Borgarráð - Fundur nr. 5250

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2012, fimmtudaginn 20. desember, var haldinn 5250. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 28. nóvember og 12. desember 2012. R12010011

2. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 6. september kl. 10.00, 6. september kl. 13.00, 16. október og 6. desember 2012. R12010008

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 19. desember 2012. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R12120011

5. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. 20. desember 2012. Samþykkt að veita útvarpsþættinum Harmageddon styrk að upphæð 200 þúsund krónur vegna lestrarátaksins „það er töff að lesa“. R12010038
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

- Kl. 9.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

6. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. desember 2012, þar sem lagt er til að leigusamningur vegna Lagargötu 2 verði samþykktur. R12100365
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunnar, dags. 17. desember 2012, þar sem lagt er til að leigusamningur vegna gæsluvallar við Freyjugötu 19 verði samþykktur. R12120059
Samþykkt.

8. Lagt fram að nýju bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. desember 2012, sbr. tillögu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um undirbúning að sameiginlegri stjórn Bláfjalla- og Reykjanessfólkvanga. Jafnframt er lagt fram minnisblað um mögulega sameiningu. R12120045
Samþykkt að skipa Sverri Bollason í stjórn Bláfjallafólkvangs.

- Kl. 9.13 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

9. Lagt fram að nýju minnisblað starfshóps um rafvæddar samgöngur, dags. 22. október 2012. Jafnframt lögð fram að nýju samþykkt borgarstjórnar frá 20. nóvember sl.
R12070100
Samþykkt að skipa Karl Sigurðsson, Kristínu Soffíu Jónsdóttur, Gísla Martein Baldursson og Sóleyju Tómasdóttur í starfshópinn.

10. Lögð fram greinargerð Félagsbústaða hf., dags. 13. desember 2012, varðandi áætlanir fyrir árið 2013. R12100344

11. Skipan í starfshóp um eigendastefnu Félagsbústaða. R12120079
Frestað.

12. Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 13. desember 2012, þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg tilnefni einn fulltrúa og annan til vara í samstarfshóp um skapandi greinar. Jafnframt er lögð fram skýrsla starfshóps um skapandi greinar, dags. september 2012, skapandi greinar - sýn til framtíðar. R12120077
Samþykkt að skipa Einar Örn Benediktsson í starfshópinn.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. desember 2012:
Lagt er til að borgarráð samþykki að haga álagningu ábyrgðargjalds á Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2012 þannig að 0,48#PR ábyrgðargjald verði lagt á lán vegna samkeppnishluta fyrirtækisins og 0,375#PR á lán vegna sérleyfishluta en ekki verði lagt ábyrgðargjald á eigendalán til fyrirtækisins.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12050102
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

14. Lagt fram yfirlit eignasjóðs yfir innkaup í október 2012. R12010071

15. Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 16. desember 2012. um frumvarp um breytingu á lögum um opinber innkaup. R12110053

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. desember 2012:
Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu skóla- og frístundasviðs um leigu á færanlegum skólastofum til lausnar á húsnæðisvanda frístundaheimilanna Glaðheima og Frostheima. Jafnframt verði samþykkt hækkun á fjárheimildum sviðsins um 12,1 m.kr. til að mæta þessum kostnaðarauka sem verði fjármagnað af ófyrirséðu, kostnaðarstað 09205. Gert er ráð fyrir að akstursþjónustu verði haldið áfram uns þessar skólastofur verða tilbúnar. R12120003
Samþykkt með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu umhverfis- og skipulagssviðs.

17. Lögð fram samantekt við þjónustukönnun Capacent, dags. október - nóvember 2012, með og án samanburðar við önnur sveitarfélög. R10010118

- Kl. 9.30 tekur Óttarr Ólafur Proppé sæti á fundinum.

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgastjóra, dags. 19. desember 2012:
Lagt er til að borgarráð samþykki greiðslufrest á uppgjöri eigendaláns til Portusar til 15. febrúar 2013.
Greinargerð fylgir tillögunni.
R11010037
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. desember 2012:
Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði auknar um 8,2 m.kr. árið 2013 til að mæta auknu álagi og fjölda tilvísana og biðlistum í sérfræðiþjónustu skóla á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar tímabilið janúar-maí 2013. Fjármagnið komi af ófyrirséðu, kostnaðarstað 09205, og verði notað til kaupa á yfirvinnu af sálfræðingum sem sinna sérfræðiþjónustu skóla á þjónustumiðstöðvum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12050046
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. desember 2012:
Lagt er til að borgarráð óski eftir viðræðum við velferðarráðuneytið um byggingu nýrra hjúkrunarrýma í Reykjavík.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12120040
Samþykkt.

21. Fram fer kynning á stöðu kjaraviðræðna við grunnskólakennara. R12020053

22. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. desember 2012, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs þann 5. desember sl., tillaga sviðsstjóra að umsögn um tillögur verkefnahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna mögulegs samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um tónlist og listmenntun. R12060031
Samþykkt.

23. Lagt fram að nýju bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 3. desember 2012, þar sem óskað er eftir tilnefningum í skólanefndir framhaldsskóla í Reykjavík.

Tilnefnd eru:
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti:
Ingvar Sverrisson
Jarþrúður Ásmundsdóttir
Til vara:
Kristín Dýrfjörð
Andrea M. Gunnarsdóttir

Menntaskólinn í Hamrahlíð:
Orri Páll Jóhannsson
Benedikt Bogason
Til vara:
Harpa Rut Hilmarsdóttir
Andri Heiðar Kristinsson

Menntaskólinn við sund:
Guðrún Hólmgeirsdóttir
Fanney Birna Jónsdóttir
Til vara:
Auðun Freyr Ingvarsson
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Fjölbrautaskólinn við Ármúla:
Þorgerður Laufey Diðríksdóttir
Óskar Örn Guðbrandsson
Til vara:
Ásgeir Beinteinsson
Helga Dögg Björgvinsdóttir

Kvennaskólinn í Reykjavík:
Eva Einarsdóttir
Hermann Valsson

Til vara:
Guðfinnur Sveinsson
Auður Lilja Erlingsdóttir

Menntaskólinn í Reykjavík:
Ingibjörg Stefánsdóttir
Borgar Þór Einarsson
Til vara:
Þórmundur Jónatansson
Linda Rós Michaelsdóttir
R12120017

24. Lagt fram að nýju bréf mennta- og menningarráðuneytisins, dags. 3. desember 2012, þar sem óskað er eftir tilnefningu í skólanefnd Borgarholtsskóla.

Tilnefnd eru:
Oddný Sturludóttir
Til vara:
Guðbrandur Guðmundsson
R12120017

- Kl. 10.36 víkur Oddný Sturludóttir af fundinum og Hjálmar Sveinsson tekur þar sæti.

25. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. desember 2012, sbr. samþykkt skipulagsráðs þann 12. desember sl. um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Laugarás-Hrafnista vegna lóðanna nr. 18-24 og 25-29 við Jökulgrunn. R12120072
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. desember 2012, sbr. samþykkt skipulagsráðs þann 19. desember sl., um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 57 við Hverfisgötu. R12120088
Samþykkt.

27. Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, ódags., um vinnuferli endurskoðunar. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. desember 2012, um umfjöllun og umræður í borgarráði og borgarstjórn 2013. Fram fer kynning á tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur og tímaáætlun vinnslu- og kynningarferils. R11060102
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

- Haraldur Sigurðsson og Ólöf Örvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 12.20

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Sóley Tómasdóttir
Oddný Sturludóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Óttarr Ólafur Proppé