Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 27. september, var haldinn 5235. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Eva Einarsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. ágúst. R12010031
2. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17. september. R12010032
3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 26. september. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
4. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. 18. september. R12010038
5. Tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs um tilboð í skuldabréfaflokk borgarsjóðs. R11060068
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R12090005
7. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 26. september um gerð þriggja ára þjónustusamninga við 17 tónlistarskóla um grunnnám í hljóðfæraleik og söng og miðnám á hljóðfæri. Jafnframt um stöðu mála hvað varðar tónlistarskóla sem fá framlög úr Jöfnunarsjóði vegna framhaldsnemenda í hljóðfæraleik og sögn og miðnámsnemenda í söng. R12050059
- Kl. 9.05 taka Júlíus Vífill Ingvarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 20. september, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs dags.19. september, um að vísa til borgarráðs tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um að þjónustusamningur skóla- og frístundasviðs við 17 tónlistarskóla verði samþykktur. R12070014
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar frá 21. september þar sem lagt er til að borgarráð heimili Eignasjóði Reykjavíkurborgar að ganga frá kaupum á eftirtöldum eignum og jafnframt að selja eftirtaldar eignir í tengslum við kaupin:
Kaupum á Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg og Keilugranda 1. og að selja Suðurlandsbraut 32, 2. hæð. Einimelur 19. og Búðargerði 9, íbúð á 2. og 3. hæð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12070045
Frestað.
10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra ásamt viðauka frá 26. september:
Lagt er til að sú breyting verði gerð á forsendum rammaúthlutunar að í stað forsendu um 10,85#PR meðalhækkun á þeim gjaldskrám sem Reykjavíkurborg tekur endanlega ákvörðun um, nemi þessi hækkun 5,6#PR. Er þetta ígildi 1,7#PR vegna vanáætlunar verðbólgu á þessu fjárhagsári og 3,9#PR vegna áætlaðrar verðbólgu árið 2013. R12010171
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fundi slitið kl. 09.55
Dagur B. Eggertsson
Eva Einarsdóttir Oddný Sturludóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman Sóley Tómasdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Hanna Birna Kristjánsdóttir