Borgarráð - Fundur nr. 5232

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 6. september, var haldinn 5232. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Óttar Ólafur Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Eva Einarsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 28. ágúst. R12020166
2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. ágúst. R12010019

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 21. ágúst. R12010013

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 5. september. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs dags. 29. ágúst og 4. september. R12010038

6. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í júní 2012. R12010071

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar frá 3. september um tillögur að kjörstöðum í Reykjavíkurkjördæmum og um þóknun fyrir störf í kjörstjórnum vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október nk. R12090011
Vísað til borgarstjórnar.

8. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna frá 16. ágúst:
Borgarráð samþykkir að hefja endurskoðun á þeim hluta innheimtureglna borgarinnar er lýtur að þjónustu við börn. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að efnahagur eða forgangsröðun foreldra bitni á börnunum. Með þessu er ekki verið að leggja til að hætt verði að innheimta útistandandi skuldir Reykjavíkurborgar, heldur aðeins að fundin verði leið sem ekki getur leitt til þess að einhver börn verði af nauðsynlegri grunnþjónustu. R11090110
Samþykkt að fela velferðarsviði og skóla- og frístundasviði að vinna tillögu að breyttum verkferlum.

9. Lagt fram bréf skipulags- og byggingasviðs frá 5. september, sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 5. september, þar sem samþykkt var að framlengja frest til að gera athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi nýs Landspítala Háskólasjúkrahúss og samhliða breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, til 20. september nk. R11010189
Samþykkt.

10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð samþykki 1.270.000 kr. til að standa straum af kostnaði við viðburði í tilefni af fjörutíu ára afmæli skákeinvígis aldarinnar. Um er að ræða kostnað við hátíðardagskrá í Laugardalshöll hinn 15. september nk. þar sem haldið verður málþing og fjölmennt barnaskákmót í samstarfi við skákhreyfinguna. Upphæðin færist af styrkjalið borgarráðs, kostnaðarstaður 09301.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11090088
Samþykkt.

11. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðsiflokksins:
Kvartanir hafa borist frá íbúum í Norðlingaholti vegna mikillar umferðar langferðabifreiða og lagningar þeirra á stórt malarplan, sem er milli Norðlingabrautar og fjölbýlishúsa við Bjallavað. Svo virðist sem rútufyrirtæki sé komið með aðstöðu á planinu og óttast íbúar hávaða- og loftmengun af þeim sökum. Spurt er hvort það samræmist reglum og ríkjandi skipulagi að koma mengandi starfsemi fyrir svo nærri íbúabyggð með þessum hætti. R12090032
Frestað.

Fundi slitið kl. 10.40
Óttarr Ólafur Proppé
Björk VilhelmsdóttirJúlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir

B O R G A