtjórn Borgarleikhússins sbr. 4. gr. samnings: Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar og Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði. R12110059
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
- Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Fram fer kynning á Þríhnúkagíg. R12090024
- Björn Ólafsson og Svanhildur Konráðsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Lagt er til að borgarráð staðfesti heimild velferðarráðs til að ganga frá þjónustusamningum í samræmi við meðfylgjandi bréf með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. Ennfremur er lagt til að fjárheimild velferðarsviðs á liðnum þjónustusamningar og styrkir velferðarráðs, kostnaðarstaður F3610, verði aukin um 16 m.kr. sem verði fjármagnað af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.
R13010183
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
- Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið og næstu sex liðum.
17. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir tillögur velferðarráðs um endurnýjun þjónustusamnings við Gigtarfélag Íslands vegna þjónustu sem félagið veitir einstaklingum og fjölskyldum með lögheimili í Reykjavík 2013-2015 með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015.R13010236
Samþykkt.
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir tillögu velferðarráðs um endurnýjun þjónustusamnings um sumardvöl í Reykjadal fyrir nemendur Klettaskóla með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010241
Samþykkt.
19. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir tillögu velferðarráðs um endurnýjun þjónustusamnings og styrks við Stígamót vegna Kristínarhúss með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010240
Samþykkt.
20. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir tillögur velferðarráðs um samstarfssamning við Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu vegna félagsstarfs, námskeiða, funda og skemmtana fyrir öryrkja með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010239
Samþykkt.
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir tillögur velferðarráðs um endurnýjun þjónustusamnings við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um rekstur sumar- og helgardvalar fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010238
Samþykkt.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir tillögu velferðarráðs um endurnýjun þjónustusamnings við Hjálparstarf kirkjunnar til að veita ráðgjöf innanlands með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Fulltrúi VG leggur til að þjónustusamningur um styrk til að veita ráðgjöf til þeirra sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar innanlands og dýpkun á valddreifingarverkefni sem styrkt var fyrir árið 2012 verði ekki endurnýjaður. Umræddir fjármunir verði látnir renna til velferðarsviðs til að efla faglega ráðgjöf til þurfandi. R13010237
Tillagan er felld með sex atkvæðum gegn einu.
Samningurinn er samþykktur með sex atkvæðum gegn einu.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Tæplega 9 milljóna króna styrkur borgarráðs til Hjálparstarfs Kirkjunnar vekur furðu þegar álag á þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar fer stöðugt vaxandi sökum aukinnar fátæktar í borginni. Að mati borgarráðsfulltrúa VG ættu þeir fjármunir sem ætlaðir eru til félagslegrar ráðgjafar að renna til félagsþjónustu borgarinnar en ekki til hjálparstarfs á vegum trúsafnaða.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir tillögu velferðarráðs um endurnýjun þjónustusamnings við Styrktarfélag klúbbsins Geysis með það að markmiði að auka tengsl geðfatlaðra við samfélagið með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010242
Samþykkt.
24. Lögð fram umsögn fjrármálaskrifstofu, dags. 23. janúar 2013, um að Reykjavíkurborg sé heimilt skv. 69. grein sveitarstjórnarlaga að veita ábyrgð á lánum fyrirtækja í eigu borgarinnar og annarra sveitarfélaga enda sé ábyrgðin einföld og hlutfallsleg. Jafnframt lagt fram að nýju bréf stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 18. janúar 2013, sbr. samþykkt stjórnar SHS þann 23. nóvember 2012 á tillögu fjármálastjóra aðildarsveitarfélaganna um fjármögnun byggingar nýrrar slökkvistöðvar við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Jafnframt er óskað eftir að bæjarráð veiti heimild til lántöku til byggingarinnar. R13010185
Vísað til borgarstjórnar.
25. Lagt fram að nýju bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 18. janúar 2013, ásamt gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. R13010184
Vísað til borgarstjórnar.
26. Lagður fram listi yfir starfsmenn Reykjavíkurborgar sem undanþegnir eru rétti til að taka þátt í verkfalli. R13010214
27. Fram fer umræða um sölu fasteigna Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls og Réttarháls. R11060060
- Ingvar Stefánsson og Hálfdan Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
28. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir meðfylgjandi reglur um gerð fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg. R13010212
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
29. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir að fela sviðum og fagráðum að hefja undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun næsta árs og til næstu fimm ára á grundvelli gildandi fimm ára áætlunar.R13010213
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
30. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps, til borgarráðs:
Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð í skuldabréfaflokk borgarsjóðs, RVK 19 1. R12010171
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarráð samþykkir að atvinnulausir Reykvíkingar og þeir sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavíkurborg fái áframhaldandi endurgjaldslausan aðgang að sundstöðum borgarinnar og frítt bókasafnskort út árið 2013. R11010088
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til umsagnar velferðarráðs.
32. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Fulltrúi VG óskar eftir upplýsingum um alla styrki, þjónustusamninga og aðra fjármuni og eða hlunnindi sem Reykjavíkurborg veitir og hefur veitt trúarsamtökum og samtökum þeim tengdum undanfarin 3 ár. R13010250
33. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar og ÍTR greini borgarráði frá þeim valkostum sem hafa verið skoðaðir til að bæta úr aðstöðu í Grafarvogi til íþróttaiðkunar í hverfinu í tengslum við starf Fjölnis, skólanna og óskir íbúa. R13010249
34. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Á þessu kjörtímabili hafa verið gerðar margar veigamiklar breytingar á skipuriti Ráðhússins og sviðum borgarinnar. Óskað er upplýsinga um það hver heildarkostnaður er þegar orðinn vegna allra breytinga sem gerðar hafa verið á skipuriti borgarinnar og skipulagi Ráðhússins, sviða og deilda á kjörtímabilinu. Í slíkri samantekt er óskað eftir að teknar verði saman vinnustundir starfsfólks vegna vinnu við skipulagsbreytingar, tilgreindur verði kostnaður vegna starfslokasamninga, vegna nýrra ráðningasamninga, þ.m.t. auglýsingakostnaður og ráðgjöf vegna ráðninga, utanaðkomandi sérfræðikostnaður og annað sem tengist skipulagsbreytingunum. R12030116
35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Lagt er til að Reykjavíkurborg skoði kosti og undirbúi sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. Fyrirtækið er hlutafélag sem er alfarið í eigu borgarinnar en starfar á útboðs- og samkeppnismarkaði. Forsendur fyrir því að Reykjavíkurborg starfræki malbikunarstöð eiga ekki lengur við og ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að standa í áhættusömum samkeppnisrekstri. Lóðasamningur hefur ekki verið gerður við fyrirtækið og þarf að ganga frá lóðamálum þess áður en það verður sett í söluferli. R13010251
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.30
Dagur B. Eggertsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Eva Einarsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þorleifur Gunnlaugsson Hanna Birna Kristjánsdóttir