No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 24. janúar, var haldinn 5253. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Einnig sátu fundinn eftirtaldir embættismenn: Ellý K. Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Kristbjörg Stephensen og Ólöf Örvarsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 8. janúar 2013. R13010009
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 17. janúar 2013. R13010016
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 10. janúar 2013. R13010019
4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. janúar 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R13010014
- Kl. 9.12 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
6. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. 24. janúar 2013.
R12010038
Samþykkt að veita Landsbyggðarvinum í Reykjavík styrk að fjárhæð kr. 50 þús.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
7. Lagðar fram styrkúthlutanir vegna 2013, dags. 24. janúar 2013 vegna umsókna sem bárust á árlegum styrkjatíma. R13010182
Frestað.
8. Lagt fram bréf mannréttindaráðs, dags. 18. janúar 2013, um styrkúthlutun mannréttindaráðs 2013. R13010173
- Kl. 9.15 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. janúar 2013, sbr. samþykkt skipulagsráðs þann 16. janúar sl. með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. janúar sl., varðandi breytingu á deiliskipulagi Brynjureits 1.172.0. Tillagan var auglýst frá 21. nóvember 2012 til og með 4. janúar 2013. R12110047
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. janúar 2013, þar sem lagt er til að Öryggisgirðingum ehf., til heimilis að Suðurhrauni 2, 210 Garðabæ, verði seldur byggingarréttur fyrir einbýlishús á lóð nr. 98 við Haukdælabraut. R12110139
Samþykkt.
11. Fram fer kynning á stöðu á mála varðandi Umferðarmiðstöðina. R12070045
- Drífa Magnúsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Bergdís I. Eggertsdóttir og Þorsteinn R. Hermannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. janúar 2013, sbr. samþykkt skipulagsráðs þann 16. janúar sl. með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. janúar sl. um nýtt deiliskipulag á reitnum Einholt-Þverholt sem var auglýst frá 5. nóvember 2012 til og með 17. desember sl. R12060152
Samþykkt.
Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar áætlunum um metnaðarfulla uppbyggingu við Einholt – Þverholt. Borgarráð vill jafnframt ítreka nauðsyn þess að umhverfis- og skipulagssvið muni, samhliða uppbyggingunni, grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða svo ekki skapist bílastæðavandamál á svæðinu, eins og fram kemur í umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir.
13. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 18. janúar 2013, sbr. samþykkt velferðarráðs þann 17. janúar sl. á umsögn sviðsins varðandi erindi um stækkun Skógarbæjar og fjölgun hjúkrunarrýma. R12120040
Borgarráð tekur undir bókun velferðarráðs vegna málsins og vísar til hennar.
- Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 18. janúar 2013, um úthlutun styrkja hverfisráða fyrir árin 2011-2012. R13010177
15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð heimili að samningur verði gerður við Leikfélag Reykjavíkur um stuðning vegna starfsemi og afnota af Borgarleikhúsinu sbr. hjálagðan samning og fylgiskjöl. Samningurinn er til þriggja ára. Heildarframlag til starfsemi og rekstrar í Borgarleikhúsinu árið 2013 er kr. 837.443.811. Fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs árið 2013 gerir ráð fyrir framlagi að fjárhæð kr. 827.443.811 og er því lagt til að rammi sviðsins árið 2013 hækki sem nemur mismuninum eða um 10 m.kr. sem fært verði af liðnum ófyrirséð 09205. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki að eftirtaldir fulltrúar taki sæti fyrir hönd Reykjavíkurborgar í hússtjórn Borgarleikhússins sbr. 4. gr. samnings: Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar og Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði R12110059
Frestað.
16. Lagt fram minnisblað mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra, dags. 16. janúar 2013, varðandi samstarf ríkisstjórnar Íslands við aðila vinnumarkaðarins um mennta- og vinnumarkaðsmál. R13010189
Vísað til meðferðar hjá borgarritara.
17. Lagt fram bréf stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 18. janúar 2013, sbr. samþykkt stjórnar SHS þann 23. nóvember 2012 á tillögu fjármálastjóra aðildarsveitarfélaganna um fjármögnun byggingar nýrrar slökkvistöðvar við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Jafnframt er óskað eftir að borgarráð veiti heimild til lántöku til byggingarinnar. R13010185
Frestað.
18. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 18. janúar 2013, ásamt gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. R13010184
Frestað.
19. Lagt fram bréf Fimleikasambands Íslands, dags. 22. janúar 2013, þar sem Fimleikasambandið þakkar borgarráði veittan stuðning við umsókn þeirra til að halda Evrópumótið í hópfimleikum árið 2014 á Íslandi. R13010101
Borgarráð fagnar því að ákvörðun liggur nú fyrir um að Evrópumótið í hópfimleikum verði haldið á Íslandi á næsta ári. Borgarráð þakkar Fimleikasambandi Íslands fyrir frumkvæði sitt í málinu og ráðstefnuskrifstofu Reykjavíkurborgar fyrir aðkomu sína.
20. Lagt fram bréf CCP hf, dags. 21. janúar 2013, varðandi listaverkagjöf til Reykjavíkurborgar, útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson. R13010186
Vísað til meðferðar menningar- og ferðamálaráðs.
21. Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 7. janúar 2013, þar sem ráðuneytið tilnefnir Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra sem aðalmann og Hallgrím Helgason rithöfund sem varamann, sem sína fulltrúa í stjórn Kjarvalsstofu í París til þriggja ára skv. hjálögðum reglum. R12110157
22. Lagt er til að Reynir Sigurbjörnsson taki sæti Kjartans Due Níelssonar sem varamaður í umhverfis- og skipulagsráði. R12120086
Vísað til borgarstjórnar.
23. Lagt er til að Helga Lára Haarde taki sæti í skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík í stað Lindu Rósar Michaelsdóttur. R12120017
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. janúar 2013, um kosningu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur sem varamanns í borgarráði í stað Gísla Marteins Baldurssonar á fundi borgarstjórnar 15. janúar sl. R12060089
25. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör a-hluta jan.-nóv. 2012. R11120032
Fundi slitið kl. 10.42
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Óttarr Ólafur Proppé
Oddný Sturludóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir