Borgarráð - Fundur nr. 5237

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 11. október, var haldinn 5237. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon og Þorleifur Gunnlaugsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 25. september. R12010012

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 17. september. R12010013

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 13. september. R12010015

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 1. október 2012. R12010029

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 28. september. R12010033

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R12100026

- Kl. 9.12 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags.11. október 2012, varðandi synjun skipulagsráðs þann 1. október 2012 á umsókn um leyfi til þess að innrétta gistiheimili auk breytinga utanhúss á húsinu nr. 45 við Njarðargötu. R12100167
Afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. október 2012 varðandi samþykkt skipulagsráðs þann 1. október 2012 á því að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Stakkholti 2-4 vegna bílastæða. R12100168
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. október 2012 varðandi samþykkt skipulagsráðs þann 1. október á afgreiðslu skipulagsstjóra vegna athugasemda við málsmeðferð við áður samþykkta deiliskiplagsbreytingu Kaplaskjóls. R12060003
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

10. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 9. október 2012, varðandi innheimtukröfu Kaupþings samkvæmt bréfi dags. 1. október 2012.
R08120114

11. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í ágúst 2012. R12010071

12. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 9. október 2012 þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti að þessu sinni, að hluta fasteignarinnar við Suðurhlíð 35 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. R12100292
Samþykkt.

13. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 21. september 2012 þar sem lagt er til að borgarráð heimili eignasjóði Reykjavíkurborgar að kaupa Umferðarmiðstöðina við Vatnsmýrarveg og Keilugranda 1 með sölu nánar tilgreindra eigna Reykjavíkurborgar auk peningagreiðslu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12070045
Vísað til borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu um frestun málsins.
Tillagan felld með 5 atkvæðum gegn 2.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna skuli hafna framkominni ósk um að fresta kaupum á húseign við Keilugranda 1 um einn fund. Um árabil hafa forsvarsmenn Knattspyrnufélags Reykjavíkur bent á að Keilugrandalóðin, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, sé vel til þess fallin að leysa brýna þörf fyrir aukið íþróttaæfingasvæði í þágu barna og unglinga í Vesturbænum. Óskuðu þeir eftir því að fá að kynna sjónarmið sín fyrir formanni borgarráðs áður en málið yrði afgreitt í ráðinu. Formaðurinn hefur ekki orðið við þeirri beiðni en kýs heldur að afgreiða málið úr ráðinu. Furðulegt er að formaður borgarráðs treysti sér ekki til að hlusta á sjónarmið fulltrúa eins fjölmennasta íþróttafélags borgarinnar áður en slíkt stórmál er afgreitt úr ráðinu. Reykjavíkurborg á sjálfa lóðina eins og kunnugt er en verði umrædd kaup að veruleika er ljóst að Reykjavíkurborg mun kaupa lélegt húsnæði á háu yfirverði. Líklegt er að kostnaður við kaupin og niðurrif á húsinu gæti numið nálægt þrjú hundruð milljónum króna og í tillögu meirihlutans er gert ráð fyrir því að þétt byggð rísi á lóðinni, sem ljóst er að engin sátt mun nást um meðal íbúa hverfisins.

Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er furðulegt, og afar óvenjulegt að blanda fundadagskrá einstakra borgarráðsmanna inn í bókanir í borgarráði og frábið ég mér hugarburð og dylgjur í því efni. Hins vegar er ljúft að upplýsa að fundur verður haldinn með fulltrúum KR fyrir afgreiðslu málsins í borgarstjórn. Kaupverðið er ekki hátt heldur ásættanlegt einsog greinargerð tillögunnar ber með sér. 60 m.kr eru greiddar í peningum og þrjár fasteignir sem hafa lengi verið á sölulista. Í heild er því greitt í peningum og verðmætum 240 m.kr. Í því efni skal hafa í huga að borgin bauð 340 m.kr.í sömu eign árið 2004. Því tilboði var hafnað. Borgin getur í skipulagi bæði horft til þarfa fyrir uppbyggingu lítilla og meðalstórra íbúða og þarfa barna og unglinga í hverfinu eins og samráð skipulagssviðs og KR á síðasta kjörtímabili sýndi fram á.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 10. október 2012 ásamt skilagrein um sameiginlega atvinnumáladeild og minnisblað dags. 10. október 2012.
Borgarráð samþykkir að stofnaður verði stýrihópur um sérstök atvinnumál sem skipaður verði kjörnum fulltrúum. Hópnum til ráðgjafar verði embættismenn og starfsmenn borgarinnar sem að málaflokknum vinna.Jafnframt samþykkir borgarráð að verkefni atvinnutorgs og atvinnuátakshluta mannauðsskrifstofu verði sameinuð í nýrri atvinnumáladeild undir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Samstarf við Hitt Húsið og virkniráðgjöf þjónustumiðstöðva verði skilgreind í þjónustusamningum og/eða með öðrum hætti. velferðarsviði og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara er falið að útfæra verkefni og verksvið nýrrar atvinnumáladeildar með ítarlegri hætti og leggja fram fjárhagsáætlun.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12100300
Frestað.

15. Kynnt staða vinnu við rekstrar- og aðgerðaráætlun Hörpu 2012-2016 R12010036
- Halldór Guðmundsson, Pétur J. Eiríksson og Svanbjörn Thoroddsen taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 10.40 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum. og víkur Þorleifur Gunnlaugsson af fundi.

16. Úttektarskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur R11040015
Lögð fram skýrsla úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur dags. í október 2012.
Margrét Pétursdóttir, Ómar H. Kristmundsson og Ása Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð þakkar fyrir ítarlega skýrslu um orsakir fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur og þakkar úttektarnefndinni vel unnin störf, Nýsamþykkt eigendastefna sem borgarstjórn og aðrir eigendur sameinuðust um tekur á mörgum þáttum sem gagnrýndir eru í skýrslunni en borgarráð beinir því að auki til eigendanefndar að bera saman niðurstöður skýrslunnar og eigendastefnuna til að komast að því hvort eigendastefnan nái yfir þá þætti sem gagnrýndir eru í skýrslunni. Jafnframt hugi eigendanefndin að atriðum sem lúta að lagaumgjörð Orkuveitunnar og láti vinna tillögur að skýrari umgjörð og ákvæðum í samræmi við ábendingar í skýrslunni. Jafnframt óskar borgarráð eftir því að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggi mat á það hvort þær umbætur sem unnið hefur verið að nái til allra þeirra þátta sem gagnrýni úttektarinnar beinist að.

Fundi slitið kl. 12.20

Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Kjartan Magnússon
Hanna Birna Kristjánsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Jón Gnarr Sóley Tómasdóttir