Borgarráð - Fundur nr 5228

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2012, fimmtudaginn 26. júlí, var haldinn 5228. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru, staðgengill borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Þorleifur Gunnlaugsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 4. og 10. júlí. R12020166

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 13. júlí. R12010019

3. Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 12. júlí. R12010025

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 10. júlí. R12010029

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál R12070013

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu á nýju deiliskipulagi fyrir Heiðmörk. Jafnframt lögð fram tillaga Landmótunar dags. 6. júlí 2012 að deiliskipulagi auk greinargerðar og umhverfisskýrslu. R10070061

Samþykkt.

- Kl. 9.07 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m. sbr. samþykkt skipulagsráðs dags. 3. þ.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur. R12070061

Samþykkt.

8. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra frá 24. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að framkvæmda- og eignasviði verði í samvinnu við ÍTR og skipulags- og byggingarsviði falið að auglýsa eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu heilsuræktar á svæði Breiðholtslaugar við Austurberg. Engin líkamsræktarstöð er starfandi í Efra-Breiðholti. Slík uppbygging í tengslum við Breiðholtslaug hefur áður verið auglýst í kjallararými við Breiðholtslaug, svonefndum Undirheimum án niðurstöðu. Því er gert ráð fyrir að auglýst verði á ný eftir samstarfsaðilum og þá er einnig opnað á aðra kosti sem kunna að vera fyrir, um uppbyggingu á lóð eða í grennd laugarinnar, skv. nánari útfærslu. R12070087

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

Með samþykkt tillögunnar er verið að koma í framkvæmd tillögu, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur fluttu um uppbyggingu heilsuræktar við Breiðholtslaug 7. mars sl. en þeirri tillögu var vísað til frekari skoðunar og úrvinnslu innan borgarkerfisins. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að byggð verði líkamsræktarstöð við laugina í samstarfi við einkaaðila, líkt og gert hefur verið með góðum árangri í tengslum við nokkrar sundlaugar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við fögnum því að tillögu Sjálfstæðisflokksins skuli nú vera hrint í framkvæmd með þessari samþykkt borgarráðs. Jafnframt er óskað eftir því að í tengslum við þessa vinnu verði auglýst eftir hugmyndum frá íbúum um framtíðarfyrirkomulag heilsuræktarinnar og Breiðholtslaugar og að við þróun verkefnisins verði lögð áhersla á að samtvinna rekstur íþróttamannvirkja við Austurberg með það að markmiði að efla enn frekar íþróttastarfsemi, æskulýðsstarf og mannlíf í Breiðholti.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra frá 24. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarsviði og framkvæmda- og eignasviði að hafa forystu um hönnunarsamkeppni um útfærslu útilaugar við Sundhöll Reykjavíkur í samvinnu við ÍTR og Arkitektafélag Íslands. Unnið verði út frá niðurstöðum starfshóps um Sundhöllina, sbr. samþykkt borgarráðs frá 22. desember 2011 og skýrslu um endurbætur og hugsanlega stækkun Sundhallarinnar. Fjármögnun samkeppninnar er vísað til fjárhagsáætlunar. R12030102

Samþykkt.

10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12070001

11. Lagt fram bréf sviðstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 23. júlí þ.m. um gerð minningarreits í Vatnsmýrinni vegna atburðanna í Noregi í júlí 2011. R12070083

Samþykkt.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra frá 24. s.m.:

Borgarráð samþykkir að veita 10.8 mkr. til frístundastarfs og lengdrar viðveru í Hinu Húsinu þannig að þörfum allra fatlaðra framhaldsskólanema verði mætt að fullu, í samræmi við tillögu A í greinargerð ÍTR frá 10 júlí s.l. Jafnframt felur borgarráð ÍTR og Velferðarsviði að móta tillögur til framtíðar að heildstæðri frítímaþjónustu í Reykjavík fyrir fatlaða framhaldsskólanema. Tillögurnar skal vinna í samstarfi við skóla-og frístundasvið, Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, mennta og menningarmálaráðuneyti og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Tillögurnar skulu lagðar fram og kynntar fyrir íþrótta-og tómstundaráði , velferðarráði og borgarráði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013. Jafnframt er lögð fram fram greinargerð ÍTR dags. 10. þ.m. R12070079

Samþykkt.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 24. þ.m. um heildarsamkomulag milli Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar um kostnaðarskiptingu við gerð ákveðinna hjólreiða- og göngustíga í Reykjavík dags. í júlí 2012. R12070080

14. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 23. þ.m. þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að greiða.2,5 mkr. framlag til Söngskólans í Reykjavík og 4,5 mkr til Tónlistarskólans í Reykjavík vegna kennslukostnaðar nemenda sem falla undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms. R11060115

Samþykkt.

15. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta janúar-maí 2012. R11120032

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra frá 24. þ.m.:

Borgarráð heimilar framkvæmda- og eignasviði að ganga til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur um skiptingu kostnaðar vegna framkvæmda við fráveitu á árinu 2012 jafnt á milli sín. Um er að ræða allar þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á árinu 2012 sem vitað er að kalla á endurnýjun fráveitu að fjárhæð allt að kr. 46.500.000 af kostnaðarstað hvers verks. Ef niðurstaða samkomulagsins leiðir til breytinga á framkvæmdaáætlun, skal leggja hana fram að nýju að samningnum loknum. R12070085

Frestað.

Borgarráð samþykkir að aflétta fyrirvara sínum um auglýsingu útboðs á 2. áfanga endurnýjunar Klapparstígs.

17. Lagt fram bréf úttektarnefndar á stjórnsýslu og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar frá 11. þ.m. um tillögu nefndarinnar frá 6. mars 2012 um verk- og kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðar úttektar. Jafnframt er vísað til samþykktar borgarráðs frá 8. mars s.l. R10040061

Samþykkt að vísa erindinu til vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið kl. 10.18

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hjálmar Sveinsson

Óttarr Ólafur Proppé Kjartan Magnússon

Þorleifur Gunnlaugsson Júlíus Vífill Ingvarsson