Borgarráð - Fundur nr. 5243

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 8. nóvember, var haldinn 5243. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.03. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 9. október 2012. R12010009

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 22. október 2012. R12010011

3. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 1. nóvember 2012. R12010008

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 7. nóvember 2012. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 29. október 2012. R12010029

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R12100399

7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12110001

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, dags. 5. nóvember 2012 varðandi tillögur starfshóps USK að nýrri samþykkt um götu- og torgsölu í Reykjavík. R12100401
Samþykkt.

9. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2012, þar sem
lagt er til að borgarráð samþykki 35 mkr. aukafjárveitingu til umhverfis- og skipulagssviðs vegna jólaskreytinga og viðburðahalds tengt jólum. Fjárveiting komi af liðnum ófyrirséð. R11110112
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. nóvember 2012, varðandi Holtsgöng, byggingarsvæði nr. 5, breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
R11010187
Frestað.

11. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 7. nóvember 2012, varðandi þróun tekna og útgjalda A-hluta Reykjavíkurborgar 2008-2013. R12010171

12. Lögð fram kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík, dags. í september 2012, stöðumat á stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks, dags. í október 2012, ásamt stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðasfólks 2008-2012. R12100397

- Stella K. Víðisdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 2. nóvember 2012, sbr. samþykkt velferðarsviðs þann 1. nóvember sl. um drög að samningi velferðarsviðs og Hjúkrunarheimilisins Eirar um framkvæmd félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Eirarhúsum. R12110018
Frestað.

- Sigurður Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Eirar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Fram fer kynning á starfsemi og stöðu mála hjá Barnavernd Reykjavík og Barnaverndarnefnd. R12110027

- Halldóra Gunnarsdóttir og Sandra Hlíf Ocares taka sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 29. október 2012, um samstarfsverkefni velferðarsviðs, Vinnumálastofnunar og velferðarráðuneytis. Jafnframt er lagt fram minnisblað um Atvinnutorg og 2. tbl. upplýsingavísis um Atvinnutorg en það er almennt upplýsingarit um þá þjónustu sem veitt er á Atvinnutorgi. R12100300

- Helga Björg Ragnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Fram fer kynning á vinnumarkaðsúrræðum fyrir atvinnuleitendur, Virkni 2013. R12110028

- Helga Björg Ragnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Eftirtaldir aðilar voru skipaðir í starfshóp vegna vinnumarkaðsmála, Áslaug Friðriksdóttir, Eva Einarsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Sóley Tómasdóttir og Sverrir Bollason. R12110029

Fundi slitið kl. 13.01
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé Hanna Birna Kristjánsdóttir
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir