No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2012, fimmtudaginn 12. júlí, var haldinn 5227. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk staðgengils borgarstjóra Ellýjar K. Guðmundsdóttur, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Karl Sigurðsson og Líf Magneudóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 18. og 27. júní. R12020166
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 11. júlí. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29. júní. R12010033
4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2. mál R12070013
- Kl. 9.07 taka Oddný Sturludóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.
5. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 27. s.m. og bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m. sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. um tillögur fegrunarnefndar Reykjavíkur, dags. í júní 2012 og júlí 2012 að tilnefningum til viðurkenninga fyrir árið 2012 vegna endurbóta á eldri húsum, lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja. R12060153
Samþykkt.
6. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra frá 11. þ.m. um biðstöðuverkefni á hafnarsvæðinu.
Lagt er til að 3 milljónum króna verði varið til biðstöðuverkefna á hafnarsvæðinu með sérstakri áherslu á tengingu í gegnum höfnina frá Hörpu að Víkinni. Kostnaði yrði skipt jafnt á milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Kostnaður Reykjavíkurborgar greiðist af liðnum ófyrirséð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12070005
Samþykkt.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. um leigu á færanlegri kennslustofu til Skóla Ísaks Jónssonar. R11040084
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. um endurnýjun leigusamnings að Grjóthálsi 1-3. R12070041
Samþykkt að hafna framlengingu leigusamnings.
9. Lagt fram yfirlit yfir innkaup framkvæmda- og eignasviðs í maí 2012. R12010071
10. Lögð fram tillaga sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. um breytingu á fjárfestingaáætlun vegna kaupa á sorpílátum. R12060087
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 6. þ.m, um endurskoðaða fjárfestingaáætlun ársins 2012. R12050096
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. um að heimilað verði að greiða sem nemur 600.000 krónum til Miðborgarinnar okkar vegna hreinsunarstarfa. R12030019
Samþykkt.
13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12070001
14. Lögð fram skýrsla pwc, Northern lights, the Nordic Cities of opportunity. R12070035
15. Lagt fram erindisbréf starfshóps um skilgreiningu á mælikvörðum til mats á árangri atvinnustefnu Reykjavíkur dags. 12. þ.m. R10090142
16. Harpa, kynning á rekstri og skipulagi. R11010037
17. Lagt fram bréf borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins dags. 11. maí sl. ásamt bréfi innanríkisráðuneytisins frá 30. maí vegna beiðni um álit ráðuneytisins á framsetningu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2011. R12030043
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Líkt og bent hefur verið á eru ákvæði nýrra sveitarstjórnarlaga (61. grein) mjög afdráttarlaus er varðar nauðsyn þess að upphafleg fjárhagsáætlun birtist skýrt til samanburðar við niðurstöðu ársins. Reykjavíkurborg fór aðra leið við birtingu síðasta ársreiknings, en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja til að endurskoðunar þeirrar uppsetningar svo tryggt sé að reikningurinn sé skýrt framsettur og gefi góða mynd af fjárhagslegu stöðu og þróun borgarinnar. Innanríkisráðuneytið hefur nú gefið það álit að síðasti ársreikningur Reykjavíkur standist lög. Það er góð niðurstaða, þrátt fyrir að hún byggi á auglýsingu frá ráðuneytinu sem birtist í byrjun árs en ekki skýrri vísan í nýsamþykkt sveitarstjórnarlög.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa óskað eftir áliti innanríkisráðuneytisins á því hvort framsetning ársreiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 sé í samræmi við ákvæði nýrra sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Nú liggur álitið fyrir og það er niðurstaða innanríkisráðuneytisins að ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 uppfylli öll skilyrði laga nr. 138/2011, sem og reglugerða og auglýsinga um reikningsskil sveitarfélaga og að í ársreikningnum séu upplýsingar í samræmi við viðauka sbr. auglýsing nr. 229/2012.
Þessi niðurstaða er skýr og mikilvæg fyrir borgarbúa sem eftir seinni umræðu í borgarstjórn hefðu getað haldið að ársreikningur borgarinnar gengi á svig við lög og reglur. Ekki verður annað séð en að álitið staðfesti að ársreikningurinn hafi verið unninn af fagmennsku af fjármálaskrifstofu og öðrum sem komu að gerð hans.
18. Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitafélaga frá 26. f.m. um yfirferð á ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011. Jafnframt bréf fjármálastjóra frá 10. þ.m. og svar innanríkisráðuneytisins s.d. varðandi framlengingu á skilafresti. R12030043
20. Lögð fram tillaga endurskoðunarnefndar frá 12. þ.m. um undirbúning við val á ytri endurskoðendum Reykjavíkurborgar. R12070049
Samþykkt. Borgarstjóra er falið að kynna tillöguna fyrir stjórn SSH. Borgarritara er falið að annast kynningu á samþykktinni fyrir stjórnum B-hluta fyrirtækja Reykjavíkur, í samstarfi við endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar .
21. Lagt fram minnisblað staðgengils borgarstjóra frá 11. þ,m. um málefni Perlunnar og söluferli. R11060060
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Vegna minnisblaðs um sölu Perlunnar sem nú er lagt fram vilja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins árétta efasemdir um að Reykjavíkurborg kaupi húsnæðið, líkt og gefið er til kynna í minnisblaðinu.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra dags. 12. þ.m.
Lagt er til að borgarráð samþykki viðbótarfjárveitingu til Höfuðborgarstofu vegna Menningarnætur 2012 að fjárhæð kr. 600.000. Fjármagninu verði varið til öryggis- og aðbúnaðarmála á hátíðinni en kostnaður við þann lið hefur aukist undanfarin ár í takt við fjölgun gesta.R12070009
Samþykkt.
23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Grassláttur og almenn umhirða á opnum grænum svæðum og við umferðargötur í borginni er langt frá því að vera viðunandi. Augljóslega er betur er að þessu staðið í nærliggjandi sveitarfélögum og nú er svo komið að víða í borginni er arfi, úr sér vaxið gras og almenn óhirða orðin svo áberandi að ásýnd borgarinnar líður verulega fyrir. Lagt er til að þegar verði gert átak í því að koma þessum málum í betra horf, enda getur borg sem ver milljörðum í framkvæmdir og verulegum upphæðum í ýmsa þætti er lúta að almennri fegrun ekki með neinum rökum haldið því fram að til þessara brýnu mála sé ekki fjármagn. Það er einfaldlega spurning um forgangsröðun, framkvæmd og stjórnun á þessum verkefnum og að tryggja með því að grunnhreinsun í borgarlandinu sé ásættanleg. R12070055
Frestað.
Fundi slitið kl. 11.57
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Karl Sigurðsson
Oddný Sturludóttir Líf Magneudóttir