No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 29. nóvember, var haldinn 5246. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 19. nóvember 2012. R12010019
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. október 2012. R12010031
3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 16. og 23. nóvember 2012. R12010028
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 28. nóvember 2012. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R12100399
6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. nóvember 2012, varðandi samkomulag við Vegagerðina um kostnaðarþátttöku og greiðslur við gerð göngu- og hjólastíga í Reykjavík á árunum 2012-2014. R12070080
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgönguráðs.
- Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.15 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. nóvember 2012, varðandi samþykkt umhverfis- og samgönguráðs þann 13. nóvember sl. á umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um búfjárhald. R12040078
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. nóvember 2012, varðandi samþykkt umhverfis- og samgönguráðs þann 13. nóvember sl. á umsögn um frumvarp til laga um almenningssamgöngur á landi. R11070014
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. nóvember 2012, varðandi samþykkt skipulagsráðs þann 21. nóvember sl., á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. nóvember 2012 um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs. Einnig lögð fram sameiginleg umsögn skrifstofu borgarstjórnar og borgarlögmanns, dags. 28. nóvember sl. R12110036
Frestað.
10. Lagt fram bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 14. nóvember 2012, varðandi afturköllun vilyrðis um úthlutun lóðar að Tryggvagötu 13. Fjármálaskrifstofu er falið að ganga frá uppgjöri á útlögðum kostnaði gegn framlagningu reikninga.
Telst þar með áður gefið vilyrði úr gildi fallið.
R12110095
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 23. nóvember 2012, varðandi samþykkt skóla- og frístundaráðs þann 21. nóvember sl., á þjónustusamningi við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. R12110125
Samþykkt.
12. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 3. október sl., um endurskipulagningu mötuneyta. Jafnframt lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 23. nóvember 2012, og umsögn fjármálaskrifstofu um málið, dags. 28. nóvember sl. R12090065
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 7. nóvember 2012, með úrskurði ráðuneytisins þar sem ákvörðun Klettaskóla um synjun skólavistar er kærð. R12060095
14. Lagt fram bréf innri endurskoðunar, dags. 21. nóvember 2012, varðandi greiningu á ábyrgð og verkaskiptingu vegna veðsettra samningagreiðslna. Einnig er lagt fram erindisbréf starfshóps, dags. 29. október sl. R12110128
15. Kynnt staða samningaviðræðna menningar- og ferðamálasviðs f.h. Reykjavíkurborgar við Leikfélag Reykjavíkur. R12110059
- Svanhildur Konráðsdóttir og Einar Örn Benediktsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Lagt fram bréf borgarlögmanns, ódags., ásamt viðauka við samning aðila um sameiningu Fráveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. desember 2005. R12110124
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf Júlíusar Vífils Ingvarssonar þar sem óskað er lausnar úr fulltrúaráði hjúkrunarheimilisins Skjóls. R11110017
Samþykkt.
18. Lögð fram tillaga stýrishóps Youth in Europe - A Drug Prevention Programme, dags. 12. nóvember 2012, um að Reykjavíkurborg boði til alþjóðlegrar ráðstefnu 9. og 10. október 2013. R12110096
Samþykkt.
19. Lagt fram níu mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar janúar-september 2012, ásamt verkstöðuskýrslu nýframkvæmda, dags. nóvember 2012. R12110137
20. Lagðar fram umsagnir fjármálaskrifstofu um áætlanir b-hluta fyrirtækja Reykjavíkurborgar. R12010171
21. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 9. nóvember 2012, við fyrirspurn borgarfulltrúa VG um gjaldskrár fagsviða vegna fjárhagsáætlana Reykjavíkurborgar 2013. R12010171
22. Lögð fram umsögn gjaldskrárstefnuhóps, ódags., um gjaldskrárbreytingar með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2013. R12010171
23. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra ÍTR, dags. 30. október 2012, um tilfærslu fjármagns af atvinnumálum ÍTR. R12010171
24. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra, dags. 7. nóvember 2013, um þróun tekna og útgjalda a-hluta Reykjavíkurborgar 2008-2013. R12010171
- Kl. 11.00 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
25. Lagðar fram breytingatillögur Besta flokksins og Samfylkingar, dags. 29. nóvember 2012, á frumvarpi að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2013-2017. R12100347
Vísað til borgarstjórnar.
26. Lagðar fram breytingatillögur Besta flokksins og Samfylkingar, dags. 28. nóvember 2012, á frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2013. R12010171
Vísað til borgarstjórnar.
- Kl. 11.50 víkur Elsa Hrafnhildur Yeoman af fundinum.
27. Kynnt vinna við samning um framkvæmd verkefnisins Virkni og vinna-átak til atvinnu 2013. R12110069
- Helga Björg Ragnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 11.50
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Óttarr Ólafur Proppé
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Oddný Sturludóttir