Borgarráð - Fundur nr. 5236

Borgarráð

B.O.R.G.A.R.R.Á.Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 4. október, var haldinn 5236. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 5. og 11. september 2012. R12020166

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 28. september 2012. R12010019

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 20. ágúst 2012. R12010016

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 28. september 2012. R12010028

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 24. september 2012. R12010029

6. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 1. og 3. október 2012. R12010027
B-hluti fundargerðanna samþykktur.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R12100026

- Kl. 9.05 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu eitt og tvö úr skýrslu starfshóps um endurskipulagningu mötuneyta á vegum Reykjavíkurborgar með eftirfarandi breytingum: 1. Miðlæg þjónustudeild taki eingöngu á mötuneytismálum SFS og yrði staðsett á skóla- og frístundasviði. 2. Þjónustustaðall yrði yfirfarin með það að markmiði að gera hann hagkvæmari. R11010081
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til umsagnar skóla- og frístundaráðs.

- Hrönn Pétursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 24. september 2012 þar sem lagt er til að leigusamningur við kajakklúbb á ónotuðum bílskúr á svæði Reykjavíkurborgar í Skerjafirði verði samþykktur. R12020080
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar frá 27. september 2012 um að borgarráðs samþykki tillögu um álagningu viðbótargatnagerðargjalds vegna stækkunar Nauthólsvegar 50. R12100034
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar frá 28. september 2012 um að borgarráð heimili að farið verði í framkvæmdir við endurgerð sjávarkants við Sæbraut austan við Hörpu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11090074
Samþykkt.

12. Lögð fram bréf framkvæmdastjóra skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 20. september 2012 ásamt skýrslu innri endurskoðunar dags. í ágúst 2012. R12090015

- Magnús Árnason og Eva Einarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lagt fram bréf eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur vegna málefna Gagnaveitu Reykjavíkur. R12040062
Vísað til borgarstjórnar.

14. Lagt fram bréf stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurbogar dags. 25. september 2012 ásamt fylgigögnum, um sameiningu lífeyrissjóða. R12100025
Frestað.
Vísað til umsagnar fjármálaskrifstofu.

- Jón G. Kristjánsson og Björk Vilhelmsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Lögð fram umsögn mannréttindastjóra dags.1. október 2012 vegna frumvarps til laga um málefni innflytenda.
R12090144
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 1. október 2012 um skipan í hverfiskjörstjórnir við ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október nk. R12090011
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

17. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. október um frumvarp til breytingar á lögum um kosningar til alþingis og sveitastjórna (aðstoð við atkvæðagreiðslu),180. mál. R12090179
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar frá 21. september þar sem lagt er til að borgarráð heimili Eignasjóði Reykjavíkurborgar að ganga frá kaupum á Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg og Keilugranda 1 og sölu à tilgreindum eignum. Jafnframt var lögð fram svohljóðandi tillaga borgaráðsfulltrùa Sjàlfstæðisflokksins:
Borgarráð óskar eftir að sérfræðileg úttekt verði gerð á því hver sé ákjósanlegasta staðsetning nýrrar aðalskiptistöðvar strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu áður en ákvörðun verður tekin um kaup borgarinnar á Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg (BSÍ). Í úttektinni verði þeir staðir sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi, t.d. Kringlan, BSÍ og Mjódd, vegnir og metnir með faglegum hætti. Skoðað verði hver sé æskilegasta staðsetning slíkrar miðstöðvar með tilliti til þess að hún þjóni sem best almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar
Greinargerð fylgir tillögunni. R12070045
Frestað.

Fundi slitið kl. 11.45
Dagur B. Eggertsson
Elsa HrafnhildurYeoman Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir Kjartan Magnússon
Óttarr Ólafur Proppé Hanna Birna Kristjánsdóttir