Borgarráð - Fundur nr. 5244

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 15. nóvember, var haldinn 5244. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Elín Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Óttarr Ólafur Proppé. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 17. október 2012. R12020166

2. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 2. og 9. nóvember 2012. R12010019

3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 5. og 26. október 2012. R12010033

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 14. nóvember 2012. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R12100399

6. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. 15. nóvember 2012. R12010038
Samþykkt að veita Neytendasamtökunum styrk að upphæð 500.000 kr. Jafnframt samþykkt að veita styrk að upphæð 100.000 kr. vegna nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins. Styrkbeiðni vegna alþjóðlegrar götulistahátíðar í Reykjavík á Jónsmessu er vísað til umsagnar menningar- og ferðamálasviðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðsluna.

7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. nóvember 2012, varðandi samþykkt skipulagsráðs, dags. 7. nóvember sl., varðandi Holtsgöng, byggingarsvæði nr. 5, breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
R11010187
Samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillaga um breytingar á svæðisskipulagi var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar og tillögu að deiliskipulagi Landspítalalóðar. Tilefni breytinga á svæðisskipulaginu eru byggingaráform Landspítala sem kalla á tilfærslu áætlaðs byggingarmagns á spítalareitnum og nettóaukningu um 38 þúsund fermetra umfram það sem svæðisskipulagið gerir ráð fyrir. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn deiliskipulagi og aðalskipulagi Landspítalalóðar og hafa bent á að hægt sé að byggja við Landspítalann með skynsamlegum hætti í sátt við umhverfið og eldri byggð. Fyrirhugað byggingarmagn á spítalalóðinni, sem er fjórföldun núverandi byggingarmagns, mun hafa óafturkræf áhrif og verða yfirþyrmandi í borgarlandinu. Engar mótvægisaðgerðir vegna aukinnar umferðar og mengunar munu fylgja uppbyggingunni. Það er harðlega gagnrýnt. Mikill þungi er í þeim fjölmörgu athugasemdum sem borist hafa Reykjavíkurborg vegna auglýsingar á nýju deiliskipulagi Landspítalans. Viðbrögð borgarbúa hljóta að leiða til þess að meirihluti borgarstjórnar endurskoði áform sín og breyti auglýstum skipulagsáætlunum.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. nóvember 2012, varðandi samþykkt skipulagsráðs þann 7. nóvember sl. um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Brynjureits 1.172.0. R12110047
Samþykkt.

- Kl. 9.10 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. nóvember 2012, varðandi samþykkt skipulagsráðs þann 7. nóvember sl. um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Hljómalindarreits 1.171.1. R12110046
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. nóvember 2012, varðandi samþykkt skóla- og frístundaráðs þann 7. nóvember sl. um drög að stefnu um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við grunnskólanemendur, dags. í október 2012. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. október 2012, um umsagnir vegna stefnu um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við grunnskólanemendur. R12040075
Samþykkt.

- Kl. 9.33 tekur Gísli Marteinn Baldursson sæti á fundinum.

11. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2012 þar sem lagt er til að borgarráð heimili að gengið verði til samninga um kaup á Perlunni af Orkuveitu Reykjavíkur.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12110049
Frestað.

12. Lagðar fram umsagnir fjármálaskrifstofu, ódags., um áætlanir b-hluta fyrirtækja. R12100403

13. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 10. nóvember 2012, þar sem farið er yfir helstu breytingar á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 2. nóvember sl. og áhrif á forsendur fjárhagsáætlunar 2013. R12010171

14. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra, dags. 10. nóvember 2012, þar sem farið er yfir helstu matsaðferðir fjármálaskrifstofu við mat á þróun útsvarstekna, húsaleigubóta og fjárhagsaðstoðar og mat á samspili launa og gengis og verðlags. R12100347

15. Lagt fram bréf Kauphallar, dags. 31. október 2012, með beiðni um skýringu vegna upplýsingagjafar Reykjavíkurborgar ásamt svarbréfi fjármálaskrifstofu, dags. 12. nóvember sl. R12010171

16. Lagt fram heildarskipurit Reykjavíkurborgar. R12030116

17. Lögð fram skýrsla rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. R12110030

- Hjördís Hákonardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

18. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 15. nóvember 2012, um að Björn Axelsson verði skipaður skipulagsfulltrúi. R12110067
Samþykkt.

19. Lögð fram tillaga, dags. 14. nóvember 2012, um átak til atvinnu 2013, vinna og virkni. R12110069
Vísað til umsagnar atvinnumáladeildar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, velferðarsviðs og fjármálaskrifstofu.

Fundi slitið kl. 11:36
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Óttarr Ólafur Proppé
Oddný Sturludóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Elín Sigurðardóttir Gísli Marteinn Baldursson