No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 13. september, var haldinn 5233. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 30. ágúst. R12010017
2. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16. apríl, 21. maí og 27. ágúst. R12010032
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 31. ágúst. R12010033
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 12. september. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R12090005
6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12090001
7. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs dags. 5. september og 9. ágúst. R12010038
- Kl. 9.07 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30., ágúst sbr. samþykkt skipulagsráðs, dags. 29. ágúst um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestri vegna lóðar nr. 1 við Sætún. R12090008
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og skipulagssviðs frá 7. september þar sem lagt er til að Ólafi Páli Snorrasyni og Hrafnhildi Eymundsdóttur verði seldur byggingarréttur fyrir einbýlishús á lóð nr. 38 við Haukdælabraut. R12090042
Samþykkt.
10. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í júlí 2012. R12010071
11. Lagt fram minnisblað aðgerðahóps um kynbundinn launamun frá 11. september. R10090203
- Kl. 9.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
12. Lagt fram bréf formanns stýrihóps um endurskoðun skipulags við höfnina frá Grandagarði að Hörpu, dags. 12. september. Jafnfram er lagður fram formáli formanns stýrihópsins og bókun Júlíusar Vífils Ingvarssonar sem lögð var fram á fundi stýrihópsins. R12070091
Vísað til meðferðar skipulagsráðs og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
Markmið rammaskipulagsins er að gera borgina að hluta af höfninni og höfnina hluta af borginni. Húsin standa aftur á hafnarbakkanum og göturnar teygja sig að sjónum. Við það opnast þægilegar leiðir niður að hafnarkantinum og skemmtilegir sjónásar niður að sjó verða til. Til að það takist er lykilatriði að Geirsgötu verði breytt úr fráhrindandi hraðbraut í aðlaðandi borgargötu með hægari umferð. Sú umbreyting ein og sér er mikilvægur liður í því að byggja upp borg fyrir fólk frekar en bíla. Hún er mikilvæg yfirlýsing um nýja stefnu í skipulagsmálum borgarinnar. Rammaskipulagið gefur borgarbúum kost á að njóta þeirra eftirsóttu lífsgæða sem góð hafnarhverfi skapa. Svæðinu milli Sjóminjasafns og Hörpu er skipt upp í fjögur hafnarhverfi sem kallast Vesturbugt, Suðurbugt, Miðbakki og Austurbakki. Skipulagið leggur áherslu á að hvert þessara hverfa hafi sinn karakter en öll einkennast þau af fjölbreytni, skemmtilegum almenningsrýmum og greiðum leiðum fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi. Skýr mörk eru einnig milli blandaðra íbúðasvæða og eiginlegra hafnarsvæða fyrir sjávarútveg og hafntengda starfsemi sem staðinn er vörður um og fá að dafna og blómstra í Örfirisey og einnig í Suðurbugt og Vesturbugt. Að öðru leyti vísast til greinargerðar sem fylgir málsmeðferðartillögunni.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, leggur fram eftirfarandi bókun en vísar að öðru leyti til bókunar sinnar í heild sem lögð var fram við afgreiðslu tillögu að rammaskipulagi í stýrihópnum.
Hugmyndasamkeppni um skipulag gömlu hafnarinnar sem haldin var árið 2009 var hluti af þeirri stefnu stjórnar Faxaflóahafna að gæða höfnina lífi og tengja hana við miðborg Reykjavíkur án þess þó að hún missti þann sögulega tilgang sinn að vera vinnu- og útgerðarhöfn. Vinningstillagan reyndist góður grunnur að rammaskipulagi Mýrargötu og slippasvæðisins og það verður væntanlega útfært nánar í deiliskipulagi. Uppbrot húsa og fjölbreytileiki formsins í blandaðri byggð sem tengjast mun með óvanalega beinum hætti gamalli vinnuhöfn getur verið spennandi búsetukostur í miðborg Reykjavíkur. Í næsta nágrenni eru m.a. grænu verbúðirnar í Suðurbugtinni sem breytt var á árinu 2009 úr illa nýttum geymslum í veitingastaði, verslanir og vinnustofur listamanna. Þessar breytingar á nýtingu verbúðanna ættu að vera vegvísir við frekari þróun hafnarsvæðisins.
Hugmyndir um uppbygginu á Miðbakkanum, sem er næst Kvosinni, fara gegn markmiðum sem lýst er í framtíðarstefnu Faxaflóahafna um skipulag gömlu hafnarinnar. Verði deiliskipulag reitsins byggt á þeim skelfilegu hugmyndum sem hér eru settar fram mun glatast einstakt tækifæri til að skapa grundvöll að fjölbreytilegu lífi á Miðbakkanum og tengja hafnarsvæðið við miðborg Reykjavíkur. Með þéttri fjögurra til fimm hæða byggð á milli Geirsgötu og hafnarbakkans, eins og lagt er til, er lokað á tengingu miðborgarinnar við höfnina og hafið. Lokað er á útsýni yfir höfn sem iðar af ótrúlega margbreytilegri starfsemi og hefur laðað til sín borgarbúa og hundruð þúsunda ferðamanna ár hvert. Verði rammaskipulagið samþykkt óbreytt mun það vinna gegn því að glæða Miðbakkann lífi enda vinnur tillagan ekki með sérkenni Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar. Saga borgarinnar sem alls staðar blasir við frá Miðbakkanum hefur enga tengingu við fyrirhugaða byggð og er strokuð út í skipulagstillögunni en sagan og skali eldri byggðar ætti að vera fyrirmynd að byggð á Miðbakkanum. Hugmyndin að uppbyggingu á reitnum, sem sett er fram í rammaskipulaginu, minnir hins vegar óþyrmilega á stefnur í skipulagsmálum frá sjöunda áratug síðustu aldar þar sem sagan og sérkennin voru látin víkja fyrir sviplausri þéttri byggð.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 27. ágúst þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að heimila sviðstjóra framkvæmda- og eignasviðs að kaupa og ganga frá fyrstu greiðslu á afmörkuðum reit við Mýrargötu af Faxaflóaföfnum ásamt aðliggjandi tveimur lóðum að Lagargötu 2 á grundvelli meðfylgjandi samkomulags.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12080070
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs dags. 10. september, sbr. samþykkt velferðarráðs á fundi sínum þann 6. september um umsögn um tillögur vinnuhóps um sameiginlegt útboð sveitarfélaga á akstri vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. R11020021
Frestað.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs dags., 10. september, sbr. samþykkt velferðarráðs á fundi sínum þann 6. september um drög að samningi velferðarsviðs og Ásgarðs, handverkstæðis um dagþjónusu og verndaða vinnu í Ásgarði. R12090044
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 10. september, sbr. samþykkt velferðarráðs þann 6. september um drög að samningi velferðarsviðs og Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra (FAAS), um dagþjálfun fyrir heilabilaða. R12090045
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 10. september, sbr. samþykkt velferðarráðs á fundi sínum þann 6. september þar sem samþykkt voru drög að samningi velferðarsviðs og hjúkrunaheimilisins Eirar um þjónustu í Eirborgum og leigu á íbúðum. R12090043
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 10. september, sbr. samþykkt velferðarráðs á fundi sínum þann 6. september um umsögn um tillögur starfshóps um skilgreiningu mannréttinda utangarðsfólks í Reykjavík. R12060011
Samþykkt.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð fagnar því að mannréttindaráð hafi skilgreint mannréttindi utangarðsfólks sem verður leiðarljós í allri þjónustu borgarinnar við þennan hóp. Borgarráð bendir á að skoða þarf fjárhagsáætlun með hliðsjón af stefnumótun sem nú er að fara fram og mun m.a. taka á þeim atriðum í skilgreiningu mannréttindaráðs sem kallar á aukið þjónustustig.
19. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs frá 11. september þar sem lagt er til við borgarráð að ný staðsetning fyrir listaverkið Svarta Keilan verði á hellulögðu torgi á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsenstrætis. Jafnframt er lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs dags. 30. ágúst, bréf skipulags- og byggingasviðs frá 28. júní sl., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 27. júní sl., bréf Listasafns Reykjavíkur dags. 13. júní ásamt bréfi Alþingis frá 3. september sl. R12090007
Frestað.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að leggja umrætt listaverk til hliðar og efna þess í stað til samkeppni um minnisvarða um rétt fólks til áhrifa í samfélaginu sem staðsett verði á svipuðum slóðum og hér um ræðir.
Frestað.
20. Lögð fram skýrsla upplýsingastjóra Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar frá 11. september um nýtingu upplýsingatækni 2012-2016. R12090050
Vísað til borgarstjórnar.
21. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðirflokksins:
Í árshlutareikningi borgarinnar fyrstu sex mánuði ársins koma fram verulegar vanáætlanir og hækkanir vegna launa- og launakostnaðar. Að auki sýnir samanburður á kostnaði þessa árs og ársins 2010 að hækkunin á þessum lið er 23#PR á þessum stutta tíma.Flutningur málefna fatlaðra og kjarasamningar skýra aðeins hluta þessarar hækkunar og því er óskað nákvæmrar sundurliðunar á þessum breytingum, ásamt upplýsingum um þróun starfsmannafjölda á sama tíma.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarráð samþykkir að fela stjórnkerfisnefnd að yfirfara samþykktir um mannréttindaráð með það að markmiði að tryggja ráðinu þann sess sem því ber í stjórnkerfinu. R12090059
Frestað.
23. Lögð fram framvinduskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur frá 10. september um aðgerðaáætlun eigenda og OR, Planið. R11090039
24. Lögð fram drög að dagskrá vegna 40 ára afmælis skákeinvígis aldarinnar, málþing og skákmót í Laugardalshöll þann 15. september 2012.
Fundi slitið kl. 11.45
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir HannaBirna Kristjánsdóttir
Óttarr Ólafur Proppé BjörkVilhelmsdóttir