Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 10. janúar, var haldinn 5251. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.9.06. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 14. nóvember 2012. R12010009
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 27. nóvember 2012. R12010012
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 19. nóvember 2012. R12010013
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 17. desember 2012. R12010016
5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 14. desember 2012. R12010019
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. nóvember 2012. R12010031
7. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17. desember 2012. R12010032
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 21. desember 2012. R12010028
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 14. desember 2012 og 7. janúar 2013. R12010029
10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. janúar 2013. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 1 mál. R13010014
12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13010002
13. Lagðar fram breytingatillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 ásamt umhverfisskýrslu og umferðarspám, dags. í janúar 2013. R11060102
- Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
14. Lagt fram bréf Fimleikasambands Íslands, dags. 8. janúar 2013, varðandi umsókn sambandsins um að Evrópumeistaramótið í hópfimleikum verði haldið á Íslandi 2014. R13010101
Samþykkt.
Borgarráð lagði fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð fagnar umsókn Fimleikasambands Íslands um að Evrópumeistaramót í hópfimleikum verði haldið í Reykjavík árið 2014 og lýsir yfir stuðningi Reykjavíkurborgar við umsóknina. Undanfarin ár hafa hópfimleikar á Íslandi átt góðu gengi að fagna. Tímamótaárangur hefur náðst í keppni og hafa íslenskar hópfimleikakonur með sigrum sínum skráð nöfn sín á spjöld íslenskrar íþróttasögu. Næsta Evrópumeistaramót verður það tíunda í röðinni og hefur verið haldið á tveggja ára fresti víðsvegar um álfuna. Greinin hefur vaxið hratt á undanförnum árum, er einstaklega áhorfendavæn og skapast mikil og góð stemmning á hópfimleikamótum. Það er mat borgarráðs að mótið geti orðið stór og gleðilegur viðburður í Reykjavík og í anda stefnumörkunar atvinnustefnu, ferðamálstefnu og íþróttastefnu borgarinnar. ÍTR er því falið að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Fimleikasambandsins um fyrirkomulag á stuðningi Reykjavíkurborgar og kynna tillögurnar fyrir borgarráði, verði Reykjavíkurborg fyrir valinu.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. desember 2012, sbr. samþykkt skipulagsráðs þann 19. desember sl. um að auglýsa tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Húsahverfis, Grafarvogur III svæði C. R12120097
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs., dags. 19. desember 2012, sbr. samþykkt skipulagsráðs þann 19. desember sl. um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna lóðarinnar nr. 30 við Sundlaugaveg. R12120098
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs., dags. 19. desember 2012, sbr. samþykkt skipulagsráðs þann 19. desember sl. um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi að Blikastaðavegi 2-8. R12120099
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf Samkeppniseftirlitsins, dags. 21. desember 2012, varðandi ákvörðun nr. 34/2012 um misnotkun Sorpu bs. á markaðsráðandi stöðu. Jafnframt er lögð fram greinargerð Samkeppniseftirlitsins, dags. 21. desember sl., og minnisblað Inga B. Poulsen hdl., dags. 7. janúar 2013. R10010157
- Björn H. Halldórsson, Ingi B. Poulsen og Karl Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. janúar 2013, þar sem lagt er til að borgarráð taki tilboði Fylkis ehf., dags. 20. desember 2012, í fasteignina Arnarholt á Kjalarnesi. R12110140
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. desember 2012, um endurskoðun á vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt lögð fram verklýsing stýrihóps, dags.í desember 2012. R11020100
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2013:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu velferðarráðs um breytingu á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lagt fram bréf velferðarráðs, dags. 7. janúar 2013, sbr. samþykkt velferðarráðs sama dag, tillaga að breytingu á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur ásamt greinargerð og kosnaðarmati. R12050086
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn einu.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðsluna.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vísa til bókana sinna fulltrúa sem lagðar voru fram við afgreiðslu velferðarráðs.
- Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum við afgreiðslu málsins.
22. Lagður fram dómur Héraðsdóms, dags. 14. desember 2012, í máli nr. E-966/2011, Miðbæjarbyggð ehf. gegn Reykjavíkurborg. R11020101
23. Lagður fram dómur Héraðsdóms, dags. 19. desember 2012, í máli nr. E-719/2012, Guðmundur Karl Guðjónsson (Tinnuberg) gegn Reykjavíkurborg. R12020121
24. Lagður fram dómur Hæstaréttar E-2201/2011, dags. 19. desember 2012, Frjálslyndi flokkurinn gegn Reykjavíkurborg. R11050046
25. Lagður fram dómur Héraðsdóms E-4455/2011, dags. 21. desember 2012, Iceland Excursions Allrahanda ehf. gegn Reykjavíkurborg. R11110079
26. Lagður fram dómur Héraðsdóms E-1752/2012 - Matsmál, dags. 14. desember 2012, Albert Ríkarðsson kennari, í Laugarnesskóla, gegn Reykjavíkurborg. R09100023
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. janúar 2013:
Borgarráð samþykkir heimild til fjármálastjóra að undirbúa, á grundvelli samþykktar fjárhagsáætlunar 2013, lántökur á árinu 2013 fyrir allt að 3.299 milljón króna. Lántakan verði framkvæmd með stækkun á verðtryggðum skuldabréfaflokkum Reykjavíkurborgar RVK 19 1 og RVK 09 1. Fjármálastjóra verði falið að ákveða m.t.t. markaðsaðstæðna hverju sinni hvort boðið verði í RVK 19 1, RVK 09 1 eða báða flokka samtímis. Janúar–júní 2013 verði stefnt að því að gefa út skuldabréf að verðmæti allt að 1.500 milljónir króna á eftirfarandi útboðsdögum: 30. janúar, 6. mars, 10. apríl, júlí–desember 2013 verði stefnt að því að gefa út skuldabréf að verðmæti allt að 1.799 milljónir króna á eftirfarandi útboðsdögum: 4. september, 9. október, 6. nóvember, 4. desember.
Greinargerð fylgir tillögunni.
R12010171
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
28. Lagt fram yfirlit eignasjóðs yfir innkaup í nóvember 2012. R12010071
29. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Ungmennafélags Íslands, dags. 28. desember 2012, vegna Tryggvagötu 13. R12110095
Samþykkt.
30. Lagður fram viðaukasamningur, dags. 18. desember 2012, milli Reykjavíkurborgar og Fjölsmiðjunnar. R12010194
Samþykkt.
31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2013:
Lagt er til að borgarráð samþykki að undirritaður verði 2ja ára samstarfssamningur við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Stofnunin mun veita Reykjavíkurborg þjónustu í samræmi við meðfylgjandi drög að samningi gegn greiðslu sem nemur 2.375 þ.kr. hvort árið og greiðist af kostnaðarstað 09510 og verkefni 09804.
Greinargerð fylgir tillögunni.
R10090054
Samþykkt.
32. Lagt fram erindisbréf borgarstjóra, dags. 10. janúar 2013, um skipan í starfshóp um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. R13010108
Samþykkt að skipa Dag B. Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttur, Pál Hjaltason, Áslaugu Friðriksdóttur og Elínu Sigurðardóttir í hópinn.
Fundi slitið kl. 11.30
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé Hanna Birna Kristjánsdóttir