Borgarráð - Fundur nr. 5230

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2012, fimmtudaginn 23. ágúst, var haldinn 5230. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 9. ágúst. R12010015

2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 22. ágúst. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R12080015

4. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12080001

- Kl. 9.15 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 17. ágúst, sbr. samþykkt borgarráðs dags. 24. nóvember 2011, um framsal byggingarréttar að lóðinni Árvað 1. Lóðinni hefur nú verið skipt upp í tvær lóðir, Árvað 1 (íbúðarhúsalóð) og Norðlingabraut 2 (viðskipta- og þjónustulóð) og er lagt til að borgarráð hafni forkaupsrétti og samþykki sölu byggingarréttarins til JÁ verks ehf. R11110081
Samþykkt.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. ágúst um að borgarráð samþykki sölu á eftirtöldum eignum: 5 færanlegar kennslustofur við Rimaskóla, 5 skólagarðahús, færanlegt hús við Suðurhóla 25, spilda úr landi Tindstaða og tvær landspildur í landi Skrauthóla. Jafnframt er lagt til að sölumeðferð Safamýrarskóla sem hefur verið í undirbúningi verði frestað. R12080054
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs frá 17. ágúst um samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 15. ágúst að vísa til borgarráðs drögum að viðauka við samning um framlag skóla- og frístundasviðs við Hjallastefnuna ehf. frá 19. maí 2010 vegna vistunar reykvískra barna í leikskólanum Öskju, Hlíðarfæti 7, Reykjavík. R12080050
Samþykkt.

Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna telur óráð að auka enn á einkarekstur í grunnþjónustu við börn. Eitt mikilvægasta hlutverk borgarinnar er að reka örugga, fjölbreytta og góða skóla og alls ekki æskilegt að fela öðrum að sinna þeirri þjónustu.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 21. ágúst, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs dags. 22. ágúst, samþykkt að hluti af starfsemi Vogasels flytjist úr húsnæði Vogaskóla í Sólheima 35. R12080057
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókana fulltrúa sinna í skóla- og frístundaráði. Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar vísa til bókana fulltrúa sinna í skóla- og frístundaráði.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundsviðs frá 21. ágúst sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs dags. 22. ágúst, samþykkt um að flytja starfsemi frístundaklúbbsins Hofsins úr Sólheimum 35 í Safamýri 5. R12080057
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókana fulltrúa sinna í skóla- og frístundaráði. Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar vísa til bókana fulltrúa sinna í skóla- og frístundaráði.

- Kl. 9.31 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 13. ágúst um samþykkt heilbrigðisnefndar frá 9. ágúst um breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg. R11040019
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

11. Lögð fram tillaga fjármálastjóra frá 15. ágúst um endurskoðun útsvarstekna 2012. Greinargerð fylgir tillögunni. R11060068
Vísað til borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:
Enn og aftur er upplýst að áform í fjárhagsáætlun standast ekki. Nú kemur, með svipuðum hætti og í síðustu fjárhagsáætlun, í ljós umtalsvert vanmat skatttekna sem staðfestir að álögur á Reykvíkinga eru umfram þörf.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á þessa staðreynd, gagnrýnt hækkanir meirihlutans og flutt tillögur um að stilla skattheimtu í hóf. Þessi breyting á fjárhagsáætlun gefur tilefni til að endurtaka það.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óska bókað:
Það ætti að vera öllum fagnaðarefni að hagvöxtur aukist, laun hækki og atvinnuleysi dregist saman. Það er gott fyrir Reykjavík. Þessi þróun verður bæði til aukningar tekna, en einnig aukinna launagreiðslna og lífeyrisskuldbindinga.

12. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 17. ágúst að breytingu á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitingastaði og gististaði:
Lagt er til að 5. grein málsmeðferðarreglna borgarráðs um veitingastaði og gististaði verði breytt í þá veru að borgarráð fái heimild til þess að veita undanþágu frá þeirri meginreglu að ekki sé heimilt að veita áfengisveitingastöðum rekstrarleyfi á íbúðarsvæðum þegar um dvalarheimili aldraðra er að ræða sem staðsett er innan íbúðarsvæðis. Í þeim tilgangi bætist svofelld setning við 5. grein: Borgarráð getur einnig ákveðið að veita undanþágu ef um er að ræða rekstur veitingastaðar í flokki II á dvalarheimili aldraðra sem staðsett er innan íbúðarsvæðis.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09070071
Samþykkt.

Borgarráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi þess að vinna við endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur er langt komin og formlegt kynningarferli þess að hefjast, er skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að vinna tillögu, í samráði við skipulags- og byggingarsvið, að endurskoðun á gildandi málsmeðferðarreglum um veitingastaði og gististaði. Í endurskoðuninni skal taka mið af nýrri stefnumörkun varðandi skilgreiningu og hlutverk þjónustukjarna í íbúðarhverfum og breyttri framsetningu landnotkunar í nýju aðalskipulagi. Tillaga að endurskoðuðum málsmeðferðarreglum skal liggja fyrir þegar lögformleg kynning á nýju aðalskipulagi hefst.

13. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs dags. 6., 12., 24. og 27. júlí og 15. ágúst.
Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi styrk að fjárhæð 500 þúsund kr. samkvæmt umsókn dags. 6. júlí sl.R12010038
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 10.05

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Óttarr Ólafur Proppé