No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 25. október, var haldinn 5239. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 2. október 2012. R12020166
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 11. október 2012. R12010015
3. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 5., 12. og 19. október 2012. R12010019
4. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. og 25. september 2012. R12010031
5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 24. október 2012. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19. október 2012. R12010028
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R12100026
8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október 2012, sbr. samþykkt skipulagsráðs 17. október sl.,á auglýsingu um tillögu að deiliskipulagi Einholts- Þverholts. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra og afrit innsendra athugasemda við hagsmunaaðilakynningu. R12060152
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október um samþykkt skipulagsráðs 17. október sl. á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 21. við Kirkjuteig. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra og afrit innsendra athugasemda. R12060150
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, dags. 22. október sl. þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að taka tilboði Magnúsar Garðarssonar að fjárhæð kr. 109.500.000.- í eignina Víðines á Kjalarnesi, fyrrum hjúkrunarheimili. R12100348
Samþykkt.
- Kl. 9.12 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.
11. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 28. september 2012, varðandi samstarf við gerð og framkvæmd skipulags höfuðborgarsvæðisins, verk- tíma- og kostnaðaráætlun. R11090095
Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2013.
12. Lagt fram bréf SSH, dags. 21. október vegna samantektar á sameiginlegri skoðunar- og kynnisferð stjórnar Sorpu og SSH til skoðunar á mismunandi leiðum og lausnum til förgunar lífræns úrgangs.R11040019
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgönguráðs.
13. Lagt fram bréf staðgengils sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. október sl. um samþykkt skóla- og frístundaráðs á lestrarstefnu grunnskóla Reykjavíkur dags. í október, auk umsagna SAMFOK og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.R12100351
Vísað til borgarstjórnar.
14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. október 2012:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun 2012:
Dregið verði úr áformum um lántökur vegna fjárfestinga þannig að í stað 6.230.000 þ.kr. lántöku nemi taka langtímalána 3.115.000 þ.kr.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11060068
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt skipurit fyrir nýtt umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Nýtt skipurit taki gildi hinn 1. janúar 2013.
Greinargerð fylgir tillögunni.R12030116
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
16. Lagt fram bréf stjórnkerfisnefndar dags., 23. október sl. þar sem kynningu á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar var vísað til borgarráðs R12030116
17. Skipun í stýrihóp um atvinnuúrræði.
Samþykkt að skipa þau Evu Einarsdóttur, Heiðu Kristínu Helgadóttur og Sverri Bollason í hópinn. Frekari tilnefningum er frestað.R12100300
Samþykkt.
18. Fram fer kynning á skoðun KPMG á rekstrarhæfi Félagsbústaða.R12100344
19. Rætt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012. R12010171
- Kl. 12.19 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundinum og Kjartan Magnússon tekur þar sæti.
20. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi borgarráðs 20. september sl. var lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvort það samræmist reglum og ríkjandi skipulagi að koma aðstöðu fyrir rútufyrirtæki fyrir við aðalleiðina inn í Norðlingaholt og örskammt frá íbúabyggð við Bjallavað. Í skipulagsskilmálum fyrir hverfið er kveðið á um að á umræddu svæði geti verið atvinnuhúsabyggð með snyrtilegu yfirbragði; skrifstofum, þjónustufyrirtækjum og verslunum. Ekki sé leyfð starfsemi sem að jafnaði eigi heima á athafna- og iðnaðarsvæðum. Þrátt fyrir þessa skilmála er komist að þeirri niðurstöðu í svari borgarstjóra að uppbygging fyrirtækis tengdu rútum og ferðamennsku sé í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Í framhaldi af svari borgarstjóra er óskað eftir upplýsingum um þá starfsemi sem fyrirhuguð er á lóðinni í framtíðinni. Eru t.d. uppi áform um að þar rísi bifreiðaverkstæði fyrir fólksflutningabifreiðar? Eru einhver dæmi þess í borginni í seinni tíð að svo umfangsmikilli starfsemi fólksflutningafyrirtækis sé komið fyrir svo nærri íbúabyggð? Þá er óskað eftir áliti borgarlögmanns um hvort slík starfsemi samræmist skipulagsskilmálum hverfisins um snyrtilegt yfirbragð R12090032
Fundi slitið kl. 13.45
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir Kjartan Magnússon
Hanna Birna Kristjánsdóttir Óttarr Ólafur Proppé
Júlíus Vífill Ingvarsson