No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 18. október, var haldinn 5238. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 18. september 2012. R12020166
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 17. október 2012. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 15. október 2012. R12010029
4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R12100026
5. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12100001
6. Kynnt tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags.18. október þar sem lagt er til að borgarráð hafni öllum tilboðum í skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 19 1. R11060068
Samþykkt.
7. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta, janúar-ágúst 2012. R11120032
- Kl. 9.15 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
8. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra, dags. 15. október 2012, vegna fundar fulltrúa Reykjavíkurborgar með fjárlaganefnd. R12060101
9. Lögð fram tillaga fjármálastjóra, dags. 16. október 2012, að dagskrá kynninga á frumvarpi á fjárhagsáætlun 2013 og frumvarpi að fimm ára áætlun 2013-2017 í borgarráði, dags. 16. október sl. R12010171
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. október 2012, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki leigusamning um hluta af Holtavegi 28 fyrir frístundaheimili Glaðheima í Langholtsskóla. R12100320
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 12. október 2012, varðandi samþykkt velferðarráðs þann 11. október sl. um að Heiða Kristín Helgadóttir taki sæti Geirs Sveinssonar í stjórn Fjölsmiðjunnar. R12100325
Samþykkt.
12. Lögð fram drög að dagskrá aðalfundar SSH sem haldinn verður 26. október nk. R11110012
13. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli 703/2011, Miðbæjarbyggð ehf. gegn Reykjavíkurborg. R10010180
14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. október 2012, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingar á kjörskrárstofni sem lagður var fram þann 29. september vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer 20. október nk. R12020159
Samþykkt.
15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags 13. október sl. um breytingu á fjárhagsáætlun vegna úttektar Orkuveitu Reykjavíkur:
Lagt er til að eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun 2012 verði samþykkt: Fjárheimild vegna úttektar á Orkuveitu Reykjavíkur á kostnaðarstað 01420 verði aukin um 9,6 m.kr. og fjármögnuð af kostnaðarstað ófyrirséð 09205.Greinargerð fylgir tillögunni. R12050089
Samþykkt.
16. Lagt er til að Heiða Kristín Helgadóttir taki sæti í stjórnkerfisnefnd í stað Diljár Ámundadóttur. R10060061
Samþykkt.
17. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 18. október sl., við fyrirspurn borgarfulltrúa Kjartans Magnússonar á fundi borgarstjórnar þann 4. september sl. varðandi málefni Hörpu. R12010036
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 10. október 2012 ásamt skilagrein um sameiginlega atvinnumáladeild og minnisblað dags. 10. október 2012.
Borgarráð samþykkir að stofnaður verði stýrihópur um sérstök atvinnumál sem skipaður verði kjörnum fulltrúum. Hópnum til ráðgjafar verði embættismenn og starfsmenn borgarinnar sem að málaflokknum vinna. Jafnframt samþykkir borgarráð að verkefni Atvinnutorgs og atvinnuátakshluta mannauðsskrifstofu verði sameinuð í nýrri atvinnumáladeild undir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Samstarf við Hitt húsið og virkniráðgjöf þjónustumiðstöðva verði skilgreind í þjónustusamningum og/eða með öðrum hætti. Velferðarsviði og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara er falið að útfæra verkefni og verksvið nýrrar atvinnumáladeildar með ítarlegri hætti og leggja fram fjárhagsáætlun.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12100300
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksinsog leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir því að leggja aukna áherslu og einfalda umsjón með atvinnuátaksverkefnum á vettvangi Reykjavíkurborgar, en geta ekki fallist á að það sé gert með þeim hætti sem hér er lagt til þar sem stofnuð er ný atvinnumáladeild í Ráðhúsinu.
19. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs varðandi samþykkt velferðarráðs þann 11. október sl. á samningi við Ás, styrktarfélag um þjónustu við fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir. Óskað er eftir því að borgarráð staðfesti samþykktina. R12100324
Samþykkt.
20. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um sundlaug í Fossvogsdal. Starfshópurinn skal skila niðurstöðu sinni fyrir 1. desember nk.. R12010101
21. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um brú yfir Fossvog. Starfshópurinn skal skila niðurstöðu sinni fyrir 1. desember nk. R12100336
Fundi slitið kl. 09.55
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé Hanna Birna Kristjánsdóttir