No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 5. júlí, var haldinn 5226. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04 Viðstödd voru, auk staðgengils borgarstjóra Ellýar K. Guðmundsdóttur, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Karl Sigurðsson, Marta Guðjónsdóttir, Oddný Sturludóttir, Páll Hjalti Hjaltason og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 21. júní. R12010010
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 28. júní. R12010017
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 29. júní. R12010019
4. Lögð fram fundargerð mannréttindaráðs frá 26. júní. R12010023
5. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 25. júní. R12010024
6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 4. júlí. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og samgönguráðs frá 26. júní. R12010034
8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 1 mál. R12070013
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 27. s.m., um drög að lýsingu á deiliskipulagi á reitnum Einholti-Þverholti. R12060152
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skipulagsráðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 27. s.m. um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Kirkjuteigi 21. R12060150
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., um breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fram við Úlfarsbraut. R12030059
Samþykkt.
12. Fram fer kynning á tímabundnum verkefnum á hafnarsvæðinu. R12070005
13. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra frá 7. f.m. og áfangaskýrsla starfshóps vegna sundlauganna dags. í júní. R12030102
Vísað til skoðunar við vinnu fjárfestingaráætlunar og gerð fimm ára áætlunar.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 28. f.m. um tillögu um makaskipti á lóðum við Lambhól. R12070006
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 2. þ.m. vegna samstarfssamnings um fóstrun Hjartagarðs á Hljómalindarreit. R12070004
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 2. þ.m. varðandi gerð húsaleigusamnings um húsnæði að Háahlíð 9 fyrir frístundaheimili. R12020080
Samþykkt.
17. Lagðar fram umsagnir húsnæðishóps Reykjavíkurborgar frá 7. f.m. og fjármálaskrifstofu frá 15. s.m. um skýrslu vinnuhóps um húsnæðisbætur dags.í maí 2012. R12050086
Umsögn vinnuhóps samþykkt. Umsögn fjármálaskrifstofu samþykkt með 5 atkvæðum.
18. Lagt fram dómnefndarálit um samkeppni um uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. R12070012
19. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs um aukna flokkun sorps í Reykjavík. R12060074
Samþykkt. Borgaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Borgarráðsfulltrúar vísa til framlagðra tillagna, afgreiðslna og bókana á fundi umhverfis- og samgönguráðs þann 26. júní sl.
20. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra frá 3. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki fyrir hönd Reykjavíkurborgar að heimila skóla- og frístundasviði að gera þjónustusamninga við tónlistarskóla í Reykjavík vegna skólaársins 2012-2013 miðað við 75.000 kennslustundir í stað 71.700 kennslustunda. Áætlaður útgjaldaauki á árinu 2012 nemur 12 m.kr sem verði fjármagnaður af ófyrirséðu 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12070014
Samþykkt.
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra frá 3. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki fyrir hönd Reykjavíkurborgar fyrirliggjandi drög að samningi Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitafélaga og innríkisráðuneytis vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um reksturs sérskóla og sérdeilda sem staðsett eru í Reykjavík.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lögð fram drög að samningi Reykjavíkurborgar, Samband íslenskra sveitarfélga og innanríkisráðuneytisins vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um rekstur sérskóla og sérdeilda sem staðsett eru í Reykjavík R12070011
Samþykkt.
22. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. f.m. um samþykkt stjórnar OR varðandi endurnýjað söluferli Perlunnar. Jafnframt er lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. starfshóps um sölu eigna OR, dags. 19. þ.m. R11060060
23. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags 28.f.m. þar sem lagt er til að Ólöf Örvarsdóttir verði ráðin sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs frá 1. september nk. R12070020
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 11.30
Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Karl Sigurðsson
Oddný Sturludóttir Marta Guðjónsdóttir
Sóley Tómasdóttir Páll Hjalti Hjaltason
B