Borgarráð - fundur nr. 5223

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2012, fimmtudaginn 28. júní, var haldinn 5223. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10 Viðstaddir voru, auk borgarstjóra. Mættir: Óttarr Ólafur Proppé, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Oddný Sturludóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Líf Magnúsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 19. þ.m. og svar innri endurskoðanda frá 26. s.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um siðareglur borgarfulltrúa, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. þ.m. R12060038

- Kl. 9.18 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.

2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 22. júní. R12010008

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 18. júní. R12010014

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 22. júní. R12010019

5. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 22. júní. R12010020

6. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 20. og 27. júní. R12010027
B-hluti fundargerðar frá 27. júní samþykktur.

7. Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 20. júní. R12010025

8. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 21. júní. R12010035

9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R12060017

10. Lögð fram skýrsla VSÓ ráðgjafar um gististaði í Reykjavík. R12060118

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um óverulega breytingu á aðalskipulagi vegna Blikastaðavegar 2-8. R12060068
Samþykkt.

12. Lagt fram svar skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um afgreiðslu erinda, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. þ.m. R12060011

13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. í dag varðandi breytingar á kjörskrárstofni vegna forsetakosninga. R12020159
Samþykkt.

14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12060001

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 21. s.m. um fyrstu skref vegna tilraunaverkefnisins NPA notendastýrð persónuleg aðstoð. R12060124

16. Lagt fram bréf Félags eldri borgara frá 19. þ.m. varðandi ákvörðun um að draga úr félagsstarfi aldraðra í félagsmiðstöðvum. R12060070
Borgarráð felur velferðarsviði að funda með Félagi eldri borgara vegna málsins.

17. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Um félagsstarf aldraðra sbr. 33 lið fundargerðar borgarráðs dags. 21. þ.m.
Jafnframt lögð fram umsögn velferðarsviðs frá 27. þ.m. um málið. R12060070

18. Lagðir fram dómar Héraðsdóms í málum nr. E-4284, 4285, 4286, 4287 og E-4476, 4477, 4478, 4479, 4480, 4481, 4482, lóðamál. R11110060

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 25. þ.m. um sölu byggingarréttar fyrir keðjuhús á lóð nr. 70 við Haukdælabraut með nánar tilgreindum skilmálum. R12060120
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. þ.m. varðandi framsal lóðarréttinda á lóð nr. 3 við Starhaga með nánar tilgreindum skilmálum. R12020120
Samþykkt.

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra.
Borgarráð samþykkir að greiða áætlað framlag vegna kennslukostnaðar tónlistarskóla starfsárið 2011-2012 þann 30. júní nk. að fjárhæð 81.488 þ.kr. 31. júlí nk. að fjárhæð 81.488 þ.kr. og 31. ágúst að fjárhæð 81.488 þ.kr.
Borgarráð samþykkir jafnframt að greiða sérstaklega þann 30. júní nk. Söngskólanum í Reykjavík 2,5 m.kr. og Tónlistarskólanum í Reykjavík 5 m.kr. vegna kennslukostnaðar nemenda sem falla undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga (2011) um eflingu tónlistarnáms. Þessar greiðslur eru endurkræfar til borgarsjóðs. R11060115
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 25. þ.m. ásamt yfirliti yfir breytta framsetningu fjárhagsáætlunar skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2012. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu frá 27. s.m. varðandi málið. R12050089
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá.

23. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 25. þ.m. um heimild til að ljúka verkhönnun og fara í framkvæmdir við gerð tengigangs milli Gerðubergs og Hólabergs 84. R08040129
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 25. þ.m. varðandi gerð húsaleigusamnings um húsnæði að Skógarhlíð 20 fyrir frístundaheimili. R12020080
Samþykkt.

25. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 27. þ.m. ásamt kaupsamningi, dags. 26. þ.m., um Holtsgötu 41. R11110009
Samþykkt.

26. Lagt fram plan yfir framvindu á 1. ársfjórðungi á aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 12. þ.m., R11030100

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 25. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki að á öllum starfsstöðvum borgarinnar verði pappi og pappír flokkaður til endurvinnslu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12060087
Samþykkt.

28. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs dags. 28. þ.m. R12010038
Samþykkt að veita 100 þ.kr. til Söngfugla, kórs eldri borgara. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá.

29. Lagt fram svar borgarstjóra frá 26. þ.m. við fyrirspurn bograrráðsfulltrúa Vinstri grænna um hlutfall yfirvinnu af heildarlaunagreiðslum, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. apríl. R11080085

Fundi slitið kl. 11.30
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Líf Magneudóttir