Borgarráð - Fundur nr. 5248

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, þriðjudaginn 11. desember, var haldinn 5248. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2012, varðandi samþykkt skipulagsráðs þann 3. desember sl. um að vísa breytingatillögu ásamt greinargerð, umhverfisskýrslu og umsögn um athugasemdir vegna Holtsganga, nýr Landspítali, breyting á aðalskipulagi, til borgarráðs. R11010188
Samþykkt með 5 atkvæðum að vísa málinu til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti og lögðu fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja þetta stóra mál ekki tilbúið til fullnaðarafgreiðslu og greiða því atkvæði gegn því.

2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2012, varðandi samþykkt skipulagsráðs þann 3. desember sl. um breytingu á deiliskipulagi og færslu Hringbrautar vegna nýs Landspítala. R12060058
Samþykkt með 5 atkvæðum að vísa málinu til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti og lögðu fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja þetta stóra mál ekki tilbúið til fullnaðarafgreiðslu og greiða því atkvæði gegn því.

3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2012, varðandi samþykkt skipulagsráðs þann 3. desember um að vísa deiliskipulagstillögu nýs Landspítala við Hringbraut til borgarráðs. R11010189
Samþykkt með 5 atkvæðum að vísa málinu til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti og lögðu fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja þetta stóra mál ekki tilbúið til fullnaðarafgreiðslu og greiða því atkvæði gegn því.


Fundi slitið kl. 13.20
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé Hanna Birna Kristjánsdóttir
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir