Borgarráð - Fundur nr. 5242

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 1. nóvember, var haldinn 5242. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 18. október 2012. R12010018

2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 31. október 2012. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

3. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12100001

4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2012, sbr. samþykkt fundar Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur þann 16. október sl. um nýja gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavík. R11110036
Vísað til borgarstjórnar.

5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2012, sbr. samþykkt fundar Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur þann 16. október sl. um nýja gjaldskrá fyrir meindýravarnir í Reykjavík. R12100385
Vísað til borgarstjórnar

6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2012, sbr. samþykkt fundar umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur þann 23. október sl. um nýja gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavík.
R11010064
Vísað til borgarstjórnar.

- Kl. 9.12 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 9.15 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2012 varðandi samþykkt umhverfis- og samgönguráðs dags. 23. október sl.á umsögn um frumvarp til náttúruverndarlaga. Ráðið vísar til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og tekur undir þær. R12090027
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

8. Rammaáætlun, tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2012 varðandi samþykkt umhverfis- og samgönguráðs dags. 23. október sl.á umsögn um rammaáætlun. Ráðið vísar til fyrri umsagnar sinnar og ítrekar þær athugasemdir sem þar koma fram. R11080063
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2012 vegna samþykktar skipulagsráðs dags. 24. október sl. á auglýsingu um tillögu að breytingu á

deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. R08120027
Samþykkt.

Borgarráð tekur undir svohljóðandi bókun skipulagsráðs:
Háskólasvæðið er einstakt í Reykjavík, með líflegu mannlífi, þjónustu og stofnunum sem bæði háskólasamfélagið og allur almenningur nýtur. Háskólasvæðið er tvískipt í dag, vestan og austan Suðurgötu. Það er orðið mjög aðkallandi að heildarskipulag verði gert af svæðinu með það að markmiði að sameina þessi tvö svæði. Bæta þarf aðgengi að Háskólatorginu og öðrum háskólabyggingum úr vestri, laga göngutengsl yfir Suðurgötu og byggja á auðum svæðum beggja vegna hennar, þannig að mannlíf myndist á milli húsanna á svæðinu. Jafnvel þótt göng eins og þau sem nú eru samþykkt geti reynst vel og bætt aðgengi fólks, ætti almenna reglan vera sú að háskólalífið sé á yfirborði jarðar, á götum og göngustígum, frekar en í undirgöngum.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2012 vegna samþykktar skipulagsráðs, dags. 24. október sl. á auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóð Klettaskóla að Suðurhlíð 12. R12100384
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2012 þar sem lagt er til að borgarráð samþykki 35 mkr. aukafjárveitingu til umhverfis- og skipulagssviðs vegna jólaskreytinga og viðburðahalds tengt jólum. Fjárveiting komi af liðnum ófyrirséð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11110112
Frestað.

12. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 26. október 2012 þar sem óskað er heimildar borgarráðs til uppgjörs á kröfu lóðarhafa að Urðarbrunni 40. R12100366
Samþykkt.

13. Lagt fram erindi hafnarstjóra, dags. 28. september 2012 varðandi samþykki borgarráðs á breytingu á skilmálum langtímaláns Faxaflóahafna ásamt umsögn fjármálastjóra dags. 30. október sl. og borgarlögmanns dags. 31. október sl. R12100024
Samþykkt.

- Kl. 9.37 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundinum og Kjartan Magnússon tekur þar sæti.

14. Lagt fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. október 2012 varðandi breytingar á gatnaskipulagi Holtsganga og tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. R11010187
Vísað til skipulagsráðs.

15. Lögð fram verkstöðuskýrsla nýframkvæmda október 2012 . R10110008

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. október 2012 þar sem lagt er til að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við gerð göngu- og hjólabrúa yfir Elliðaárósa ásamt tilheyrandi stígagerð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11100289
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. október 2012 þar sem óskað er eftir afstöðu borgarráðs til tillagna um göngu- og hjólaleið við gatnamót Reykjavegar og Suðurlandsbrautar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12060002

Borgarráð lagði fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð samþykkir að fara leið B við lagningu hjólreiðastígs meðfram Suðurlandsbraut við gatnamót Reykjavegar. Það svigrúm sem skapast með því að fara ódýrari leiðina verði nýtt til að setja hönnun og framkvæmdir við hjólreiðastíga í Borgartúni á hjólreiðaáætlun næsta árs.

18. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra f.h. stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 22. október 2012 varðandi úttekt KPMG á samningsviðræðum SHS og velferðarráðuneytisins um sjúkraflutninga. R09090169

Borgarráð lagði fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð tekur undir niðurstöðu KPMG varðandi kostnaðarskiptingu milli ríkisins og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við sjúkraflutninga. Borgarráð hvetur til þess að samningar verði gerðir í takti við þessa niðurstöðu og fjárframlög leiðrétt.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 1. nóvember 2012:
Í tilefni aldarafmælis Skátasambands Reykjavíkur er lagt til að Reykjavíkurborg færi sambandinu gjöf að upphæð kr. 1.500.000 ásamt árnaðaróskum. Upphæðin færist af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstaður 09205. R12100402
Samþykkt.

20. Lagt er til að Guðrún Ögmundsdóttir taki sæti Guðlaugar Magnúsdóttur í barnaverndarnefnd Reykjavíkur frá og með 1. janúar 2013. Einnig er lagt til að Sólveig Ásgrímsdóttir taki sæti Guðrúnar sem varamaður í nefndinni. R10060163
Samþykkt.
Vísað til borgarstjórnar.

21. Lögð er fram tillaga fjármálaskrifstofu að tímaáætlun dags. 18. október 2012. R12010171
Samþykkt.

22. Lagt fram að nýju frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2013-2017. R12100347

23. Kynnt voru nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu sem Reykjavíkurborg fékk fyrir samráðsvefinn Betri Reykjavík. R12080056

24. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er upplýsinga um allan kostnað vegna undirbúnings, stofnunar, útfærslu og reksturs nýs umhverfis- og skipulagssviðs. Hver verður t.d. kostnaður vegna starfslokasamninga og nýrra stjórnunarstarfa? R12030116
Frestað.

Fundi slitið kl. 11.00
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Óttarr Ólafur Proppé
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Kjartan Magnússon