No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 30. ágúst, var haldinn 5231. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 14. júní. R12010012
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 23. ágúst. R12010018
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 14. júní. R12010031
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 29. ágúst. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 27. ágúst. R12010029
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R12080015
7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12080001
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 27. ágúst, þar sem lagt er til að meðfylgjandi leigusamningur um símstöðvarhús við Laugaveg 145A verði samþykktur. R12080068
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 24. ágúst, þar sem lagt er til að Gylfa Má Jónssyni og Sigrúnu Sveinbjörgu Hrafnsdóttur verði seldur byggingarréttur fyrir parhús á lóð nr. 24 - 26 við Gerðarbrunn fyrir 2 íbúðir. R12080067
Samþykkt.
- Kl. 9.06 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 24. ágúst, þar sem lagt er til að Hrafni Ómari Gylfasyni og Þórdísi Örlygsdóttur verði seldur byggingarréttur fyrir parhús á lóð nr. 24 - 26 við Gerðarbrunn fyrir 2 íbúðir. R12080067
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf framkvæmda- og eignasviðs frá 27. ágúst þar sem lagt er til að borgarráð samþykki framlengingu á húsaleigusamningi um húsnæði fyrir Þjónustumiðstöð Miðborgar- og Hlíða. R12080069
Samþykkt.
- Kl. 9.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 29 ágúst sl. til borgarráðs þar sem lagt er til að synjað verði um endurupptöku máls varðandi endurráðningu frístundaráðgjafa hjá ÍTR árið 2012. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 23. júlí þar sem andmælafrestur er veittur og svarbréf Inga Þ. Bjarnasonar dags. 17 ágúst sl. R12060047
Beiðni um endurupptöku máls er synjað með vísan til bréfs skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 29. ágúst sl.
13. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra frá 24. júlí sl.:
Borgarráð heimilar framkvæmda- og eignasviði að ganga til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur um skiptingu kostnaðar vegna framkvæmda við fráveitu á árinu 2012 jafnt á milli sín. Um er að ræða allar þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á árinu 2012 sem vitað er að kalla á endurnýjun fráveitu að fjárhæð allt að kr. 46.500.000 af kostnaðarstað hvers verks. Ef niðurstaða samkomulagsins leiðir til breytinga á framkvæmdaáætlun, skal leggja hana fram að nýju að samningnum loknum. R12070085
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
14. Lagt fram gjafaafsal dags.18. ágúst sl. þar sem Reykjavíkurborg gefur Rithöfundasambandi Íslands, Gunnarshús að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík. R12060033
15. Lagt fram undirritað samkomulag frá 24. ágúst um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.Samkomulagið er undirritað f.h. Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Álftaness, Kópavogs, Seltjarnarnes, Mosfellsbæjar og Kjósahrepps. R11090095
16. Lagt fram bréf skipulags- og byggingasviðs frá 23. ágúst sbr. samþykkt skipulagsráðs þann 22. ágúst á breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. R12060003
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
17. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 28. ágúst að heiðursborgara Reykjavíkur 2012. Trúnaður er um efni tillögunnar til 1. september nk. R12080075
Samþykkt.
18. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2012 ásamt trúnaðarmerktri skýrslu fjármálaskrifstofu til borgarráðs dags. 30. ágúst 2012. R12080066
19. Lögð fram að nýju tillaga fjármálastjóra frá 15. ágúst um endurskoðun útsvarstekna 2012.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu um samspil tekjuauka útsvars og útgjalda í rekstri A-hluta. R11060068
- Kl. 11.05 vék Dagur B. Eggertsson af fundi.
20. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að bókun borgarráðs vegna fyrirhugaðrar hækkunar virðisaukaskatts á hótelrekstur:
Borgarráð hvetur ríkisstjórn Íslands til þess að endurskoða áform um skattahækkanir sem augljóslega munu hafa mjög alvarleg áhrif á rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar og bitna sérstaklega hart á reykvísku atvinnulífi. Reykjavíkurborg er ferðamannaborg og stefnir að því að auka þátt ferðaþjónustunnar. Í höfuðborginni eru staðsett flest hótel og gistihús landsins og fjölmörg fyrirtæki byggja afkomu sína á annars konar þjónustu við ferðamenn. Áhugi á uppbyggingu nýrra hótelrýma hefur gefið góða von og endurspeglað trú á bjarta framtíð greinarinnar en hækkun virðisaukaskatts á gistingu úr 7#PR í 25,5#PR mun augljóslega setja mörg slík áform í uppnám. Hótel og gistihús starfa í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og hafa takmarkað svigrúm til þess að fleyta hækkunum sem þessum út í verðlagið. Auk þess er verð gistinátta gefið út með löngum fyrirvara og verður ekki breytt eftir á. Borgarráð hvetur til samráðs við Samtök ferðaþjónustunnar og bendir á mikilvægi upplýsingaöflunar en á það hefur skort. Fjármálaráðuneytið hefur þess vegna ekki haft nægilegar forsendur, að því er virðist, til þess að meta víðtæk áhrif hækkunar virðisaukaskatts, en skattahækkun upp á 17,3#PR á eina skilgreinda atvinnustarfsemi á sér vart fordæmi. Fyrirhugaðar skattahækkanir munu leiða til lækkunar tekjuskattsgreiðslna í greininni og veruleg hætta er á að þær muni leiða til aukinna undanskota og skila sér þannig í óheilbrigðara viðskiptaumhverfi. Borgarráð bendir sérstaklega á þann fjölda fólks sem byggir framfærslu sína og fjölskyldna á störfum sem skapast hafa í ferðaþjónustu en augljóslega mun hækkun virðisaukaskatts leiða til samdráttar og uppsagna starfsfólks. R12080037
Frestað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:
Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar víkur sér undan því að taka afstöðu til fyrirhugaðra virðisaukaskattshækkunar ríkisstjórnarinnar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að borgarráð bregðist hart við og mótmæli skattahækkunum á gistinætur með hliðsjón af hagsmunum reykvísks atvinnulífs. Þar sem ljóst er að borgarráð hyggst ekki ganga til þess verks, verður tillagan endurflutt á næsta fundi borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar óska bókað:
Kallað hefur verið eftir skýrslu KPMG. Væntanleg er skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ og fjárlagafrumvarpið er ekki komið fram. Eðlilegt er að fá fram öll gögn og taka afstöðu til málsins að því loknu.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi tillögu að bókun borgarráðs:
Borgarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið um hagfellt skattaumhverfi atvinnulífs í borginni í samræmi við atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sbr. samþykkt borgarstjórnar: „Reykjavíkurborg beiti sér fyrir samstarfi höfuðborgarinnar, ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins um hagfellt skattaumhverfi fyrirtækja og atvinnulífs.“
Fundi slitið kl. 11.15
Óttarr Ólafur Proppé
Elsa Hrafnhildur YeomanJúlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Oddný Sturludóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir