Borgarráð - Fundur nr. 5252

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 17. janúar, var haldinn 5252. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 28. nóvember 2012. R12020166

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 13. desember 2012. R12010010

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 13. desember 2012. R12010015

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 11. janúar 2013. R13010020

5. Lögð fram fundargerð Sorpu bs frá 14. janúar 2013. R13010030

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. janúar 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R13010014

8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13010002

- Kl. 9.11 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.

- Kl. 9.14 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir tillögu menningar- og ferðamálaráðs um samstarfssamning við Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Listahátíð í Reykjavík um rekstur og fjárframlag til Listahátíðar 2013-2015 með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R12090167
Samþykkt.

- Einar Örn Benediktsson og Signý Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið og liðum 11-21.

10. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs, dags.14. janúar 2013, varðandi tillögu ráðsins að samstarfssamningum 2013 -2015 og Borgarhátíðasjóðs. R13010141
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

11. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs, dags. 14. janúar 2013 og yfirlit yfir styrkveitingar ráðsins árið 2013. R13010143

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir tillögu menningar- og ferðamálaráðs um samstarfssamning við Heimili kvikmyndanna um rekstur Bíós Paradísar 2013-2015 með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010144
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir tillögu menningar- og ferðamálaráðs um samstarfssamning við Nýlistasafnið um rekstur safnsins 2013-2015 með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010145
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir tillögu menningar- og ferðamálaráðs um samstarfssamning við Bandalag sjálfstæðra leikhúsa til rekstrar skrifstofu SL og Tjarnarbíós 2013-2015 með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010146
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir tillögu menningar- og ferðamálaráðs um samstarfssamning við Kling og Bang um rekstur gallerís 2013-2015 með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010147
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir tillögu menningar- og ferðamálaráðs um samstarfssamning við Samtök um danshús til rekstrar dansverkstæðis 2013-2015 með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010148
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir tillögu menningar- og ferðamálaráðs um samstarfssamning við Myndhöggvarafélagið í Reykjavík til rekstrar verkstæðis og útisýninga í Höggmyndagarðinum 2013-2015 með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010149
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir tillögu menningar- og ferðamálaráðs um samstarfssamning við Hinsegin daga – Gay Pride 2013-2015 með fjárframlagi úr Borgarhátíðarsjóði en með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010150
Samþykkt.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir tillögu menningar- og ferðamálaráðs um samstarfssamning við Lókal leiklistarhátið 2013-2015 með fjárframlagi úr Borgarhátíðarsjóði en með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010151
Samþykkt,

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir tillögu menningar- og ferðamálaráðs um samstarfssamning við Reykjavík Dance Festival 2013-2015 með fjárframlagi úr Borgarhátíðarsjóði en með fyrirvara um heimildir fjárhagsáætlunar 2014-2015. R13010152
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags.14. janúar 2013, þar sem lagt er til að borgarráð heimili stækkun lóðar við Lambhagaveg 29. R12120075
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. nóvember 2012, sbr. samþykkt Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur þann 1. nóvember 2012 varðandi gjaldskrá fyrir hundaeftirlit. R11050071
Vísað til borgarstjórnar.

23. Lagt fram bréf formanns eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 10. janúar 2013, sbr. samþykkt nefndarinnar þann 8. janúar sl. um að endurvekja rýnihóp eigenda. R10060067

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að greiða áætlað mánaðarlegt framlag til Íþróttabandalags Reykjavíkur fyrir janúar og febrúar þrátt fyrir að þjónustusamningur liggi ekki fyrir. Óskað er eftir þessari heimild þar sem endurskoðun þjónustusamnings við ÍBR f.h. íþróttafélaganna stendur nú yfir en er ekki lokið. Stefnt er að því að leggja drög að nýjum þjónustusamningi fyrir borgarráð á næstu vikum.
Greiðslur þessar yrðu fyrirfram greiðslur upp í væntanlegan þjónustusamning við ÍBR. R12020152
Samþykkt.

25. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 11. desember 2012, ásamt umsögn áhættustýringarhóps Reykjavíkur, varðandi aðgerðaáætlun OR og eigenda vegna fjárhagsvanda. R11030100

26. Lögð fram áætlun fjármálaskrifstofu, dags. 15. janúar 2013, um tímasetningar vegna mánaðar- og árshluta uppgjöra á árinu 2013. R13010155

27. Fram fer kynning á niðurstöðum starfshóps um vetrarþjónustu gatna og stíga. R13010127
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

- Guðjóna Björk Sigurðardótir, Karl Sigurðsson og Ólöf Örvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið .

Fundi slitið kl. 11.05

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Hjálmar Sveinsson
Óttarr Ólafur Proppé Hanna Birna Kristjánsdóttir