Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 16. ágúst, var haldinn 5229. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 2. ágúst. R12010008
2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 10. ágúst. R12010019
3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R12080015
4. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12080001
- Kl. 9.12 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
5. Lögð fram tillaga sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. ágúst um að heimila framkvæmda- og eignasviði að ganga frá leigusamningi við Grafarvogssókn vegna aðstöðu kirkjusels í félagsmiðstöð við Spöng.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12080033
Vísað til umsagnar borgarlögmanns og fjármálaskrifstofu.
6. Lagt er til að að Sigurjón Birgir Sigurðsson taki sæti Páls Hjalta Hjaltasonar í mannréttindaráði og að Heiða Helgadóttir taki sæti varamanns í mannréttindaráði. R10060077
Samþykkt.
7. Lagt er til að Páll Hjalti Hjaltason taki sæti Diljár Ámundadóttur og að Sverrir Bollason taki sæti Bjarna Karlssonar í velferðarráði. R10060089
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. ágúst þar sem lagt er til að borgarráð heimili framkvæmda- og eignasviði að bjóða út uppsteypu og fullnaðarfrágang á byggingu félagsmiðstöðvar í Spönginni 43. R12050020
Samþykkt.
- Kl. 9.35 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
9. Lagt fram bréf sviðstjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 13. ágúst um samþykkt heilbrigðisnefndar frá 9. ágúst um breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg. R11040019
Frestað.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 14. ágúst um samþykkt umhverfis- og samgönguráðs þann 14. ágúst umsagnar um drög að landsáætlun um meðferð úrgangs. R11090169
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
11. Lagt fram bréf skólastjóra Söngskólans frá 3. ágúst þar sem óskað er eftir niðurfellingu á dráttarvöxtum fasteignagjalda Söngskólans frá 2009. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 14. ágúst. R11030099
Borgarráð fellst ekki á niðurfellingu dráttarvaxta samkvæmt erindinu með vísan til röksemda í umsögn fjármálastjóra.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 15. ágúst:
Borgarráð samþykkir að að greiða Söngskólanum í Reykjavík 10,3 m.kr. vegna kennslukostnaðar á haustönn 2011 vegna væntanlegra greiðsla frá Jöfnunarsjóði og er þessi greiðsla endurkræf af hálfu borgarsjóðs.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11060115
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um samþykkt skóla- og frístundaráðs þann 15. ágúst á tillögu um tilraunaverkefni í 1. og 2. bekk Fellaskóla, fjölgun vikulegra kennslustunda, samþættingu skóla- og frístundastarfs og aukna áherslu á málþroska og læsi, hvetjandi námsumhverfi, félagsfærni og samskipti. R12080024
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna er fylgjandi aukinni samþættingu skóla- og frístundastarfs og telur tilraunaverkefni í Fellaskóla spennandi að mörgu leyti. Þó er margt sem ber að varast eigi verkefnið að lukkast. Nauðsynlegt er að tryggja að börnin fái áfram innihaldsríkt frístundastarf, bæði innan hins samþætta skóladags en eins eftir að honum lýkur. Til þess verður starfsfólk með menntun og reynslu á því sviði að koma að gerð stundarskráa og skipulagningar, annars kann að skapast hætta á að verkefnið leiði aðeins til lengri skóladags og verri nýtingar frítímans hjá nemendum í fyrsta og öðrum bekk. Safnfrístund í Efra-Breiðholti mun án efa leiða til bættrar þjónustu við börn í þriðja og fjórða bekk. Borgarráðsfulltrúinn ítrekar enn eina ferðina mikilvægi þess að þekking og reynsla frístundastarfsfólks verði virt og nýtt í hvívetna í öllu starfi sameinaðs skóla- og frístundasviðs.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar þakka fulltrúa Vinstri grænna fyrir góða brýningu og taka undir mikilvægi þess að hugmyndafræði frítímans fái notið sín í starfi með 1. og 2. bekk í hinu nýja tilraunaverkefni í Fellaskóla. Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er gengið út frá því að nám, leikur og frístund séu jafn mikilvægir þættir í lærdóms- og uppeldisaðstæðum barna.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um samþykkt skóla- og frístundaráðs þann 15. ágúst um safnfrístund fyrir nemendur í 3. og 4. bekk í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla. R12080025
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna vísar til bókunar sinnar í lið nr. 13 í fundargerðinni um tilraunaverkefni í 1. og 2. bekk Fellaskóla.
15. Lögð fram tillaga fjármálastjóra frá 15. ágúst um endurskoðun útsvarstekna 2012. R11060068
Frestað.
16. Lögð fram tillaga um tekjuáætlun 2013, dags. 15. ágúst. Einnig er lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu um forsendur fjárhagsáætlunar 2013, minnisblað fjármálastjóra um útsvarstekjur, útkomuspá 2012 og áætlun 2013, bæði dags. 15. ágúst. R12010171
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 15. ágúst að rammaúthlutun:
Lagt er til að eftirfarandi fjárhagsrammar verði samþykktir fyrir svið borgarinnar vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
Sundurliðun ramma og greinargerð fylgja tillögunni. R12010171
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 15. ágúst:
Lagt er til að Höfðafundur sem halda átti föstudaginn 17. ágúst nk. verði færður til föstudagsins 24. ágúst nk.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12010171
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
19. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 16. ágúst til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitafélaga þar sem svarað er fyrirspurn nefndarinnar frá 26. júní sl. R12030043
20. Lögð fram tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs dags.15. ágúst um meðferð á tilboðum í skuldabréf borgarsjóðs RVK 09 1 og RVK 19 1.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11060068
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að bókun borgarráðs vegna fyrirhugaðrar hækkunar virðisaukaskatts á hótelrekstur:
Borgarráð hvetur ríkisstjórn Íslands til þess að endurskoða áform um skattahækkanir sem augljóslega munu hafa mjög alvarleg áhrif á rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar og bitna sérstaklega hart á reykvísku atvinnulífi. Reykjavíkurborg er ferðamannaborg og stefnir að því að auka þátt ferðaþjónustunnar. Í höfuðborginni eru staðsett flest hótel og gistihús landsins og fjölmörg fyrirtæki byggja afkomu sína á annars konar þjónustu við ferðamenn. Áhugi á uppbyggingu nýrra hótelrýma hefur gefið góða von og endurspeglað trú á bjarta framtíð greinarinnar en hækkun virðisaukaskatts á gistingu úr 7#PR í 25,5#PR mun augljóslega setja mörg slík áform í uppnám. Hótel og gistihús starfa í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og hafa takmarkað svigrúm til þess að fleyta hækkunum sem þessum út í verðlagið. Auk þess er verð gistinátta gefið út með löngum fyrirvara og verður ekki breytt eftir á. Borgarráð hvetur til samráðs við Samtök ferðaþjónustunnar og bendir á mikilvægi upplýsingaöflunar en á það hefur skort. Fjármálaráðuneytið hefur þess vegna ekki haft nægilegar forsendur, að því er virðist, til þess að meta víðtæk áhrif hækkunar virðisaukaskatts en skattahækkun upp á 17,3#PR á eina skilgreinda atvinnustarfsemi á sér vart fordæmi. Fyrirhugaðar skattahækkanir munu leiða til lækkunar tekjuskattsgreiðslna í greininni og veruleg hætta er á að þær muni leiða til aukinna undanskota og skila sér þannig í óheilbrigðara viðskiptaumhverfi. Borgarráð bendir sérstaklega á þann fjölda fólks sem byggir framfærslu sína og fjölskyldna á störfum sem skapast hafa í ferðaþjónustu en augljóslega mun hækkun virðisaukaskatts leiða til samdráttar og uppsagna starfsfólks. R12080037
Frestað.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar munu óska eftir að viðkomandi ráðuneyti sendi fulltrúa sinn á fund borgarráðs til að ræða fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á gistingu. Jafnframt verði viðræður hafnar við ríkisstjórnina um að slást í lið með borgaryfirvöldum um sameiginlegar aðgerðir og hagfellt umhverfi til eflingar atvinnulífi í Reykjavík, í samræmi við nýsamþykkta atvinnustefnu Reykjavíkur sem borgarstjórn samþykkti í júní sl.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks að breytingu á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitingastaði og gististaði.
Lagt er til að 5. grein málsmeðferðarreglna borgarráðs um veitingastaði og gististaði verði breytt í þá veru að borgarráð fái heimild til þess að veita undanþágu frá þeirri meginreglu að ekki sé heimilt að veita áfengisveitingastöðum rekstrarleyfi á íbúðarsvæðum þegar um dvalarheimili aldraðra er að ræða sem staðsett er innan íbúðarsvæðis. Í þeim tilgangi bætist svofelld setning við 5. grein: Borgarráð getur einnig ákveðið að veita undanþágu ef um er að ræða rekstur veitingastaðar í flokki II á dvalarheimili aldraðra sem staðsett er innan íbúðarsvæðis. R09070071
Frestað.
Greinargerð fylgir tillögunni.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna að endurskoðun á innheimtureglum:
Borgarráð samþykkir að hefja endurskoðun á þeim hluta innheimtureglna borgarinnar er lýtur að þjónustu við börn. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að efnahagur eða forgangsröðun foreldra bitni á börnunum. Með þessu er ekki verið að leggja til að hætt verði að innheimta útistandandi skuldir Reykjavíkurborgar, heldur aðeins að fundin verði leið sem ekki getur leitt til þess að einhver börn verði af nauðsynlegri grunnþjónustu. R11090110
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.20
Óttarr Ólafur Proppé
Elsa Hrafnhildur Yeoman JúlíusVífill Ingvarsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Oddný Sturludóttir
Hjálmar Sveinsson Sóley Tómasdóttir