No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 13. desember, var haldinn 5249. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 13. nóvember 2012. R12020166
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 26. nóvember 2012. R12010016
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. desember 2012. R12010019
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 12. desember 2012. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R12120011
6. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 10. desember 2012, sbr. tillögu velferðarráðs þann 6. desember sl. um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð. R12120041
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sátu hjá við afgrieðslu málsins.
7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. desember 2012:
Lagt er til að borgarráð samþykki að gengið verði frá samningi um kaup Reykjavíkurborgar á Perlunni að andvirði 950 m.kr. ásamt því að ganga frá leigusamningi á einum birgðatanki við sama aðila. Miðað er við að fjármunir til kaupanna komi af handbæru fé. Tillagan felur í sér að kostnaðarstaður 1108 ýmsar fasteignir hækkar um 950 m.kr og verður svo breyttur 1.100 m.kr í stað 150 m.kr. Handbært fé í lok árs lækkar að sama skapi um 950 m.kr. Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar mun ganga frá f.h. borgarinnar.
Lagt er til að heimildin verði veitt með fyrirvara um að áður en skrifað er undir kaupsamning liggi fyrir viljayfirlýsing um að ríkið muni að loknum breytingum á húsinu taka á leigu hluta hússins undir náttúruminjasýningu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12110049
Vísað til borgarstjórnar.
8. Lagt fram samkomulag velferðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar, dags. 12. desember 2012, um framkvæmd verkefnisins Vinnu og virkni – átak til atvinnu 2013. Jafnframt lögð fram tillaga stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, dags. 15. nóvember 2012, til velferðarráðherra. R12110069
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar svohljóðandi bókun sína sem lögð var fram á fundi borgarráðs þann 22. nóvember 2012:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna samþykkir tillöguna og bindur vonir við að verkefnið skili árangri bæði fyrir einstaklinga og samfélag. Þó er gerður fyrirvari við lið 5 sem kveður á um skýrari heimildir sveitarfélaga til að skilyrða fjárhagsaðstoð við virkni. Sveitarfélögum ber að aðstoða fólk sem ekki á annarra kosta völ. Sú skylda á að vera skilyrðislaus og Vinstri græn munu ekki samþykkja breytingar þar á.
- Helga Björg Ragnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. desember 2012, þar sem lagt er til að borgarráð heimili frávik skv. tilboði lægstbjóðanda í gerð göngu- og hjólabrúa yfir Elliðaárósa. R11100289
Samþykkt.
10. Fram fer kynning á fyrirhugaðri starfsemi í Umferðarmiðstöðinni. R12110104
- Þorsteinn Hermannsson, Reynir Jónsson, Smári Ólafsson og Ólafur Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. desember 2012, sbr. tillögu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um undirbúning að sameiginlegri stjórn Bláfjalla- og Reykjanessfólkvanga. Jafnframt er lagt fram minnisblað um mögulega sameiningu. R12120045
Frestað.
12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. desember 2012:
Lagt er til að samþykkt verði tillaga aðildasveitarfélaga SSH sem samþykkt var á fundi stjórnar SSH þann 10. desember sl. og varðar rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins á árinu 2013, skiptingu kostnaðar og mótun eigendastefnu og samstarfssamnings vegna reksturs skíðasvæðanna. Enn fremur er lagt til við borgarráð að viðbótarframlag Reykjavíkurborgar vegna reksturs skíðasvæðanna verði aukið um 5,9 m.kr. Þetta verði fjármagnað liðnum ófyrirséð kostnaðarstað 09205. Tillagan er gerð með fyrirvara um samþykki annarra aðildarsveitarfélaga skíðasvæðanna.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnfram lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. desember 2012, varðandi tillögu aðildarsveitarfélaga vegna reksturs skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins á árinu 2013. R12120043
Vísað til borgarstjórnar.
13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. desember 2012:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi eigendastefnu fyrir Hörpu – tónlistar- og ráðstefnuhús ohf.
Greinargerð fylgir tillögunni.
R12010036
Vísað til borgarstjórnar.
- Helga Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundinum við afgreiðslu málsins.
14. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 10. desember 2012, ásamt samningi um fjárveitingu til Fylkis vegna byggingar á áhorfendaaðstöðu við knattspyrnuvöll félagsins við Fylkisveg sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 18. maí sl. R10040098
Samþykkt.
15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. desember 2012:
Lagt er til að samþykkt verði heimild til að hækka stofnframlag til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. um 400 m.kr til að greiða upp fjölgjaldmiðlalán við Lánasjóð sveitarfélaga. Tillagan felur í sér breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2012 og leiðir til 400 m.kr lækkunar á handbæru fé í árslok 2012.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lögð fram tillaga Samtaka sveitarfélaga á höfuborgarsvæðinu, dags. 21. nóvember sl., að eigendasveitarfélög Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins leggi fyrirtækinu til aukið stofnfé. Einnig lagt fram álit lögmannstofunnar PwC Legal, dags. 22. nóvember sl., á lánasamningi SH við Lánasjóð sveitarfélaga ohf., Glitni banka hf. og Íslandsbanka hf. Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 23. nóvember 2012. R12120050
Vísað til borgarstjórnar.
16. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. desember 2012, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs þann 5. desember sl. á þjónustusamningi við Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna – RannUng. R12120039
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. nóvember 2012, ásamt tillögu að nýjum samþykktum fyrir Bílastæðasjóð. R10110041
Vísað til umsagnar fjármálaskrifstofu og umhverfis- og skipulagsráðs.
18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. desember 2012, ásamt nýjum samþykktum fyrir umhverfis- og skipulagsráð. R12030116
Vísað til borgarstjórnar.
19. Lögð fram tillaga fjármálaskrifstofu, dags. 11. desember 2012, um tilfærslu á kostnaðarstað milli rekstrareininga á skóla- og frístundasviði. R12120049
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
20. Lögð fram tillaga fjármálaskrifstofu, dags. 11. desember 2012, um tilfærslu á fjárheimildum á milli sviða árið 2013 vegna breytinga á gjaldskrá skrifstofu þjónustu- og rekstrar vegna upplýsingatækniþjónustu. R12010171
Vísað til borgarstjórnar.
21. Lögð fram tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags. 12. desember 2012, um skuldabréfaútboð. R11060068
22. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör a-hluta, janúar-október 2012. R11120032
23. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. desember 2012, sbr. fund skóla- og frístundaráðs 12. desember 2012 þar sem lögð var fram tillaga um opinn íbúafund í Grafarholti og Úlfarsárdal um skóla-,frístunda-,íþrótta- og æskulýðsmál í hverfunum. R12070097
Borgarráð samþykkir tillöguna með þeirri breytingu að opinn fundur verði haldinn við fyrsta tækifæri. Hafa skal samráð við íbúasamtök Grafarholts og Úlfarsárdals auk hverfisráðsins við val á fundardegi auk þeirra fagsviða Reykjavíkurborgar sem koma að málinu.
24. Samþykkt að tilnefna í fulltrúaráð umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Eirar þau Helgu Benediktsdóttur, Regínu Ásvaldsdóttur, Ellý Katrínu Guðmundsdóttur, Einar Jón Ólafsson, Halldór Frímannsson, Hrönn Pétursdóttur, og Hjördísi Sjafnar. Varafulltrúar verða Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðbrandur Guðmundsson, Ingibjörg Bjarnadóttir og Sigurður Björn Blöndal. R12110032
Samþykkt.
- Sóley Tómasdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Fundi slitið kl. 11.00
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé Hanna Birna Kristjánsdóttir
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir